Már styður breytingar á lögum um Seðlabankann Heimir Már Pétursson skrifar 15. ágúst 2014 14:54 vísir/gva Már Guðmundsson seðlabankastjóri er ánægður með þá ákvörðun fjármálaráðherra að skipa hann í embætti seðlabankastjóra í fimm ár til viðbótar, enda hafi hann sótt um stöðuna af heilum hug. Í skipunarbréfinu minnir fjármálaráðherra á að nú sé að störfum sérfræðinefnd um heildarendurskoðun laga um Seðlabankann sem skili af sér fyrir áramót og geti haft áhrif á störf Más á fimm ára skipunartíma hans. „Ég náttúrlega vissi það áður en ég bauð mig fram í þetta og það er reyndar ferli sem ég hef lýst yfir áður að ég styðji. Vegna þess að það er algerlega klárt að það er þörf á heildarendurskoðun á lögum um bankann og þar með talið að skoða yfirstjórn hans,“ segir Már. Hann sendi frá sér yfirlýsingu eftir að ákvörðun fjármálaráðherra lág fyrir í dag þar sem hann upplýsir að hugur hans hafi um nokkurt skeið staðið til þess að hverfa aftur til starfa á alþjóðavettvangi eftir einhvern tíma. Það hafi hins vegar ekki hentað núna af persónulegum ástæðum sem og vegna verkefnastöðunnar hjá Seðlabankanum. Það hefði verið mikið rask að skipta út á þessum tímapunkti. „Þannig að það getur vel verið, alveg óháð þessum breytingum, að þá er ekki endilega víst að ég verði allt tímabilið,“ segir Már. Fjármálaráðherra sagði í fréttum Stöðvar tvö í vikunni að hann hallaðist æ meira að því að fjölga ætti seðlabankastjórunum. „Það er náttúrlega bara Alþingis að ákveða hvernig fyrirkomulagið er. Ég ætla ekki að tjá mig um það núna. Nú er sú vinna framundan. Það eru alls konar möguleikar til og alls konar módel um það í öðrum löndum. Nú er bara nefnd að störfum og hún auðvitað leggur eitthvað til sem hún telur best. Svo hefur Alþingi lokaorðið þannig að ég geri enga athugasemd við þá vinnu,“ segir Már Guðmundsson. Tengdar fréttir Nýr Seðlabankastjóri kynntur í dag Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjáramálaráðherra, mun tilkynna eftir hádegi í dag hver muni skipa embætti Seðlabankastjóra næstu fimm árin samkvæmt heimildum fréttastofu. 15. ágúst 2014 12:13 Yfirlýsing Más: Óvíst að hann sæki um komi til endurráðningar Már Guðmundsson segir óvist að hann muni sækja um á ný, komi til þess að endurráðið verði í yfirstjórn bankans á næstu misserum. 15. ágúst 2014 14:15 Már verður áfram seðlabankastjóri Hann mun koma til með að gegna embættinu til ársins 2019. 15. ágúst 2014 13:45 Mest lesið Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Sjá meira
Már Guðmundsson seðlabankastjóri er ánægður með þá ákvörðun fjármálaráðherra að skipa hann í embætti seðlabankastjóra í fimm ár til viðbótar, enda hafi hann sótt um stöðuna af heilum hug. Í skipunarbréfinu minnir fjármálaráðherra á að nú sé að störfum sérfræðinefnd um heildarendurskoðun laga um Seðlabankann sem skili af sér fyrir áramót og geti haft áhrif á störf Más á fimm ára skipunartíma hans. „Ég náttúrlega vissi það áður en ég bauð mig fram í þetta og það er reyndar ferli sem ég hef lýst yfir áður að ég styðji. Vegna þess að það er algerlega klárt að það er þörf á heildarendurskoðun á lögum um bankann og þar með talið að skoða yfirstjórn hans,“ segir Már. Hann sendi frá sér yfirlýsingu eftir að ákvörðun fjármálaráðherra lág fyrir í dag þar sem hann upplýsir að hugur hans hafi um nokkurt skeið staðið til þess að hverfa aftur til starfa á alþjóðavettvangi eftir einhvern tíma. Það hafi hins vegar ekki hentað núna af persónulegum ástæðum sem og vegna verkefnastöðunnar hjá Seðlabankanum. Það hefði verið mikið rask að skipta út á þessum tímapunkti. „Þannig að það getur vel verið, alveg óháð þessum breytingum, að þá er ekki endilega víst að ég verði allt tímabilið,“ segir Már. Fjármálaráðherra sagði í fréttum Stöðvar tvö í vikunni að hann hallaðist æ meira að því að fjölga ætti seðlabankastjórunum. „Það er náttúrlega bara Alþingis að ákveða hvernig fyrirkomulagið er. Ég ætla ekki að tjá mig um það núna. Nú er sú vinna framundan. Það eru alls konar möguleikar til og alls konar módel um það í öðrum löndum. Nú er bara nefnd að störfum og hún auðvitað leggur eitthvað til sem hún telur best. Svo hefur Alþingi lokaorðið þannig að ég geri enga athugasemd við þá vinnu,“ segir Már Guðmundsson.
Tengdar fréttir Nýr Seðlabankastjóri kynntur í dag Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjáramálaráðherra, mun tilkynna eftir hádegi í dag hver muni skipa embætti Seðlabankastjóra næstu fimm árin samkvæmt heimildum fréttastofu. 15. ágúst 2014 12:13 Yfirlýsing Más: Óvíst að hann sæki um komi til endurráðningar Már Guðmundsson segir óvist að hann muni sækja um á ný, komi til þess að endurráðið verði í yfirstjórn bankans á næstu misserum. 15. ágúst 2014 14:15 Már verður áfram seðlabankastjóri Hann mun koma til með að gegna embættinu til ársins 2019. 15. ágúst 2014 13:45 Mest lesið Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Sjá meira
Nýr Seðlabankastjóri kynntur í dag Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjáramálaráðherra, mun tilkynna eftir hádegi í dag hver muni skipa embætti Seðlabankastjóra næstu fimm árin samkvæmt heimildum fréttastofu. 15. ágúst 2014 12:13
Yfirlýsing Más: Óvíst að hann sæki um komi til endurráðningar Már Guðmundsson segir óvist að hann muni sækja um á ný, komi til þess að endurráðið verði í yfirstjórn bankans á næstu misserum. 15. ágúst 2014 14:15
Már verður áfram seðlabankastjóri Hann mun koma til með að gegna embættinu til ársins 2019. 15. ágúst 2014 13:45
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent