Körfubolti

Sterling verður neyddur til þess að selja Clippers

Stuðningsmenn Clippers vilja ekki sjá Sterling aftur.
Stuðningsmenn Clippers vilja ekki sjá Sterling aftur.
Eigendur liða í NBA-deildinni hafa samþykkt að standa saman í því að þvinga Donald Sterling til þess að selja LA Clippers.

Sterling er þekktur rasisti og var í síðustu viku bannaður fyrir lífstíð frá NBA-deildinni.

Þó svo Sterling verði neyddur til þess að selja má ekki búast við því að hann gefist upp svo auðveldlega upp.

Hann hefur gaman af góðum slagsmálum, er sjálfur lögfræðingur og hans mál eru allt eins líkleg til þess að vera lengi í dómssölum.

Frá því hann var settur í bann hefur fjöldi manna stigið fram og lýst yfir áhuga á því að kaipa félagið.

Má þar nefna Oprah Winfrey, Magic Johnson, Floyd Mayweather, Oscar de la Hoya og Frankie Muniz.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×