Júllabúð tekur yfir rekstur á Brekku Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 9. ágúst 2014 22:10 „Þarna er komið stórt hjarta sem slær af krafti í miðju þorpinu,“ segir Júlíus Freyr Theodórsson, eigandi Júllabúðar í Hrísey en í gær undirritaði hann leigusamning á Brekku, eina veitingahúsinu í plássinu. Mun Júllabúð taka yfir rekstur Brekku allavega næstu fimm árin til að byrja með. „Það er erfitt að reka þetta í sitthvoru lagi,“ útskýrir Júlíus sem ávallt er kallaður Júlli. „Við hefðum ekki getað rekið Júllabúð áfram í þeirri mynd sem hún var.“ Hann er ánægður með þetta skrefið sem stigið var í gær. „Nú getum við búið til rekstrarhæfa einingu öllum til hagsbóta.“ Brekka er eina veitingahúsið á svæðinu en þar er jafnframt rekið gistihús. Þetta er eitt elsta steikhús landsins, stofnað 1984 og á því 30 ára afmæli í ár. Júllabúð er bæði matvöruverslun og pósthús. Skráður íbúafjöldi í Hrísey er 130 manns sem margfaldast á sumrin. „Það eru margir farfuglar hérna hjá okkur sem stækka markaðinn.“ Eigandi Brekku, Elís Árnason, er nágranni Júlla og þeir þekkjast því vel. „Hann býr hérna á móti mér,“ segir Júlli og hlær. „Þessi hugmynd kom upp og við gripum tækifærið. Við sjáum mikla möguleika þarna.“ Breytingar verða í kjölfar sameiningarinnar og sér Júlli fyrir sér að opnunartími verði lengdur og því skapist rými til þess að fjölga um starfskraft. Því eykur sameiningin þjónustu á svæðinu til muna „Þetta er virkilega jákvætt og skemmtilegt og tryggir bæði verslunarrekstur og veitingahúsarekstur.“ Júlli hefur búið í Hrísey í tæp fimm ár. Hann flutti þangað með konu sinni sem hóf störf á leikskóla. „Við þekktum engan en létum bara vaða. Ég fór í fæðingarorlof, svo fór ég að keyra túrista um eyjuna og eftir það fór ég að vinna í beit. Þá lokaði búðin. Ég er menntaður verslunarstjóri og stökk á það,“ útskýrir Júlli. „Þetta er einhvers konar röð tilviljana. Lífið er víst það sem gerist þegar þú ert að gera önnur plön.“ Mest lesið Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Sunna ráðin nýr viðskiptastjóri Regus á Akureyri Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Sjá meira
„Þarna er komið stórt hjarta sem slær af krafti í miðju þorpinu,“ segir Júlíus Freyr Theodórsson, eigandi Júllabúðar í Hrísey en í gær undirritaði hann leigusamning á Brekku, eina veitingahúsinu í plássinu. Mun Júllabúð taka yfir rekstur Brekku allavega næstu fimm árin til að byrja með. „Það er erfitt að reka þetta í sitthvoru lagi,“ útskýrir Júlíus sem ávallt er kallaður Júlli. „Við hefðum ekki getað rekið Júllabúð áfram í þeirri mynd sem hún var.“ Hann er ánægður með þetta skrefið sem stigið var í gær. „Nú getum við búið til rekstrarhæfa einingu öllum til hagsbóta.“ Brekka er eina veitingahúsið á svæðinu en þar er jafnframt rekið gistihús. Þetta er eitt elsta steikhús landsins, stofnað 1984 og á því 30 ára afmæli í ár. Júllabúð er bæði matvöruverslun og pósthús. Skráður íbúafjöldi í Hrísey er 130 manns sem margfaldast á sumrin. „Það eru margir farfuglar hérna hjá okkur sem stækka markaðinn.“ Eigandi Brekku, Elís Árnason, er nágranni Júlla og þeir þekkjast því vel. „Hann býr hérna á móti mér,“ segir Júlli og hlær. „Þessi hugmynd kom upp og við gripum tækifærið. Við sjáum mikla möguleika þarna.“ Breytingar verða í kjölfar sameiningarinnar og sér Júlli fyrir sér að opnunartími verði lengdur og því skapist rými til þess að fjölga um starfskraft. Því eykur sameiningin þjónustu á svæðinu til muna „Þetta er virkilega jákvætt og skemmtilegt og tryggir bæði verslunarrekstur og veitingahúsarekstur.“ Júlli hefur búið í Hrísey í tæp fimm ár. Hann flutti þangað með konu sinni sem hóf störf á leikskóla. „Við þekktum engan en létum bara vaða. Ég fór í fæðingarorlof, svo fór ég að keyra túrista um eyjuna og eftir það fór ég að vinna í beit. Þá lokaði búðin. Ég er menntaður verslunarstjóri og stökk á það,“ útskýrir Júlli. „Þetta er einhvers konar röð tilviljana. Lífið er víst það sem gerist þegar þú ert að gera önnur plön.“
Mest lesið Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Sunna ráðin nýr viðskiptastjóri Regus á Akureyri Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun