Rafmynt er ekki ólögleg á Íslandi Hilmar Jónsson skrifar 22. júlí 2014 15:33 Hvort kemur á undan, hænan eða hænsnabúrið? Rafmynt (e. Cryptocurrency) hefur verið mikið í umræðunni hjá löggjafarvaldinu í heiminum upp á síðkastið. Umræðan hefur snúist um hvort og hvernig eigi að búa til lög um rafmyntina og hvort einhver lög sem séu nú þegar til staðar gildi um hana.Nýtt fyrirbæri Greinarhöfundur álítur rafmyntina vera nýtt fyrirbæri sem þurfi að laga lögin að. Ef upp kæmi dómsmál um rafmynt á Íslandi og dæmt væri eftir núverandi kerfi gæti tekið langan tíma að laga fordæmi sem það myndi gefa. Þannig gæti rafmynt orðið gjörsamlega ónothæf þangað til heildarlög koma á Íslandi.Seðlabanki Íslands segir bíddu Í yfirlýsingu sem Seðlabanki Íslands sendi frá sér um rafmynt er tekið fram að verið sé að vinna að lausn á lagalegri óvissu á vettvangi ESB. Sú lausn myndi felast í breytingum á samevrópsku regluverki. Þetta þýðir það að rafmynt fengi sennilega sömu stöðu hér og í ESB. Seðlabanki Íslands er þannig búinn að gefa út að hann ætli ekki að eiga frumkvæði að því að búa til reglur um rafmynt á Íslandi.Ekkert ólöglegt við rafmynt Yfirlýsingar Seðlabankans vara við viðskiptum með rafmynt vegna gengisáhættu og skorti á lagalegri vernd neytenda. Á Íslandi er hins vegar löglegt að kaupa, selja og gefa rafmynt að vild en gjaldeyrishöftin takmarka flutning á eignum á milli landa og þannig viðskipti með rafmynt á milli landa. Þannig má í dag versla með rafmynt innan landssteinanna og nota sem greiðslumiðil að vild.Íslensk sprotafyrirtæki í vanda Nokkur íslensk frumkvöðlafyrirtæki vinna með rafmynt. Í sumum tilvikum bindur lagalega óvissan þessi fyrirtæki. Einhver þeirra hafa íhugað að skrá sig erlendis en eitt þeirra er nú þegar farið. Rafmyntin er ný tækni og vinna með hana á heima í sprotafyrirtækjum sem geta aðlagað sig hratt að kerfi sem er í stöðugri þróun. Rafmyntin hefur marga kosti umfram hefðbundna gjaldmiðla og það er hugsanlegt að bitcoin, sem er mest notaða rafmyntin, sé gjaldmiðill framtíðarinnar. Þannig er nauðsynlegt að fyrirtæki fái frelsi til að vinna með hana strax og prófa sig áfram.Dell, Newegg og Overstock taka öll við bitcoin Bitcoin er kominn á annað stig erlendis. Stórfyrirtæki eru byrjuð að taka við greiðslum í bitcoin en þau gefa jafnvel afslætti gegn því að greiða með rafmynt. Ísland situr eftir því umræðan hér hefur verið neikvæðari en annars staðar sem hefur latt marga til að stofna fyrirtæki hér.Hænsnabúrið er ekki komið Við erum heppin að búa á Íslandi. Við lifum í samfélagi þar sem allt sem er ekki bannað er leyft. Það var skotið af byssu á Íslandi áður en það var til bókstafur í lögum um það. Bíllinn var fluttur til landsins áður en umferðareglurnar komu og menn byrjuðu að hjóla áður en hjálmurinn varð að skyldu. Á sama hátt er rafmyntin notuð í dag á meðan við bíðum eftir reglum. Við ættum bara að muna að í þessu umhverfi er mikilvægt að vanda sig og taka upp góðar venjur til að hvetja til heilbrigðrar lagasetningar í framtíðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rafmyntir Mest lesið Halldór 03.05.2025 Halldór Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Hvort kemur á undan, hænan eða hænsnabúrið? Rafmynt (e. Cryptocurrency) hefur verið mikið í umræðunni hjá löggjafarvaldinu í heiminum upp á síðkastið. Umræðan hefur snúist um hvort og hvernig eigi að búa til lög um rafmyntina og hvort einhver lög sem séu nú þegar til staðar gildi um hana.Nýtt fyrirbæri Greinarhöfundur álítur rafmyntina vera nýtt fyrirbæri sem þurfi að laga lögin að. Ef upp kæmi dómsmál um rafmynt á Íslandi og dæmt væri eftir núverandi kerfi gæti tekið langan tíma að laga fordæmi sem það myndi gefa. Þannig gæti rafmynt orðið gjörsamlega ónothæf þangað til heildarlög koma á Íslandi.Seðlabanki Íslands segir bíddu Í yfirlýsingu sem Seðlabanki Íslands sendi frá sér um rafmynt er tekið fram að verið sé að vinna að lausn á lagalegri óvissu á vettvangi ESB. Sú lausn myndi felast í breytingum á samevrópsku regluverki. Þetta þýðir það að rafmynt fengi sennilega sömu stöðu hér og í ESB. Seðlabanki Íslands er þannig búinn að gefa út að hann ætli ekki að eiga frumkvæði að því að búa til reglur um rafmynt á Íslandi.Ekkert ólöglegt við rafmynt Yfirlýsingar Seðlabankans vara við viðskiptum með rafmynt vegna gengisáhættu og skorti á lagalegri vernd neytenda. Á Íslandi er hins vegar löglegt að kaupa, selja og gefa rafmynt að vild en gjaldeyrishöftin takmarka flutning á eignum á milli landa og þannig viðskipti með rafmynt á milli landa. Þannig má í dag versla með rafmynt innan landssteinanna og nota sem greiðslumiðil að vild.Íslensk sprotafyrirtæki í vanda Nokkur íslensk frumkvöðlafyrirtæki vinna með rafmynt. Í sumum tilvikum bindur lagalega óvissan þessi fyrirtæki. Einhver þeirra hafa íhugað að skrá sig erlendis en eitt þeirra er nú þegar farið. Rafmyntin er ný tækni og vinna með hana á heima í sprotafyrirtækjum sem geta aðlagað sig hratt að kerfi sem er í stöðugri þróun. Rafmyntin hefur marga kosti umfram hefðbundna gjaldmiðla og það er hugsanlegt að bitcoin, sem er mest notaða rafmyntin, sé gjaldmiðill framtíðarinnar. Þannig er nauðsynlegt að fyrirtæki fái frelsi til að vinna með hana strax og prófa sig áfram.Dell, Newegg og Overstock taka öll við bitcoin Bitcoin er kominn á annað stig erlendis. Stórfyrirtæki eru byrjuð að taka við greiðslum í bitcoin en þau gefa jafnvel afslætti gegn því að greiða með rafmynt. Ísland situr eftir því umræðan hér hefur verið neikvæðari en annars staðar sem hefur latt marga til að stofna fyrirtæki hér.Hænsnabúrið er ekki komið Við erum heppin að búa á Íslandi. Við lifum í samfélagi þar sem allt sem er ekki bannað er leyft. Það var skotið af byssu á Íslandi áður en það var til bókstafur í lögum um það. Bíllinn var fluttur til landsins áður en umferðareglurnar komu og menn byrjuðu að hjóla áður en hjálmurinn varð að skyldu. Á sama hátt er rafmyntin notuð í dag á meðan við bíðum eftir reglum. Við ættum bara að muna að í þessu umhverfi er mikilvægt að vanda sig og taka upp góðar venjur til að hvetja til heilbrigðrar lagasetningar í framtíðinni.
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun