ÍR-ingar fara nýja leið til að safna fyrir nýrri lyftingaraðstöðu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. ágúst 2014 15:00 Vísir/Vilhelm ÍR-ingar ætlar að reyna að slá tvær flugur í einu höggi á morgun um leið og þeir fara óhefðbundna leið til að safna fyrir nýrri lyftingaraðstöðu fyrir Handknattleiksdeild félagsins. ÍR heldur þá Softballmót ÍR í fyrsta sinn en markmiðið er að safna pening til að bæta lyftingaraðstöðu ÍR-inga og skemmta sér vel saman bæði á meðan mótinu stendur sem og eftir það. „ÍR er eitt elsta og stærsta félag landsins og er öll umgjörð og aðstaða liðsins til fyrirmyndar fyrir utan að það þarf að bæta lyftingaraðstöðuna. Og í staðinn fyrir að bíða eftir því að fá hana upp í hendurnar þá ætlum við ÍR ingar að græja það sjálf," segir Bjarni Fritzson, annar þjálfara karlaliðs ÍR í Olís-deildinni. Reglur mótsins verða í anda strandhandboltans, fimm inn á í einu, hægt að skora tvö mörk í einu og skrýtnar refsingar fyrir gróf brot. „Mótið er sett upp sem söfnunar og skemmtimót. Við verðum með plötusnúð og frábæran kynni á mótinu sjálfu. Leikreglurnar eru síðan í léttari lagi svolítið í anda strandhandboltans hans Halla," segir Bjarni. Um kvöldið hittast keppendur síðan í ÍR heimilinu þar boðið verður upp á léttar veitingar. Fyrstu softballmeistarar ÍR verða ekki aðeins krýndur því veitt verða ýmis önnur verðlaun þar á meðal fyrir flottustu búningana. Kvöldið endar síðan á leikmannauppboði. „Það passar við ætlum slútta þessum frábæra degi í ÍR heimilinu um kvöldið þar sem verður skemmtileg verðlaunaafhending og leikmanna uppboð sem við erum að prófa í fyrsta sinn. En þar gefst gestum að kaupa krafta leikmanna í smá stund. Þetta uppboð er að mestu leyti til gamans gert en allur ágóðinn af því fer einnig í lyftingaraðstöðuna," segir Bjarni og bætir við: „Softballmótið byrjar á slaginu tólf og er áætlað að úrslitaleikurinn verði spilað í kringum fimm leytið. Partýið byrjar síðan klukkan 20:00 og hvetjum við sem flesta að mæta og koma sér í gírinn fyrir þessa frábærum handboltavertíð sem er framundan." Skráning fer fram á softballmotir@gmail.com mótsgjaldið er fjórtán þúsund krónur á lið (tvö þúsund krónur á mann miðað við sjö manna lið) og rennur peningurinn óskipt í að bæta lyftingaraðstöðuna hjá ÍR. Aldurstakmarkið er 16 ár og það er takmark á fjölda liða og því er mikilvægt að skrá sig sem fyrst. Olís-deild karla Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Fótbolti Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Sjá meira
ÍR-ingar ætlar að reyna að slá tvær flugur í einu höggi á morgun um leið og þeir fara óhefðbundna leið til að safna fyrir nýrri lyftingaraðstöðu fyrir Handknattleiksdeild félagsins. ÍR heldur þá Softballmót ÍR í fyrsta sinn en markmiðið er að safna pening til að bæta lyftingaraðstöðu ÍR-inga og skemmta sér vel saman bæði á meðan mótinu stendur sem og eftir það. „ÍR er eitt elsta og stærsta félag landsins og er öll umgjörð og aðstaða liðsins til fyrirmyndar fyrir utan að það þarf að bæta lyftingaraðstöðuna. Og í staðinn fyrir að bíða eftir því að fá hana upp í hendurnar þá ætlum við ÍR ingar að græja það sjálf," segir Bjarni Fritzson, annar þjálfara karlaliðs ÍR í Olís-deildinni. Reglur mótsins verða í anda strandhandboltans, fimm inn á í einu, hægt að skora tvö mörk í einu og skrýtnar refsingar fyrir gróf brot. „Mótið er sett upp sem söfnunar og skemmtimót. Við verðum með plötusnúð og frábæran kynni á mótinu sjálfu. Leikreglurnar eru síðan í léttari lagi svolítið í anda strandhandboltans hans Halla," segir Bjarni. Um kvöldið hittast keppendur síðan í ÍR heimilinu þar boðið verður upp á léttar veitingar. Fyrstu softballmeistarar ÍR verða ekki aðeins krýndur því veitt verða ýmis önnur verðlaun þar á meðal fyrir flottustu búningana. Kvöldið endar síðan á leikmannauppboði. „Það passar við ætlum slútta þessum frábæra degi í ÍR heimilinu um kvöldið þar sem verður skemmtileg verðlaunaafhending og leikmanna uppboð sem við erum að prófa í fyrsta sinn. En þar gefst gestum að kaupa krafta leikmanna í smá stund. Þetta uppboð er að mestu leyti til gamans gert en allur ágóðinn af því fer einnig í lyftingaraðstöðuna," segir Bjarni og bætir við: „Softballmótið byrjar á slaginu tólf og er áætlað að úrslitaleikurinn verði spilað í kringum fimm leytið. Partýið byrjar síðan klukkan 20:00 og hvetjum við sem flesta að mæta og koma sér í gírinn fyrir þessa frábærum handboltavertíð sem er framundan." Skráning fer fram á softballmotir@gmail.com mótsgjaldið er fjórtán þúsund krónur á lið (tvö þúsund krónur á mann miðað við sjö manna lið) og rennur peningurinn óskipt í að bæta lyftingaraðstöðuna hjá ÍR. Aldurstakmarkið er 16 ár og það er takmark á fjölda liða og því er mikilvægt að skrá sig sem fyrst.
Olís-deild karla Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Fótbolti Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Sjá meira