Júllabúð tekur yfir rekstur á Brekku Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 9. ágúst 2014 22:10 „Þarna er komið stórt hjarta sem slær af krafti í miðju þorpinu,“ segir Júlíus Freyr Theodórsson, eigandi Júllabúðar í Hrísey en í gær undirritaði hann leigusamning á Brekku, eina veitingahúsinu í plássinu. Mun Júllabúð taka yfir rekstur Brekku allavega næstu fimm árin til að byrja með. „Það er erfitt að reka þetta í sitthvoru lagi,“ útskýrir Júlíus sem ávallt er kallaður Júlli. „Við hefðum ekki getað rekið Júllabúð áfram í þeirri mynd sem hún var.“ Hann er ánægður með þetta skrefið sem stigið var í gær. „Nú getum við búið til rekstrarhæfa einingu öllum til hagsbóta.“ Brekka er eina veitingahúsið á svæðinu en þar er jafnframt rekið gistihús. Þetta er eitt elsta steikhús landsins, stofnað 1984 og á því 30 ára afmæli í ár. Júllabúð er bæði matvöruverslun og pósthús. Skráður íbúafjöldi í Hrísey er 130 manns sem margfaldast á sumrin. „Það eru margir farfuglar hérna hjá okkur sem stækka markaðinn.“ Eigandi Brekku, Elís Árnason, er nágranni Júlla og þeir þekkjast því vel. „Hann býr hérna á móti mér,“ segir Júlli og hlær. „Þessi hugmynd kom upp og við gripum tækifærið. Við sjáum mikla möguleika þarna.“ Breytingar verða í kjölfar sameiningarinnar og sér Júlli fyrir sér að opnunartími verði lengdur og því skapist rými til þess að fjölga um starfskraft. Því eykur sameiningin þjónustu á svæðinu til muna „Þetta er virkilega jákvætt og skemmtilegt og tryggir bæði verslunarrekstur og veitingahúsarekstur.“ Júlli hefur búið í Hrísey í tæp fimm ár. Hann flutti þangað með konu sinni sem hóf störf á leikskóla. „Við þekktum engan en létum bara vaða. Ég fór í fæðingarorlof, svo fór ég að keyra túrista um eyjuna og eftir það fór ég að vinna í beit. Þá lokaði búðin. Ég er menntaður verslunarstjóri og stökk á það,“ útskýrir Júlli. „Þetta er einhvers konar röð tilviljana. Lífið er víst það sem gerist þegar þú ert að gera önnur plön.“ Mest lesið Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Sjá meira
„Þarna er komið stórt hjarta sem slær af krafti í miðju þorpinu,“ segir Júlíus Freyr Theodórsson, eigandi Júllabúðar í Hrísey en í gær undirritaði hann leigusamning á Brekku, eina veitingahúsinu í plássinu. Mun Júllabúð taka yfir rekstur Brekku allavega næstu fimm árin til að byrja með. „Það er erfitt að reka þetta í sitthvoru lagi,“ útskýrir Júlíus sem ávallt er kallaður Júlli. „Við hefðum ekki getað rekið Júllabúð áfram í þeirri mynd sem hún var.“ Hann er ánægður með þetta skrefið sem stigið var í gær. „Nú getum við búið til rekstrarhæfa einingu öllum til hagsbóta.“ Brekka er eina veitingahúsið á svæðinu en þar er jafnframt rekið gistihús. Þetta er eitt elsta steikhús landsins, stofnað 1984 og á því 30 ára afmæli í ár. Júllabúð er bæði matvöruverslun og pósthús. Skráður íbúafjöldi í Hrísey er 130 manns sem margfaldast á sumrin. „Það eru margir farfuglar hérna hjá okkur sem stækka markaðinn.“ Eigandi Brekku, Elís Árnason, er nágranni Júlla og þeir þekkjast því vel. „Hann býr hérna á móti mér,“ segir Júlli og hlær. „Þessi hugmynd kom upp og við gripum tækifærið. Við sjáum mikla möguleika þarna.“ Breytingar verða í kjölfar sameiningarinnar og sér Júlli fyrir sér að opnunartími verði lengdur og því skapist rými til þess að fjölga um starfskraft. Því eykur sameiningin þjónustu á svæðinu til muna „Þetta er virkilega jákvætt og skemmtilegt og tryggir bæði verslunarrekstur og veitingahúsarekstur.“ Júlli hefur búið í Hrísey í tæp fimm ár. Hann flutti þangað með konu sinni sem hóf störf á leikskóla. „Við þekktum engan en létum bara vaða. Ég fór í fæðingarorlof, svo fór ég að keyra túrista um eyjuna og eftir það fór ég að vinna í beit. Þá lokaði búðin. Ég er menntaður verslunarstjóri og stökk á það,“ útskýrir Júlli. „Þetta er einhvers konar röð tilviljana. Lífið er víst það sem gerist þegar þú ert að gera önnur plön.“
Mest lesið Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent