„Ég gerði mér grein fyrir því að ég var sennilega í lífshættu“ Stefán Árni Pálsson skrifar 19. ágúst 2014 08:47 Ólína segist hafa hangið bara á handarkrikunum með olnbogana uppi á gjótubarmi. „Stundum er sagt að engu sé líkara en að jörðin hafi gleypt einhvern - svona eins og til þess að leggja áherslu á hversu óhugsandi það sé að annað eins geti gerst. En jörðin getur gleypt fólk.“ Svona hefst frásögn Ólínu Þorvarðardóttir, fyrrum alþingismanns, á Facebook um þá lífsreynslu sem hún lenti í fyrir helgi þegar hún féll ofan í gjótu í Bjarkalundi. „Þetta gerðist þegar ég var að taka A-endurmatið með hundinn minn Skutul í Bjarkalundi á föstudag. Hundurinn hafði fundið mann, var búinn að láta mig vita af fundinum og ég var að hraða mér á eftir honum til þess „týnda". Leiðin lá yfir mýrlendi, í námunda við svolítið vatn sem getur hafa verið gömul mógröf. Nema hvað ... skyndilega missi ég alla fótfestu.“ Ólína segist hafa hangið bara á handarkrikunum með olnbogana uppi á gjótubarmi en fætur dinglandi lausa og enga fótfestu. „Á sekúndubroti þaut gegnum hugann hvort ég ætti að reyna að ná talstöðinni úr brjóstvasanum og kalla á hjálp. En á næsta sekúndubroti tók ég ákvörðun um að reyna það ekki, því ég hafði ekkert til að halda mér uppi annað en hendurnar. Ég gerði mér grein fyrir því að ég var sennilega í lífshættu. Ef ég dytti niður, var engin leið að segja hversu djúpt, og jafnvel þó að hundurinn myndi sennilega gelta sig hásan fyrir ofan mig og jafnvel sækja aðstoð, var ekki að vita nema ég sykki í aur og eðju neðst á botninum.“ Þessi fyrrum þingmaður og meðlimur í björgunarsveit segir að ef hún hefði misst handfestuna hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum, því gjótan hafi verið full af vatni. „Án þess ég geti sagt hvernig ég fór að því, þá var ég á næsta augnabliki komin öll upp á gjótubarminn og risin upp. Svo umhugað var mér um að finna manninn sem hundurinn var að vísa mér á, að ég þaut af stað án umhugsunar til þess að ljúka verkefninu sem ég var byrjuð á.“ Þegar Ólína var komin á ný upp á bakkann merkti hún GPS-hnit staðarins svo aðrir gætu varað sig á gjótunni. „Þarna eru berjalönd, svo það er aldrei að vita nema einhverjum komi vel að vita hvar árans gjótan er staðsett. Það skal hér með upplýst. Hnitið er N65.33.024-V022.04.840.“ Mest lesið Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Erlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Fleiri fréttir Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar Sjá meira
„Stundum er sagt að engu sé líkara en að jörðin hafi gleypt einhvern - svona eins og til þess að leggja áherslu á hversu óhugsandi það sé að annað eins geti gerst. En jörðin getur gleypt fólk.“ Svona hefst frásögn Ólínu Þorvarðardóttir, fyrrum alþingismanns, á Facebook um þá lífsreynslu sem hún lenti í fyrir helgi þegar hún féll ofan í gjótu í Bjarkalundi. „Þetta gerðist þegar ég var að taka A-endurmatið með hundinn minn Skutul í Bjarkalundi á föstudag. Hundurinn hafði fundið mann, var búinn að láta mig vita af fundinum og ég var að hraða mér á eftir honum til þess „týnda". Leiðin lá yfir mýrlendi, í námunda við svolítið vatn sem getur hafa verið gömul mógröf. Nema hvað ... skyndilega missi ég alla fótfestu.“ Ólína segist hafa hangið bara á handarkrikunum með olnbogana uppi á gjótubarmi en fætur dinglandi lausa og enga fótfestu. „Á sekúndubroti þaut gegnum hugann hvort ég ætti að reyna að ná talstöðinni úr brjóstvasanum og kalla á hjálp. En á næsta sekúndubroti tók ég ákvörðun um að reyna það ekki, því ég hafði ekkert til að halda mér uppi annað en hendurnar. Ég gerði mér grein fyrir því að ég var sennilega í lífshættu. Ef ég dytti niður, var engin leið að segja hversu djúpt, og jafnvel þó að hundurinn myndi sennilega gelta sig hásan fyrir ofan mig og jafnvel sækja aðstoð, var ekki að vita nema ég sykki í aur og eðju neðst á botninum.“ Þessi fyrrum þingmaður og meðlimur í björgunarsveit segir að ef hún hefði misst handfestuna hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum, því gjótan hafi verið full af vatni. „Án þess ég geti sagt hvernig ég fór að því, þá var ég á næsta augnabliki komin öll upp á gjótubarminn og risin upp. Svo umhugað var mér um að finna manninn sem hundurinn var að vísa mér á, að ég þaut af stað án umhugsunar til þess að ljúka verkefninu sem ég var byrjuð á.“ Þegar Ólína var komin á ný upp á bakkann merkti hún GPS-hnit staðarins svo aðrir gætu varað sig á gjótunni. „Þarna eru berjalönd, svo það er aldrei að vita nema einhverjum komi vel að vita hvar árans gjótan er staðsett. Það skal hér með upplýst. Hnitið er N65.33.024-V022.04.840.“
Mest lesið Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Erlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Fleiri fréttir Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar Sjá meira