Körfubolti

Sterling neitar að selja Clippers

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Donald Sterling.
Donald Sterling. Vísir/Getty
Donald Sterling, fráfarandi eigandi Los Angeles Clippers, tilkynnti fyrir framan dómstólum í gær að hann myndi aldrei selja félagið.

Sterling náðist á upptöku níða hörundsdökkt fólk í samræðum við kærustu sína í vor og vakti atvikið strax mikla athygli. Sterling vildi að kærastan sín hætti að birta myndir af sér með svörtum mönnum og sérstaklega hætta að bjóða þeim eða koma með þá á leiki liðsins.

Eigendur liða í deildinni samþykktu að standa saman í því að þvinga Sterling til þess að selja félagið og samþykkti Sterling stuttu síðar að fyrrverandi kona sín, Shelly Sterling, myndi sjá um söluna á félaginu. Shelly samþykkti tilboð Steve Ballmer í félagið upp á tvo milljarða dollara en Donald neitar að samþykkja tilboðið sem eigandi félagsins.

Annar tónn var í Sterling í dómssalnum í gær og bölvaði hann fyrrverandi eiginkonu sinni.

„Ég treysti þessu svíni en hún sveik mig. Ég hélt að eiginkonur ættu ekki að svíkja eiginmenn sína. Ég mun aldrei selja félagið og ef deildin þvingar fram söluna mun ég kæra söluna allt þar til ég dey. Hún hefur engin réttindi til þess að selja félagið,“ sagði Donald Sterling.

NBA

Tengdar fréttir

LeBron vill losna við alla Sterling-fjölskylduna

Eiginkona rasistans Donald Sterling, eiganda LA Clippers, ætlar að berjast fyrir því að halda félaginu en besti leikmaður deildarinnar, LeBron James, er ekki hrifinn af því.

Magic vill kaupa LA Clippers

Magic Johnson er á meðal þeirra sem varð í eldlínunni í kynþáttaníðsmáli eiganda LA Clippers, Donald Sterling.

Sterling íhugar að kæra NBA

Bandarískir fjölmiðlar greina frá því í kvöld að Donald Sterling, eigandi LA Clippers, ætli sér að berjast gegn refsiaðgerðum NBA-deildarinnar með kjafti og klóm.

Magic Johnson: Sterling heldur að hann sé uppi á steinöld

NBA-goðsögnin Earvin "Magic" Johnson tjáði sig í gær um gagnrýni Donald Sterling, eiganda LA Clippers á sig og Magic er ekki sáttur við að Sterling sé alltaf að blanda sér í umræðuna um Sterling og rassista ummæli hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×