Umhverfi, heilbrigði og vellíðan Bryndís Haraldsdóttir skrifar 24. maí 2014 15:42 Mosfellsbær er fallegur bær, umlukinn fellum, ám og vötnum. Staðreyndin er sú að fólk sækir í umhverfi þar sem því líður vel, umhverfi sem býður upp á slökun og jafnvægi. Mosfellsbær er vinsæll bær og hér sest að fjölskyldufólk sem hefur áhuga á útivist og íþróttum því hér er aðgengi gott að gæða útivistarumhverfi og í því eru fólgin mikilvæg lífsgæði.Skipulag Mosfellsbæjar til framtíðarByggðin í Mosfellsbæ hefur tekið miklum breytingum og íbúum hefur fjölgað jafnt og þétt. Á þessu kjörtímabili var samþykkt nýtt aðalskipulag, vinnsla skipulagsins tók langan tíma enda stórt og mikilvægt verkefni. Almenn sátt ríkir um skipulagið og að því hafa komið íbúar, sérfræðingar, embættismenn og kjörnir fulltrúar.Leiðarljós okkar í skipulagsmálum og uppbyggingu í bænum er að áfram skal leggja áherslu á fjölbreytta, manneskjulegabyggð, þar sem fölskyldan er í fyrirrúmi, vandaða umhverfismótun og góð tengls við aðliggjandi útivistarsvæði og náttúru. Leggja skal áherslu á sérstöðu og sjálfstæði bæjarins á sama tíma og horft er til hlutverks okkar í samfelldri byggð höfuðborgarsvæðisins. Skipulag bæjarins og mótun byggðar og umhverfis á að stuðla að velferð íbúanna. Áfram verður kallað eftir sjónarmiðum íbúa í skipulagsvinnu og þróa þarf enn frekar samvinnu á því sviði. Heilsubærinn MosfellsbærMosfellsbær er heilsueflandi samfélag. Það kallar á að bærinn hafi í öllum ákvörðunum sínum lýðheilsu íbúa að leiðarljósi. Góðir stígar fyrir hjólandi og gangandi vegfarendur eiga að hvetja okkur til að skilja bílinn eftir heima stöku sinnum og kenna börnunum okkar mikilvægi þess að hjóla og ganga milli staða og taka strætó sé þess kostur. Íþróttasvæðin okkar eru mikilvæg lýðheilsu bæjarbúa, glæsilegir golfvellir, sundlaugar, reiðstígar og almenn íþróttasvæði skipta okkur miklu máli. Mikilvægt er að halda þátttökugjöldum barna og unglinga í íþrótta- og tómstundarfélögum hófstiltum. Það er best gert í samstarfi við íþrótta- og tómstundafélögin í bænum. Frístundarávísanir þurfa að hækka en tryggja þarf að slíkar hækkanir leiði ekki til hærri iðkunargjalda heldur skili sér til hagsbótar fyrir heimilin og stuðli þannig að aukinni lýðheilsu barna og ungmenna í Mosfellsbæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Haraldsdóttir Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Sjá meira
Mosfellsbær er fallegur bær, umlukinn fellum, ám og vötnum. Staðreyndin er sú að fólk sækir í umhverfi þar sem því líður vel, umhverfi sem býður upp á slökun og jafnvægi. Mosfellsbær er vinsæll bær og hér sest að fjölskyldufólk sem hefur áhuga á útivist og íþróttum því hér er aðgengi gott að gæða útivistarumhverfi og í því eru fólgin mikilvæg lífsgæði.Skipulag Mosfellsbæjar til framtíðarByggðin í Mosfellsbæ hefur tekið miklum breytingum og íbúum hefur fjölgað jafnt og þétt. Á þessu kjörtímabili var samþykkt nýtt aðalskipulag, vinnsla skipulagsins tók langan tíma enda stórt og mikilvægt verkefni. Almenn sátt ríkir um skipulagið og að því hafa komið íbúar, sérfræðingar, embættismenn og kjörnir fulltrúar.Leiðarljós okkar í skipulagsmálum og uppbyggingu í bænum er að áfram skal leggja áherslu á fjölbreytta, manneskjulegabyggð, þar sem fölskyldan er í fyrirrúmi, vandaða umhverfismótun og góð tengls við aðliggjandi útivistarsvæði og náttúru. Leggja skal áherslu á sérstöðu og sjálfstæði bæjarins á sama tíma og horft er til hlutverks okkar í samfelldri byggð höfuðborgarsvæðisins. Skipulag bæjarins og mótun byggðar og umhverfis á að stuðla að velferð íbúanna. Áfram verður kallað eftir sjónarmiðum íbúa í skipulagsvinnu og þróa þarf enn frekar samvinnu á því sviði. Heilsubærinn MosfellsbærMosfellsbær er heilsueflandi samfélag. Það kallar á að bærinn hafi í öllum ákvörðunum sínum lýðheilsu íbúa að leiðarljósi. Góðir stígar fyrir hjólandi og gangandi vegfarendur eiga að hvetja okkur til að skilja bílinn eftir heima stöku sinnum og kenna börnunum okkar mikilvægi þess að hjóla og ganga milli staða og taka strætó sé þess kostur. Íþróttasvæðin okkar eru mikilvæg lýðheilsu bæjarbúa, glæsilegir golfvellir, sundlaugar, reiðstígar og almenn íþróttasvæði skipta okkur miklu máli. Mikilvægt er að halda þátttökugjöldum barna og unglinga í íþrótta- og tómstundarfélögum hófstiltum. Það er best gert í samstarfi við íþrótta- og tómstundafélögin í bænum. Frístundarávísanir þurfa að hækka en tryggja þarf að slíkar hækkanir leiði ekki til hærri iðkunargjalda heldur skili sér til hagsbótar fyrir heimilin og stuðli þannig að aukinni lýðheilsu barna og ungmenna í Mosfellsbæ.
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar