Vilja að ÍSÍ beiti sér Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. júlí 2014 10:48 Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ. Vísir/Stefán Alþjóðahandknattleikssambandið, IHF, svaraði loks erindi HSÍ með formlegum hætti í gær. Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, segir þó ekkert nýtt í svari IHF. IHF tók nýverið þá ákvörðun að hleypa Þýskalandi inn á HM í Katar og afturkalla um leið sæti Eyjaálfu í keppninni en Ástralía hafði unnið sér það inn. Ákvörðun IHF um að veita Þýskalandi keppnisrétt hefur vakið sterk viðbrögð hér á landi enda tilkynnti Handknattleikssamband Evrópu, EHF, að Ísland væri fyrsta varaþjóð fyrir Evrópu inn á HM. „Í raun var þetta bara sama svar og síðast,“ sagði Guðmundur og vísaði til yfirlýsingar IHF sem birtist í síðustu viku. „Þeir töldu sig hafa haft rétt við og vísuðu til breytingar á reglugerð sem gerð var 30. maí. Þeir halda sig við það.“ HSÍ svaraði með því að gefa út yfirlýsingu þar sem fram kom að enginn fundur hafi verið haldinn af svokölluðu IHF ráði (e. council) þann 30. maí og að endanlega ákvörðun hafi ekki verið tekin fyrr en 8. júlí. Þá lá fyrir að Þýskaland féll úr leik í umspilskeppninni fyrir HM. „HSÍ lítur svo á að þegar breytingar eru gerðar á þátttöku- eða keppnisreglum þá taki þær reglur ekki gildi fyrr en næsta keppni hefst. Á það enn frekar við þegar íþyngjandi ákvörðun er að ræða. Byggir þetta á almennum lögskýringarsjónarmiðum sem gilda jafnt um reglur IHF sem og aðrar reglur,“ sagði í yfirlýsingu HSÍ. „Við erum búin að hafa samband við ÍSÍ og ætlum að óska eftir því að þeir beiti sér fyrir því að Alþjóðaólympíunefndin skoði þetta. Árangur á HM veitir þátttökurétt á Ólympíuleikana og því teljum við að þetta sé mál sem varði Ólympíuhreyfinguna.“ „Við höfum heldur ekki útilokað dómstólaleiðina. Þar eru tvær leiðir í boði, annars vegar innan IHF og svo með því að leita til íþróttadómstólsins (e. CAS) í Lausanne. Það er þó gerðardómur og þarf væntanlega samþykki beggja aðila að liggja fyrir svo að dómstóllinn taki málið fyrir. Ég er ekki viss um að IHF samþykki það.“ HSÍ hefur einnig óskað eftir því að EHF beiti sér í málinu en engin viðbrögð hafa fengist við því. „Formaður og varaformaður EHF eru báðir í ráðinu sem tekur ákvörðunina. Ef þeir ættu að beita sér gegn IHF þyrftu þeir að endurskoða sína ákvörðun,“ segir Guðmundur. Hann segir að eina handknattleikssambandið sem hafi sýnt málinu áhuga sé það norska. „Þeir eru þeir einu sem vilja kynna sér málið af einhverri alvöru. Það er þó spurning hvort að við köllum eftir stuðningi annarra landa til að EHF beiti sér í málinu.“ Guðmundur segir ákvörðun um að fara dómstólaleiðina þurfi væntanlega að taka innan tveggja mánaða. Handbolti Tengdar fréttir Íþróttaljós: Reglugerðin sem enginn vissi af Alþjóðahandknattleikssambandið breytti reglunum um hvaða þjóð kæmi til vara ef einhver skyldi ekki fá keppnisleyfi, en lét engan vita. Framkvæmdastjóri evrópska sambandsins lætur ritarann svara spurningum fyrir sig. 10. júlí 2014 06:30 Hvorki heyrst frá IHF né EHF Þrátt fyrir að HSÍ hefði krafist svara fyrir miðnætti hafa engin svör borist frá IHF né EHF varðandi kröfu Íslands um að IHF dragi til baka ákvörðun sína um að úthluta Þýskalandi lausu sæti á Heimsmeistaramótinu í Katar 17. júlí 2014 23:15 Ísland ekki á HM þó svo Ástralía hafi hætt við Þýskaland mun óvænt taka þátt á HM í Katar eftir að Ástralía dró sig úr keppni. Ísland tekur ekki sætið þó svo Ísland sé fyrsta varaþjóð frá Evrópu. 8. júlí 2014 16:15 Laug EHF að handboltaforystu Íslands? Framkvæmdastjórn Alþjóðahandknattleikssambandsins leggur til breytingar í þröngum fimm manna hring sem nánast undantekningalaust eru samþykktar. Aum svör Evrópska handknattleikssambandsins til HSÍ. 11. júlí 2014 06:30 Formaður HSÍ: Vitum ekki um neinar reglubreytingar Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, segir að ákvörðun IHF um að hleypa Þýskalandi á HM hafi komið sér á óvart. 9. júlí 2014 18:45 Svona var reglunum breytt hjá IHF Varaforseti Handknattleikssambands Evrópu sat fundinn mikilvæga þar sem Þýskalandi var hleypt inn á HM í handbolta. 12. júlí 2014 09:11 Landsliðsþjálfari Ástralíu brjálaður Landsliðsþjálfari Ástrala í handbolta, Daninn Jan Ottosen, vandar forystu alþjóða handknattleikssambandsins, IHF, ekki kveðjurnar. 10. júlí 2014 15:30 Formaður HSÍ: Fengum ekki fullnægjandi svör Evrópska handknattleikssambandið bendir á Alþjóðasambandið og svarar engu. 10. júlí 2014 10:30 Kretzschmar um IHF-farsann: Snýst bara um peninga Stefan Kretzschmar, fyrrum landsliðsmaður Þýskalands, segist vera með blendnar tilfinningar gagnvart þátttöku Þýskalands á HM í Katar. 16. júlí 2014 09:15 Útilokum engar dómstólaleiðir Formaður HSÍ furðar sig á því að hægt sé að breyta reglum eftir að keppni er hafin. 14. júlí 2014 12:00 Aron: Ekkert réttlæti - þetta snýst bara um peninga Landsliðsþjálfarinn brjálaður vegna ákvörðunar IHF að senda Þýskaland á HM. 11. júlí 2014 11:00 Ísland á að fara dómstólaleiðina Ritstjóri þýska vikuritsins Handball Woche telur að handboltaforystan á Íslandi eigi að fara með ákvörðun IHF að hleypa Þýskalandi á HM í Katar fyrir dómstóla. 12. júlí 2014 08:00 HSÍ krefst þess að Ísland fái sæti á HM 2015 Handknattleikssamband Íslands hefur krafist þess að Alþjóðahandknattleikssambandið dragi til baka ákvörðun sína að úthluta Þýskalandi lausu sæti á HM í Katar 2015 og úthluti íslenska liðinu sætið líkt og evrópska handknattleikssambandið hafði lofað. 16. júlí 2014 18:15 Ástralía gefur lítið fyrir skýringar IHF Krefst þess að fá sæti sitt aftur á HM í Katar og segir HSÍ berjast fyrir sæti sem er með réttu í eigu Ástralíu. 18. júlí 2014 08:32 EHF: Vissum ekki af þessu fyrr en eftir fundinn í gær Evrópska handknattleikssambandið mun skoða ákvörðun Alþjóðasambandsins nánar. 9. júlí 2014 09:48 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Fleiri fréttir Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir bestur í annað sinn Gísli Þorgeir og Ómar Ingi Evrópumeistarar Nantes vann bronsið sem Barcelona nennti ekki Hetjuleg harka hjá Ómari og Gísla fleytti Magdeburg í úrslit Misstu sinn besta mann en fóru létt með undanúrslitaleikinn Sonurinn smitaði Aron af handa-, fóta- og munnsjúkdómi Landsmeistari í sextánda sinn á ferlinum Sjá meira
Alþjóðahandknattleikssambandið, IHF, svaraði loks erindi HSÍ með formlegum hætti í gær. Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, segir þó ekkert nýtt í svari IHF. IHF tók nýverið þá ákvörðun að hleypa Þýskalandi inn á HM í Katar og afturkalla um leið sæti Eyjaálfu í keppninni en Ástralía hafði unnið sér það inn. Ákvörðun IHF um að veita Þýskalandi keppnisrétt hefur vakið sterk viðbrögð hér á landi enda tilkynnti Handknattleikssamband Evrópu, EHF, að Ísland væri fyrsta varaþjóð fyrir Evrópu inn á HM. „Í raun var þetta bara sama svar og síðast,“ sagði Guðmundur og vísaði til yfirlýsingar IHF sem birtist í síðustu viku. „Þeir töldu sig hafa haft rétt við og vísuðu til breytingar á reglugerð sem gerð var 30. maí. Þeir halda sig við það.“ HSÍ svaraði með því að gefa út yfirlýsingu þar sem fram kom að enginn fundur hafi verið haldinn af svokölluðu IHF ráði (e. council) þann 30. maí og að endanlega ákvörðun hafi ekki verið tekin fyrr en 8. júlí. Þá lá fyrir að Þýskaland féll úr leik í umspilskeppninni fyrir HM. „HSÍ lítur svo á að þegar breytingar eru gerðar á þátttöku- eða keppnisreglum þá taki þær reglur ekki gildi fyrr en næsta keppni hefst. Á það enn frekar við þegar íþyngjandi ákvörðun er að ræða. Byggir þetta á almennum lögskýringarsjónarmiðum sem gilda jafnt um reglur IHF sem og aðrar reglur,“ sagði í yfirlýsingu HSÍ. „Við erum búin að hafa samband við ÍSÍ og ætlum að óska eftir því að þeir beiti sér fyrir því að Alþjóðaólympíunefndin skoði þetta. Árangur á HM veitir þátttökurétt á Ólympíuleikana og því teljum við að þetta sé mál sem varði Ólympíuhreyfinguna.“ „Við höfum heldur ekki útilokað dómstólaleiðina. Þar eru tvær leiðir í boði, annars vegar innan IHF og svo með því að leita til íþróttadómstólsins (e. CAS) í Lausanne. Það er þó gerðardómur og þarf væntanlega samþykki beggja aðila að liggja fyrir svo að dómstóllinn taki málið fyrir. Ég er ekki viss um að IHF samþykki það.“ HSÍ hefur einnig óskað eftir því að EHF beiti sér í málinu en engin viðbrögð hafa fengist við því. „Formaður og varaformaður EHF eru báðir í ráðinu sem tekur ákvörðunina. Ef þeir ættu að beita sér gegn IHF þyrftu þeir að endurskoða sína ákvörðun,“ segir Guðmundur. Hann segir að eina handknattleikssambandið sem hafi sýnt málinu áhuga sé það norska. „Þeir eru þeir einu sem vilja kynna sér málið af einhverri alvöru. Það er þó spurning hvort að við köllum eftir stuðningi annarra landa til að EHF beiti sér í málinu.“ Guðmundur segir ákvörðun um að fara dómstólaleiðina þurfi væntanlega að taka innan tveggja mánaða.
Handbolti Tengdar fréttir Íþróttaljós: Reglugerðin sem enginn vissi af Alþjóðahandknattleikssambandið breytti reglunum um hvaða þjóð kæmi til vara ef einhver skyldi ekki fá keppnisleyfi, en lét engan vita. Framkvæmdastjóri evrópska sambandsins lætur ritarann svara spurningum fyrir sig. 10. júlí 2014 06:30 Hvorki heyrst frá IHF né EHF Þrátt fyrir að HSÍ hefði krafist svara fyrir miðnætti hafa engin svör borist frá IHF né EHF varðandi kröfu Íslands um að IHF dragi til baka ákvörðun sína um að úthluta Þýskalandi lausu sæti á Heimsmeistaramótinu í Katar 17. júlí 2014 23:15 Ísland ekki á HM þó svo Ástralía hafi hætt við Þýskaland mun óvænt taka þátt á HM í Katar eftir að Ástralía dró sig úr keppni. Ísland tekur ekki sætið þó svo Ísland sé fyrsta varaþjóð frá Evrópu. 8. júlí 2014 16:15 Laug EHF að handboltaforystu Íslands? Framkvæmdastjórn Alþjóðahandknattleikssambandsins leggur til breytingar í þröngum fimm manna hring sem nánast undantekningalaust eru samþykktar. Aum svör Evrópska handknattleikssambandsins til HSÍ. 11. júlí 2014 06:30 Formaður HSÍ: Vitum ekki um neinar reglubreytingar Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, segir að ákvörðun IHF um að hleypa Þýskalandi á HM hafi komið sér á óvart. 9. júlí 2014 18:45 Svona var reglunum breytt hjá IHF Varaforseti Handknattleikssambands Evrópu sat fundinn mikilvæga þar sem Þýskalandi var hleypt inn á HM í handbolta. 12. júlí 2014 09:11 Landsliðsþjálfari Ástralíu brjálaður Landsliðsþjálfari Ástrala í handbolta, Daninn Jan Ottosen, vandar forystu alþjóða handknattleikssambandsins, IHF, ekki kveðjurnar. 10. júlí 2014 15:30 Formaður HSÍ: Fengum ekki fullnægjandi svör Evrópska handknattleikssambandið bendir á Alþjóðasambandið og svarar engu. 10. júlí 2014 10:30 Kretzschmar um IHF-farsann: Snýst bara um peninga Stefan Kretzschmar, fyrrum landsliðsmaður Þýskalands, segist vera með blendnar tilfinningar gagnvart þátttöku Þýskalands á HM í Katar. 16. júlí 2014 09:15 Útilokum engar dómstólaleiðir Formaður HSÍ furðar sig á því að hægt sé að breyta reglum eftir að keppni er hafin. 14. júlí 2014 12:00 Aron: Ekkert réttlæti - þetta snýst bara um peninga Landsliðsþjálfarinn brjálaður vegna ákvörðunar IHF að senda Þýskaland á HM. 11. júlí 2014 11:00 Ísland á að fara dómstólaleiðina Ritstjóri þýska vikuritsins Handball Woche telur að handboltaforystan á Íslandi eigi að fara með ákvörðun IHF að hleypa Þýskalandi á HM í Katar fyrir dómstóla. 12. júlí 2014 08:00 HSÍ krefst þess að Ísland fái sæti á HM 2015 Handknattleikssamband Íslands hefur krafist þess að Alþjóðahandknattleikssambandið dragi til baka ákvörðun sína að úthluta Þýskalandi lausu sæti á HM í Katar 2015 og úthluti íslenska liðinu sætið líkt og evrópska handknattleikssambandið hafði lofað. 16. júlí 2014 18:15 Ástralía gefur lítið fyrir skýringar IHF Krefst þess að fá sæti sitt aftur á HM í Katar og segir HSÍ berjast fyrir sæti sem er með réttu í eigu Ástralíu. 18. júlí 2014 08:32 EHF: Vissum ekki af þessu fyrr en eftir fundinn í gær Evrópska handknattleikssambandið mun skoða ákvörðun Alþjóðasambandsins nánar. 9. júlí 2014 09:48 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Fleiri fréttir Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir bestur í annað sinn Gísli Þorgeir og Ómar Ingi Evrópumeistarar Nantes vann bronsið sem Barcelona nennti ekki Hetjuleg harka hjá Ómari og Gísla fleytti Magdeburg í úrslit Misstu sinn besta mann en fóru létt með undanúrslitaleikinn Sonurinn smitaði Aron af handa-, fóta- og munnsjúkdómi Landsmeistari í sextánda sinn á ferlinum Sjá meira
Íþróttaljós: Reglugerðin sem enginn vissi af Alþjóðahandknattleikssambandið breytti reglunum um hvaða þjóð kæmi til vara ef einhver skyldi ekki fá keppnisleyfi, en lét engan vita. Framkvæmdastjóri evrópska sambandsins lætur ritarann svara spurningum fyrir sig. 10. júlí 2014 06:30
Hvorki heyrst frá IHF né EHF Þrátt fyrir að HSÍ hefði krafist svara fyrir miðnætti hafa engin svör borist frá IHF né EHF varðandi kröfu Íslands um að IHF dragi til baka ákvörðun sína um að úthluta Þýskalandi lausu sæti á Heimsmeistaramótinu í Katar 17. júlí 2014 23:15
Ísland ekki á HM þó svo Ástralía hafi hætt við Þýskaland mun óvænt taka þátt á HM í Katar eftir að Ástralía dró sig úr keppni. Ísland tekur ekki sætið þó svo Ísland sé fyrsta varaþjóð frá Evrópu. 8. júlí 2014 16:15
Laug EHF að handboltaforystu Íslands? Framkvæmdastjórn Alþjóðahandknattleikssambandsins leggur til breytingar í þröngum fimm manna hring sem nánast undantekningalaust eru samþykktar. Aum svör Evrópska handknattleikssambandsins til HSÍ. 11. júlí 2014 06:30
Formaður HSÍ: Vitum ekki um neinar reglubreytingar Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, segir að ákvörðun IHF um að hleypa Þýskalandi á HM hafi komið sér á óvart. 9. júlí 2014 18:45
Svona var reglunum breytt hjá IHF Varaforseti Handknattleikssambands Evrópu sat fundinn mikilvæga þar sem Þýskalandi var hleypt inn á HM í handbolta. 12. júlí 2014 09:11
Landsliðsþjálfari Ástralíu brjálaður Landsliðsþjálfari Ástrala í handbolta, Daninn Jan Ottosen, vandar forystu alþjóða handknattleikssambandsins, IHF, ekki kveðjurnar. 10. júlí 2014 15:30
Formaður HSÍ: Fengum ekki fullnægjandi svör Evrópska handknattleikssambandið bendir á Alþjóðasambandið og svarar engu. 10. júlí 2014 10:30
Kretzschmar um IHF-farsann: Snýst bara um peninga Stefan Kretzschmar, fyrrum landsliðsmaður Þýskalands, segist vera með blendnar tilfinningar gagnvart þátttöku Þýskalands á HM í Katar. 16. júlí 2014 09:15
Útilokum engar dómstólaleiðir Formaður HSÍ furðar sig á því að hægt sé að breyta reglum eftir að keppni er hafin. 14. júlí 2014 12:00
Aron: Ekkert réttlæti - þetta snýst bara um peninga Landsliðsþjálfarinn brjálaður vegna ákvörðunar IHF að senda Þýskaland á HM. 11. júlí 2014 11:00
Ísland á að fara dómstólaleiðina Ritstjóri þýska vikuritsins Handball Woche telur að handboltaforystan á Íslandi eigi að fara með ákvörðun IHF að hleypa Þýskalandi á HM í Katar fyrir dómstóla. 12. júlí 2014 08:00
HSÍ krefst þess að Ísland fái sæti á HM 2015 Handknattleikssamband Íslands hefur krafist þess að Alþjóðahandknattleikssambandið dragi til baka ákvörðun sína að úthluta Þýskalandi lausu sæti á HM í Katar 2015 og úthluti íslenska liðinu sætið líkt og evrópska handknattleikssambandið hafði lofað. 16. júlí 2014 18:15
Ástralía gefur lítið fyrir skýringar IHF Krefst þess að fá sæti sitt aftur á HM í Katar og segir HSÍ berjast fyrir sæti sem er með réttu í eigu Ástralíu. 18. júlí 2014 08:32
EHF: Vissum ekki af þessu fyrr en eftir fundinn í gær Evrópska handknattleikssambandið mun skoða ákvörðun Alþjóðasambandsins nánar. 9. júlí 2014 09:48