Orðsending frá Dögun til lesenda Fréttablaðsins Þorleifur Gunnlaugsson skrifar 24. maí 2014 17:13 Fréttablaðið heldur uppteknum hætti og hunsar Dögun í Reykjavík í daglegri úttekt um ýmis mál, tengdum borgarrekstrinum og afstöðu annarra framboða. Því höfum við brugðið á það ráð að fjalla um sömu mál hér á vefmiðlinum vísir.is. Kunnum við þakkir fyrir að sá miðill skuli vera okkur opinn. Fáir munu vilja ljá okkur lið ef við eigum þess ekki kost að koma stefnumálum okkar og útfærslum á framfæri. Ekki trúi ég öðru en einhverjum lesendum Fréttablaðsins þyki þeir vera hlunnfarnir að fá ekki að kynnast sjónarmiðum allra framboða. Umfjöllun dagsins eru fjármál borgarinnar. Þar hefur Dögun í Reykjavík mótað ákveðnar áherslur bæði hvað varðar útgjöld og tekjur.Félagsbústaðir hf. er stöndugt fyrirtæki í eigu borgarinnar með yfir 2200 íbúðir og 19 milljarða eiginfjárstöðu. Uppbygging mikils fjölda íbúða á þeirra vegum verður að mestu fjármögnuð með lánum. Þess utan leggur Dögun í Reykjavík áherslu á að aðrar stofnframkvæmdir verði að mestu leyti látnar bíða á meðan svarað verður gríðarlegri eftirspurn eftir félagslegu húsnæðiÁ meðan innheimt er gjald fyrir grunnþjónustu á borð við leikskóla, frístundaheimili og skólamáltíðir vill Dögun í Reykjavík tekjutengja gjaldskrár þannig að lágtekju- og millitekjuhópar borgi minna.Með því að tekjutengja frístundakortið verður börnum efnaminni foreldra auðveldað að stunda íþróttir og tómstundir.Með því að selja bílastæðahús borgarinnar og láta andvirðið renna í samgöngusjóð er hægt að styrkja almenningssamgöngur verulega. Reikna má með því að sala bílastæðahúsa gefi á fjórða milljarð króna til borgarinnar. Tillaga sem gerir þetta mögulegt rataði inn í samgöngufrumvarp sem enn er óafgreitt. Markaðsvæðing bílastæðahúsanna mun að öllum líkindum verða til þess að bílastæðagjöld í miðbænum hækka. Samkvæmt tillögum okkar flyst opinber stuðningur í samgöngumálum frá einkabílnum og yfir á almenningssamgöngur.Borgin hefur á undanförnum árum útvistað margvíslegri þjónustu og verkefnum, selt tæki og búnað og leigt aftur. Þetta hefur í mörgum tilfellum haft aukinn kostnað og óöryggi varðandi þjónustu í för með sér. Dögun í Reykjavík vill að borgin eignist aftur bíla, tæki og búnað og að Vélamiðstöð og Trésmiðja borgarinnar verði endurreist. Einnig taki borgin yfir tryggingar, ræstingar og flesta aðra þjónustu sem hefur verið úthýst. Mun þetta hafa mikið hagræði í för með sér þar sem stærðarhagkvæmnin er mikil, auk þess að fjölga störfum á vegum borgarinnar.Dögun í Reykjavik vill stofna banka í eigu Reykjavíkurborgar sem rekinn verður til hagsbóta fyrir borgarbúa. Ágóðinn verði nýttur til að greiða að hluta til fyrir útgjöld borgarinnar og hún geti sótt þangað lánsfé á hagstæðum kjörum. Einnig verði möguleiki á að endurfjármagna dýr lán.Dögun í Reykjavík vill að allir íbúar borgarinnar, sem það geta, greiði til borgarsamfélagsins. Þess vegna mun framboðið vinna að því að hluti fjármagnstekjuskatts fólks með háar tekjur, renni til sveitarfélagsins. Dögun í Reykjavík vill minnka miðstýringu borgarinnar til muna og auka á dreifstýringu. Þetta hefði það í för með sér að allt sem tilheyrir nærumhverfinu, flyttist til hverfanna. Þetta var gert í Osló og þar í borg sögðu ráðamenn að það hefði haft í för með sér 10% hagræðingu fyrir borgina, sem fyrst og fremst var rakin til þess að nærumhverfið fór betur með fé. Dögun í Reykjavík vill að Reykjavíkurborg styðji við hvers kyns samvinnurekstur íbúanna.Dögun í Reykjavík vill að 15-25% fjárhagsáætlunar borgarinnar verði unnin með beinni aðkomu íbúanna.Dögun í Reykjavík vill að möguleikar rafrænnar stjórnsýslu og rafræns lýðræðis verði nýttir til hins ýtrasta. Þetta mun ekki aðeins bæta þjónustuna heldur einnig draga úr kostnaði.Síðast en ekki síst vill Dögun í Reykjavík stokka upp fjárhagsramma borgarinnar. Rammarnir, sem sniðnir eru um þarfir hvers málaflokks fyrir sig, voru ákveðnir fyrir margt löngu og síðan hefur ýmislegt breyst. Borgin hefur tekið að sér stór verkefni, s.s. málaflokk fatlaðra og óumdeilt er að hrunið hefur aukið verulega á velferðarkostnað. Því er að mati Dögunar í Reykjavík tímabært að hugsa öll fjárútlát upp á nýtt, með þá forgangsröðun í huga að allir hafi í sig og á, þak yfir höfuðið og að öll börn hafi möguleika á að þroskast á eðlilegan hátt. Að öðru leiti bendi ég á stefnu Dögunar í Reykjavík á heimasíðu framboðsins og stjórnmála app okkar.Þorleifur Gunnlaugsson, oddviti Dögunar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Fréttablaðið heldur uppteknum hætti og hunsar Dögun í Reykjavík í daglegri úttekt um ýmis mál, tengdum borgarrekstrinum og afstöðu annarra framboða. Því höfum við brugðið á það ráð að fjalla um sömu mál hér á vefmiðlinum vísir.is. Kunnum við þakkir fyrir að sá miðill skuli vera okkur opinn. Fáir munu vilja ljá okkur lið ef við eigum þess ekki kost að koma stefnumálum okkar og útfærslum á framfæri. Ekki trúi ég öðru en einhverjum lesendum Fréttablaðsins þyki þeir vera hlunnfarnir að fá ekki að kynnast sjónarmiðum allra framboða. Umfjöllun dagsins eru fjármál borgarinnar. Þar hefur Dögun í Reykjavík mótað ákveðnar áherslur bæði hvað varðar útgjöld og tekjur.Félagsbústaðir hf. er stöndugt fyrirtæki í eigu borgarinnar með yfir 2200 íbúðir og 19 milljarða eiginfjárstöðu. Uppbygging mikils fjölda íbúða á þeirra vegum verður að mestu fjármögnuð með lánum. Þess utan leggur Dögun í Reykjavík áherslu á að aðrar stofnframkvæmdir verði að mestu leyti látnar bíða á meðan svarað verður gríðarlegri eftirspurn eftir félagslegu húsnæðiÁ meðan innheimt er gjald fyrir grunnþjónustu á borð við leikskóla, frístundaheimili og skólamáltíðir vill Dögun í Reykjavík tekjutengja gjaldskrár þannig að lágtekju- og millitekjuhópar borgi minna.Með því að tekjutengja frístundakortið verður börnum efnaminni foreldra auðveldað að stunda íþróttir og tómstundir.Með því að selja bílastæðahús borgarinnar og láta andvirðið renna í samgöngusjóð er hægt að styrkja almenningssamgöngur verulega. Reikna má með því að sala bílastæðahúsa gefi á fjórða milljarð króna til borgarinnar. Tillaga sem gerir þetta mögulegt rataði inn í samgöngufrumvarp sem enn er óafgreitt. Markaðsvæðing bílastæðahúsanna mun að öllum líkindum verða til þess að bílastæðagjöld í miðbænum hækka. Samkvæmt tillögum okkar flyst opinber stuðningur í samgöngumálum frá einkabílnum og yfir á almenningssamgöngur.Borgin hefur á undanförnum árum útvistað margvíslegri þjónustu og verkefnum, selt tæki og búnað og leigt aftur. Þetta hefur í mörgum tilfellum haft aukinn kostnað og óöryggi varðandi þjónustu í för með sér. Dögun í Reykjavík vill að borgin eignist aftur bíla, tæki og búnað og að Vélamiðstöð og Trésmiðja borgarinnar verði endurreist. Einnig taki borgin yfir tryggingar, ræstingar og flesta aðra þjónustu sem hefur verið úthýst. Mun þetta hafa mikið hagræði í för með sér þar sem stærðarhagkvæmnin er mikil, auk þess að fjölga störfum á vegum borgarinnar.Dögun í Reykjavik vill stofna banka í eigu Reykjavíkurborgar sem rekinn verður til hagsbóta fyrir borgarbúa. Ágóðinn verði nýttur til að greiða að hluta til fyrir útgjöld borgarinnar og hún geti sótt þangað lánsfé á hagstæðum kjörum. Einnig verði möguleiki á að endurfjármagna dýr lán.Dögun í Reykjavík vill að allir íbúar borgarinnar, sem það geta, greiði til borgarsamfélagsins. Þess vegna mun framboðið vinna að því að hluti fjármagnstekjuskatts fólks með háar tekjur, renni til sveitarfélagsins. Dögun í Reykjavík vill minnka miðstýringu borgarinnar til muna og auka á dreifstýringu. Þetta hefði það í för með sér að allt sem tilheyrir nærumhverfinu, flyttist til hverfanna. Þetta var gert í Osló og þar í borg sögðu ráðamenn að það hefði haft í för með sér 10% hagræðingu fyrir borgina, sem fyrst og fremst var rakin til þess að nærumhverfið fór betur með fé. Dögun í Reykjavík vill að Reykjavíkurborg styðji við hvers kyns samvinnurekstur íbúanna.Dögun í Reykjavík vill að 15-25% fjárhagsáætlunar borgarinnar verði unnin með beinni aðkomu íbúanna.Dögun í Reykjavík vill að möguleikar rafrænnar stjórnsýslu og rafræns lýðræðis verði nýttir til hins ýtrasta. Þetta mun ekki aðeins bæta þjónustuna heldur einnig draga úr kostnaði.Síðast en ekki síst vill Dögun í Reykjavík stokka upp fjárhagsramma borgarinnar. Rammarnir, sem sniðnir eru um þarfir hvers málaflokks fyrir sig, voru ákveðnir fyrir margt löngu og síðan hefur ýmislegt breyst. Borgin hefur tekið að sér stór verkefni, s.s. málaflokk fatlaðra og óumdeilt er að hrunið hefur aukið verulega á velferðarkostnað. Því er að mati Dögunar í Reykjavík tímabært að hugsa öll fjárútlát upp á nýtt, með þá forgangsröðun í huga að allir hafi í sig og á, þak yfir höfuðið og að öll börn hafi möguleika á að þroskast á eðlilegan hátt. Að öðru leiti bendi ég á stefnu Dögunar í Reykjavík á heimasíðu framboðsins og stjórnmála app okkar.Þorleifur Gunnlaugsson, oddviti Dögunar í Reykjavík.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar