Toyota kynnir breyttan Yaris Finnur Thorlacius skrifar 29. ágúst 2014 08:44 Gerbreyttur framendi á Yaris. Á morgun, laugardaginn 30. ágúst kynnir Toyota nýjan og endurbættan Yaris hjá öllum viðurkenndum söluaðilum Toyota á Akureyri, Selfossi, í Reykjanesbæ og í Kauptúni, Garðabæ. Nýr Yaris er mikið breyttur frá því sem nú er og það sem fyrst grípur augað er afgerandi hönnun á framenda bílsins sem gefur honum mjög ákveðinn og laglegan svip. Fjölmargar breytingar hafa verið gerðar bæði á útliti bílsins og innréttingu og í Yaris er nú Toyota Touch 2 margmiðlunarkerfið með 7“ skjá og bakkmyndavél. Lipurð í akstri og sparneytni eru áfram aðalsmerki Yaris sem fánlegur er bæði með bensín- og dísilvél auk hybridútfærslu. Verð á nýjum Yaris er frá 2.690.000 krónum. Sýningin verður hjá öllum viðurkenndum söluaðilum Toyota á laugardag milli kl. 12:00 og 16:00. Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent
Á morgun, laugardaginn 30. ágúst kynnir Toyota nýjan og endurbættan Yaris hjá öllum viðurkenndum söluaðilum Toyota á Akureyri, Selfossi, í Reykjanesbæ og í Kauptúni, Garðabæ. Nýr Yaris er mikið breyttur frá því sem nú er og það sem fyrst grípur augað er afgerandi hönnun á framenda bílsins sem gefur honum mjög ákveðinn og laglegan svip. Fjölmargar breytingar hafa verið gerðar bæði á útliti bílsins og innréttingu og í Yaris er nú Toyota Touch 2 margmiðlunarkerfið með 7“ skjá og bakkmyndavél. Lipurð í akstri og sparneytni eru áfram aðalsmerki Yaris sem fánlegur er bæði með bensín- og dísilvél auk hybridútfærslu. Verð á nýjum Yaris er frá 2.690.000 krónum. Sýningin verður hjá öllum viðurkenndum söluaðilum Toyota á laugardag milli kl. 12:00 og 16:00.
Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent