Hamilton fljótastur á æfingum í Ungverjalandi Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 25. júlí 2014 22:45 Hamilton geysist um brautina á æfingu í dag. Vísir/Getty Æfingar fóru fram í dag fyrir ungverska Formúlu 1 kappaksturinn sem fram fer um helgina. Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á báðum æfingum dagsins. Liðsfélagi Hamilton og efsti maðurinn í heimsmeistarakeppni ökuþóra, Nico Rosberg var þó aldrei langt undan. Rosberg varð annar á báðum æfingum. Hamilton þykir afar líklegur til árangurs um helgina, enda kann hann vel við sig á brautinni í Búdapest. Hann hefur unnið keppnina fjórum sinnum. Á fyrri æfingunni náðu Ferrari menn fjórða og fimmta hraðasta tíma. Æfingin gekk að mestu leyti vel fyrir sig. Sebastian Vettel á Red Bull varð fimmti og kvartaði sáran undan litlu gripi. Það kviknaði í Marussia bíl Max Chilton þegar olía lak á púströrið. Viðgerðin tók ekki lengri tíma en það að hann gat farið út undir lok æfingarinnar. Á seinni æfingunni náði Vettel að setja þriðja besta tímann. Fernando Alonso á Ferrari varð aftur fjórði en liðsfélagi hans Kimi Raikkonen varð sjötti.Daniel Ricciardo á Red Bull glímdi við gripleysi rétt eins og Vettel á fyrri æfingunni. Ricciardo gerði tilraun til að breyta uppsetningu bílsins. Hann kom þó aftur inn með sömu skilaboð um að bíllinn væri erfiður í akstri. Afturendinn leitaði mikið út. Red Bull hefur greinilega í nógu að snúast fyrir tímatökuna á morgun. Bein útsending frá henni hefst klukkan 11:50 á Stöð 2 Sport. Útsending frá keppninni sjálfri hefst svo klukkan 11:30 á sunnudag. Formúla Tengdar fréttir Bílskúrinn: Heimamaður vann á Hockenheim Nico Rosberg á Mercedes vann þýska kappaksturinn um helgina. Það var í fyrsta sinn sem þjóðverji vinnur Formúlu 1 keppni í Þýskalandi í þýskum bíl. Hvað eru mörg Þ í því? 21. júlí 2014 23:00 Rosberg á ráspól í Þýskalandi Nico Rosberg á Mercedes náði í ráspól á heimavelli. Valtteri Bottas varð annar á Williams og liðsfélagi hans Felipe Massa varð þriðji. 19. júlí 2014 13:17 Nico Rosberg fyrstur á heimavelli Nico Rosberg á Mercedes kom fyrstur í mark í þýska kappakstrinum. Annar varð Valtteri Bottas á Williams, Lewis Hamilton á Mercedes varð þriðji. 20. júlí 2014 13:36 Mercedes menn fljótastir á föstudagsæfingum Nico Rosberg á Mercedes varð fljóstastur á fyrri æfingu dagsins. Liðsfélagi hans Lewis Hamilton var skammt á eftir honum. Hamilton varð svo flótastur á seinni æfingunni. 18. júlí 2014 22:45 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Æfingar fóru fram í dag fyrir ungverska Formúlu 1 kappaksturinn sem fram fer um helgina. Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á báðum æfingum dagsins. Liðsfélagi Hamilton og efsti maðurinn í heimsmeistarakeppni ökuþóra, Nico Rosberg var þó aldrei langt undan. Rosberg varð annar á báðum æfingum. Hamilton þykir afar líklegur til árangurs um helgina, enda kann hann vel við sig á brautinni í Búdapest. Hann hefur unnið keppnina fjórum sinnum. Á fyrri æfingunni náðu Ferrari menn fjórða og fimmta hraðasta tíma. Æfingin gekk að mestu leyti vel fyrir sig. Sebastian Vettel á Red Bull varð fimmti og kvartaði sáran undan litlu gripi. Það kviknaði í Marussia bíl Max Chilton þegar olía lak á púströrið. Viðgerðin tók ekki lengri tíma en það að hann gat farið út undir lok æfingarinnar. Á seinni æfingunni náði Vettel að setja þriðja besta tímann. Fernando Alonso á Ferrari varð aftur fjórði en liðsfélagi hans Kimi Raikkonen varð sjötti.Daniel Ricciardo á Red Bull glímdi við gripleysi rétt eins og Vettel á fyrri æfingunni. Ricciardo gerði tilraun til að breyta uppsetningu bílsins. Hann kom þó aftur inn með sömu skilaboð um að bíllinn væri erfiður í akstri. Afturendinn leitaði mikið út. Red Bull hefur greinilega í nógu að snúast fyrir tímatökuna á morgun. Bein útsending frá henni hefst klukkan 11:50 á Stöð 2 Sport. Útsending frá keppninni sjálfri hefst svo klukkan 11:30 á sunnudag.
Formúla Tengdar fréttir Bílskúrinn: Heimamaður vann á Hockenheim Nico Rosberg á Mercedes vann þýska kappaksturinn um helgina. Það var í fyrsta sinn sem þjóðverji vinnur Formúlu 1 keppni í Þýskalandi í þýskum bíl. Hvað eru mörg Þ í því? 21. júlí 2014 23:00 Rosberg á ráspól í Þýskalandi Nico Rosberg á Mercedes náði í ráspól á heimavelli. Valtteri Bottas varð annar á Williams og liðsfélagi hans Felipe Massa varð þriðji. 19. júlí 2014 13:17 Nico Rosberg fyrstur á heimavelli Nico Rosberg á Mercedes kom fyrstur í mark í þýska kappakstrinum. Annar varð Valtteri Bottas á Williams, Lewis Hamilton á Mercedes varð þriðji. 20. júlí 2014 13:36 Mercedes menn fljótastir á föstudagsæfingum Nico Rosberg á Mercedes varð fljóstastur á fyrri æfingu dagsins. Liðsfélagi hans Lewis Hamilton var skammt á eftir honum. Hamilton varð svo flótastur á seinni æfingunni. 18. júlí 2014 22:45 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Bílskúrinn: Heimamaður vann á Hockenheim Nico Rosberg á Mercedes vann þýska kappaksturinn um helgina. Það var í fyrsta sinn sem þjóðverji vinnur Formúlu 1 keppni í Þýskalandi í þýskum bíl. Hvað eru mörg Þ í því? 21. júlí 2014 23:00
Rosberg á ráspól í Þýskalandi Nico Rosberg á Mercedes náði í ráspól á heimavelli. Valtteri Bottas varð annar á Williams og liðsfélagi hans Felipe Massa varð þriðji. 19. júlí 2014 13:17
Nico Rosberg fyrstur á heimavelli Nico Rosberg á Mercedes kom fyrstur í mark í þýska kappakstrinum. Annar varð Valtteri Bottas á Williams, Lewis Hamilton á Mercedes varð þriðji. 20. júlí 2014 13:36
Mercedes menn fljótastir á föstudagsæfingum Nico Rosberg á Mercedes varð fljóstastur á fyrri æfingu dagsins. Liðsfélagi hans Lewis Hamilton var skammt á eftir honum. Hamilton varð svo flótastur á seinni æfingunni. 18. júlí 2014 22:45