Innlent

Ólafur fékk tæplega 97% atkvæða

Stefán Árni Pálsson skrifar
visir/getty
Ólafur Jóhann Borgþórsson fékk tæplega 97% atkvæða í kosningum til sóknarprests í Seljakirkju.

Þetta kemur fram á stuðningsmannasíðu Ólafs á Fésbókinni.

Í dag fóru fram prestskosningar í Seljasókn í Breiðholti og kepptust tveir menn um atkvæði sóknarbarna, með það að markmiði að verða sóknarprestar.

Þetta var í fyrsta skipti í sautján ár sem kosið var um prest á höfuðborgarsvæðinu.

Ólafur Jóhann hefur verið prestur í Seljakirkju síðastliðin ár.

Á kjörskrá voru 4.428, en alls kusu 1792, þar af 635 utan kjörfundar. Gild atkvæði voru 1778 og ógild 14.

Kosið var á milli tveggja umsækjanda, þeirra Fritz Más Berndsen Jörgenssonar, guðfræðings og sr. Ólafs Jóhanns Borgþórssonar.

Niðurstöður kosninganna urðu þær að Séra Ólafur Jóhann Borgþórsson hlaut 1722 atkvæði og Fritz Már Berndsen Jörgensson hlaut 56 atkvæði.

Með vísan til 24. gr. starfsreglna um val og veitingu prestsembætta nr. 1109/2011, skal skipa þann umsækjanda í embætti sem hlotið hefur flest greidd atkvæði.


Tengdar fréttir

Prestkosningar í Seljasókn

Í dag ganga sóknarbörn í Seljasókn að kjörborðinu. Í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár fara fram almennar prestkosningar í Reykjavík.

Prestar selja sig dýrt

Kosningabarátta tveggja frambjóðenda um stöðu sóknarprests í Seljasókn hefur vakið mikla athygli. Rekstur á kosningaskrifstofu og auglýsingar í fjölmiðlum er meðal þess sem frambjóðendurnir hafa tekið upp í von um að hljóta atkvæði sóknarbarna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×