Fullyrðingar Símans um „stærsta farsímanetið“ voru villandi Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. júlí 2014 15:16 VÍSIR/VILHELM Neytendastofa telur að fullyrðing símafyrirtækisins Símans um „stærsta farsímanet landsins“ brjóti gegn ákvæðum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Tilkynnt var um úrskurðurinn á heimasíðu Neytendastofu í dag.Málavextir voru þeir að símafyrirtækið Vodafone kvartaði til Neytendastofu vegna auglýsingaherferðar Símans sem bar yfirskriftina „Segjum sögur“ en í henni komu fram fullyrðingar um að Síminn væri með stærsta farsímanet landsins. Vodafone taldi að auglýsingarnar væru villandi þar sem engar sönnur hafi verið færðar á fullyrðingunni. Síminn hafnaði því að auglýsingarnar væru villandi eða blekkjandi þar sem farsímanet fyrirtækisins samanstandi af dreifikerfum fyrir GSM (2G net), UTMS (3G net) og LTE (4G net) og því þurfi að líta til heildarinnar sem gerir það að verkum að net Símans sé stærst.Fullyrðingin óskýrNeytendastofa taldi að þar sem í auglýsingunum kæmi ekki fram hvað átt væri við með með stærsta farsímanetinu það er hvort átt væri við stærsta þjónustusvæðið eða stærsta net þjónustukerfa með flestum sendum, væru auglýsingarnar villandi. Bæði stærð þjónustusvæðis og stærð dreifinets, geta haft áhrif á ákvörðun neytenda um viðskipti þar sem hvort tveggja getur haft áhrif á þá þjónustu sem þeir njóta. Því þarf að koma skýrt fram hvað átt sé við með stærð farsímanets það er hvort um sé að ræða stærð þjónustusvæðið eða stærð dreifinets og fjölda senda. „Síminn hf., Ármúla 25, Reykjavík, hefur með birtingu fullyrðingarinnar „Segjum sögur á stærsta farsímaneti landsins“ án þess að fram komi skýringar á því hvað felist í stærsta farsímanetinu, brotið gegn ákvæðum 5. gr., 1. mgr. 8. gr. og 2. mgr. 9. gr. laga nr. 57/2005, um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Með vísan til 2. mgr. 21. gr. laga nr. 57/2005, um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu, er Símanum hf. bannað að viðhafa ofangreinda viðskiptahætti,“ segir í ákvörðunarorði Neytendastofu.Uppfært kl. 16:45Síminn telur að túlkun Neytendastofu sé í meira lagi vafasöm og mun vísa málinu til Áfrýjunarnefndar neytendamála. Þetta kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu. Þar segir einnig: Neytendastofa segir orðrétt: „Þar sem Síminn hefur lagt fram gögn til staðfestingar að félagið hafði yfirburði yfir keppinauta í stærð dreifinets og fjölda senda þegar auglýsingin var birt telur Neytendastofa fullyrðinguna sannaða." Í sömu ákvörðun er engu að síður komist að þeirri niðurstöðu að fullyrðing Símans um að fyrirtækið sé með stærsta farsímanetið feli í sér „villandi viðskiptahætti". Ástæðan er sú að ekki hafi verið nákvæmlega tilgreint hvað væri átt við með stærsta farsímaneti. Neytendastofa telur mögulegt að skýra það með vísan til útbreiðslu eða stærðar dreifikerfis. Mest lesið Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Sunna ráðin nýr viðskiptastjóri Regus á Akureyri Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Sjá meira
Neytendastofa telur að fullyrðing símafyrirtækisins Símans um „stærsta farsímanet landsins“ brjóti gegn ákvæðum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Tilkynnt var um úrskurðurinn á heimasíðu Neytendastofu í dag.Málavextir voru þeir að símafyrirtækið Vodafone kvartaði til Neytendastofu vegna auglýsingaherferðar Símans sem bar yfirskriftina „Segjum sögur“ en í henni komu fram fullyrðingar um að Síminn væri með stærsta farsímanet landsins. Vodafone taldi að auglýsingarnar væru villandi þar sem engar sönnur hafi verið færðar á fullyrðingunni. Síminn hafnaði því að auglýsingarnar væru villandi eða blekkjandi þar sem farsímanet fyrirtækisins samanstandi af dreifikerfum fyrir GSM (2G net), UTMS (3G net) og LTE (4G net) og því þurfi að líta til heildarinnar sem gerir það að verkum að net Símans sé stærst.Fullyrðingin óskýrNeytendastofa taldi að þar sem í auglýsingunum kæmi ekki fram hvað átt væri við með með stærsta farsímanetinu það er hvort átt væri við stærsta þjónustusvæðið eða stærsta net þjónustukerfa með flestum sendum, væru auglýsingarnar villandi. Bæði stærð þjónustusvæðis og stærð dreifinets, geta haft áhrif á ákvörðun neytenda um viðskipti þar sem hvort tveggja getur haft áhrif á þá þjónustu sem þeir njóta. Því þarf að koma skýrt fram hvað átt sé við með stærð farsímanets það er hvort um sé að ræða stærð þjónustusvæðið eða stærð dreifinets og fjölda senda. „Síminn hf., Ármúla 25, Reykjavík, hefur með birtingu fullyrðingarinnar „Segjum sögur á stærsta farsímaneti landsins“ án þess að fram komi skýringar á því hvað felist í stærsta farsímanetinu, brotið gegn ákvæðum 5. gr., 1. mgr. 8. gr. og 2. mgr. 9. gr. laga nr. 57/2005, um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Með vísan til 2. mgr. 21. gr. laga nr. 57/2005, um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu, er Símanum hf. bannað að viðhafa ofangreinda viðskiptahætti,“ segir í ákvörðunarorði Neytendastofu.Uppfært kl. 16:45Síminn telur að túlkun Neytendastofu sé í meira lagi vafasöm og mun vísa málinu til Áfrýjunarnefndar neytendamála. Þetta kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu. Þar segir einnig: Neytendastofa segir orðrétt: „Þar sem Síminn hefur lagt fram gögn til staðfestingar að félagið hafði yfirburði yfir keppinauta í stærð dreifinets og fjölda senda þegar auglýsingin var birt telur Neytendastofa fullyrðinguna sannaða." Í sömu ákvörðun er engu að síður komist að þeirri niðurstöðu að fullyrðing Símans um að fyrirtækið sé með stærsta farsímanetið feli í sér „villandi viðskiptahætti". Ástæðan er sú að ekki hafi verið nákvæmlega tilgreint hvað væri átt við með stærsta farsímaneti. Neytendastofa telur mögulegt að skýra það með vísan til útbreiðslu eða stærðar dreifikerfis.
Mest lesið Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Sunna ráðin nýr viðskiptastjóri Regus á Akureyri Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun