Svarti spegillinn Stefán Máni skrifar 24. maí 2014 07:00 Yfir gjaldkerastúkunum í Íslandsbanka í Lækjargötu er stórt auglýsingaplakat. Á myndinni er ung stúlka í júdógalla í íþróttasal. En hún er ekki í júdó heldur í símanum, hún starir á skjáinn og er að gera eitthvað – hún er ekki hér, hún er annars staðar. Samtíminn í hnotskurn. Auglýsingin er ekki viðvörun frá Lýðheilsustofnun heldur hvatning frá bankanum sem samþykkir þessa staðalímynd, hann vill að séum ekki hér heldur í símanum, að nota appið þeirra. Við lifum í ríku samfélagi þar sem næstum allir á aldrinum 10 til 50 ára ganga um með 100.000 króna leikfang í hendinni, litla tölvu sem er líka sími og lítur út eins og svartur spegill. Þetta er magnað tæki sem er sítengt við stafrænan alheim af öllu og engu, góðu og slæmu – við dýrkum tækið og dáum og verðum alltaf að eiga nýjustu útgáfuna því að við viljum ekki dragast aftur úr, verða púkó, missa af einhverju sem við erum samt ekki alveg viss um hvað er. Við hittumst á kaffihúsi en tölum varla við vini okkar, við störum í svarta spegilinn – kíkjum í það minnsta reglulega á hann, og alveg örugglega miklu oftar en við höldum eða viljum viðurkenna. Við laumumst til að kíkja á hann á fundum, í bílnum, í bíó, alls staðar og hvar sem er. Til að gá að hverju, vitum við það? Börnin okkar fylgjast með okkur stara í spegilinn. Við veitum þeim minni athygli, þau verða pirruð, þau gera okkur pirruð og á endanum réttum við þeim símann svo að við fáum smá frið. Þau eru afskipt og verða síðan ofvirk af of mikilli örvun. Við erum líka að verða ofvirk, höldum ekki athyglinni nema í fáeinar sekúndur, missum þráðinn og okkur fer að leiðast – allt verður að vera stutt og sniðugt, í lit og með hljóði. Við tökum myndir til að sanna að við höfum gert þetta, verið þar, en það sem við gerðum var bara að taka mynd og við vorum ekki þar heldur í símanum. Við mötum Netið af upplýsingum um okkur, við höldum að við séum í leik en það er verið að leika með okkur. Við flökkum milli samfélagsmiðla, lækum, sérum, gerum eitthvað sniðugt, njósnum og skoðum kettlingamyndbönd – við fjarlægjumst annað fólk, við verðum smám saman andfélagsleg því að samskiptahæfnin dofnar, við erum einangruð inni í svarta speglinum, kunnum ekki lengur kurteisi, sýnum ekki tillitssemi og verðum alltaf sjálfhverfari og sjálfhverfari þangað til að við hverfum inn í sjálf okkur. Erum við í alvörunni viðstödd eigið líf? Eigum við okkur líf? Eða erum við horfin inn í svarta spegilinn? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Yfir gjaldkerastúkunum í Íslandsbanka í Lækjargötu er stórt auglýsingaplakat. Á myndinni er ung stúlka í júdógalla í íþróttasal. En hún er ekki í júdó heldur í símanum, hún starir á skjáinn og er að gera eitthvað – hún er ekki hér, hún er annars staðar. Samtíminn í hnotskurn. Auglýsingin er ekki viðvörun frá Lýðheilsustofnun heldur hvatning frá bankanum sem samþykkir þessa staðalímynd, hann vill að séum ekki hér heldur í símanum, að nota appið þeirra. Við lifum í ríku samfélagi þar sem næstum allir á aldrinum 10 til 50 ára ganga um með 100.000 króna leikfang í hendinni, litla tölvu sem er líka sími og lítur út eins og svartur spegill. Þetta er magnað tæki sem er sítengt við stafrænan alheim af öllu og engu, góðu og slæmu – við dýrkum tækið og dáum og verðum alltaf að eiga nýjustu útgáfuna því að við viljum ekki dragast aftur úr, verða púkó, missa af einhverju sem við erum samt ekki alveg viss um hvað er. Við hittumst á kaffihúsi en tölum varla við vini okkar, við störum í svarta spegilinn – kíkjum í það minnsta reglulega á hann, og alveg örugglega miklu oftar en við höldum eða viljum viðurkenna. Við laumumst til að kíkja á hann á fundum, í bílnum, í bíó, alls staðar og hvar sem er. Til að gá að hverju, vitum við það? Börnin okkar fylgjast með okkur stara í spegilinn. Við veitum þeim minni athygli, þau verða pirruð, þau gera okkur pirruð og á endanum réttum við þeim símann svo að við fáum smá frið. Þau eru afskipt og verða síðan ofvirk af of mikilli örvun. Við erum líka að verða ofvirk, höldum ekki athyglinni nema í fáeinar sekúndur, missum þráðinn og okkur fer að leiðast – allt verður að vera stutt og sniðugt, í lit og með hljóði. Við tökum myndir til að sanna að við höfum gert þetta, verið þar, en það sem við gerðum var bara að taka mynd og við vorum ekki þar heldur í símanum. Við mötum Netið af upplýsingum um okkur, við höldum að við séum í leik en það er verið að leika með okkur. Við flökkum milli samfélagsmiðla, lækum, sérum, gerum eitthvað sniðugt, njósnum og skoðum kettlingamyndbönd – við fjarlægjumst annað fólk, við verðum smám saman andfélagsleg því að samskiptahæfnin dofnar, við erum einangruð inni í svarta speglinum, kunnum ekki lengur kurteisi, sýnum ekki tillitssemi og verðum alltaf sjálfhverfari og sjálfhverfari þangað til að við hverfum inn í sjálf okkur. Erum við í alvörunni viðstödd eigið líf? Eigum við okkur líf? Eða erum við horfin inn í svarta spegilinn?
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar