Viðskipti innlent

Nýr Seðlabankastjóri kynntur í dag

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Már Guðmundsson, Ragnar Árnason og Friðrik Már Baldursson eru hæfastir til að gegna stöðu seðlabankastjóra.
Már Guðmundsson, Ragnar Árnason og Friðrik Már Baldursson eru hæfastir til að gegna stöðu seðlabankastjóra.
Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjáramálaráðherra, mun tilkynna eftir hádegi í dag hver muni skipa embætti Seðlabankastjóra næstu fimm árin samkvæmt heimildum fréttastofu.

Skipunartími Más Guðmundssonar rennur út þann 20. ágúst. Hann er einn þeirra tíu sem sóttu um embættið og einn þriggja sem metnir voru hæfastir af hæfisnefnd sem Stefán Eiríksson, fyrrverandi lögreglustjóri, leiddi. Friðrik Már Baldursson og Ragnar Árnason eru hinir tveir sem þykja líklegastir til þess að verða skipaðir fari ráðherra eftir tilmælum hæfisnefndar.

Reiknað hafði verið með því að nýr bankastjóri yrði skipaður í síðustu viku en af því varð ekki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×