Bridgestone Invitational hefst í dag 31. júlí 2014 09:31 Pressan verður á Woods um helgina. AP/Getty Bridgestone Invitational hefst í dag en mótið er hluti af heimsmótaröðinni í golfi ásamt því að vera eitt stærsta mót ársins á PGA-mótaröðinni. Allir bestu kylfingar heims taka þátt en Tiger Woods hefur titil að verja eftir að hafa sigrað mótið með glæsibrag í fyrra. Hann hefur unnið mótið alls átta sinnum á ferlinum og því gæti það ekki komið á betri tíma fyrir Woods sem reynir nú að koma sér í form fyrir Ryderbikarinn í haust. „Þrátt fyrir að ég hafi unnið mótið svona oft þá finn ég samt ekki fyrir aukinni pressu um helgina,“ sagði Woods við fréttamenn í gær. „Ég hef bara mikla reynslu héðan af alls konar aðstæðum og ég mun nýta mér hana ásamt þeim góðu minningum sem ég hef af vellinum. Ég er viss um að það á eftir að hjálpa mér mikið um helgina.“ Woods leikur með Þjóðverjanum Martin Kaymer á fyrsta hring á Firestone vellinum en besti kylfingur heims, Adam Scott, spilar með Masters meistaranum Bubba Watson. Þá verða augu margra eflaust á Rory McIlroy eftir frækinn sigur á Opna breska en hann spilar með Bandaríkjamanninum Matt Kuchar í dag. Bridgestone Invitational verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni alla helgina og hefst útsending frá fyrsta hring klukkan 17:30 í kvöld. Golf Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Bridgestone Invitational hefst í dag en mótið er hluti af heimsmótaröðinni í golfi ásamt því að vera eitt stærsta mót ársins á PGA-mótaröðinni. Allir bestu kylfingar heims taka þátt en Tiger Woods hefur titil að verja eftir að hafa sigrað mótið með glæsibrag í fyrra. Hann hefur unnið mótið alls átta sinnum á ferlinum og því gæti það ekki komið á betri tíma fyrir Woods sem reynir nú að koma sér í form fyrir Ryderbikarinn í haust. „Þrátt fyrir að ég hafi unnið mótið svona oft þá finn ég samt ekki fyrir aukinni pressu um helgina,“ sagði Woods við fréttamenn í gær. „Ég hef bara mikla reynslu héðan af alls konar aðstæðum og ég mun nýta mér hana ásamt þeim góðu minningum sem ég hef af vellinum. Ég er viss um að það á eftir að hjálpa mér mikið um helgina.“ Woods leikur með Þjóðverjanum Martin Kaymer á fyrsta hring á Firestone vellinum en besti kylfingur heims, Adam Scott, spilar með Masters meistaranum Bubba Watson. Þá verða augu margra eflaust á Rory McIlroy eftir frækinn sigur á Opna breska en hann spilar með Bandaríkjamanninum Matt Kuchar í dag. Bridgestone Invitational verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni alla helgina og hefst útsending frá fyrsta hring klukkan 17:30 í kvöld.
Golf Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira