Stöðvum ofbeldið-vangaveltur frá Vesturbakkanum Silja Pálmadóttir skrifar 14. júlí 2014 10:20 Það er morgun í Palestínu og sólin er rétt að skríða upp á himininn. Það kemur nefninlega líka nýr dagur á Vesturbakkanum. Ég vaknaði um fimmleitið við hlátrasköll ísraelskum hermönnunum sem dvelja fyrir utan gluggan minn í þeim hluta borgarinnar Hebron sem er undir stjórn ísraelska hersins. Þögnin sem fylgir morgninum er þó nokkuð kærkomin í þessari borg sem iðar af lífi, að minnsta kosti í þeim hluta borgarinnar sem ekki hefur verið lokaður fyrir Palestínumönnum í fjórtán ár.Í gær átti ég að fara í flug heim til Íslands. Síðustu vikur í Palestínu hafa vakið djúpstæða réttláta reiði enda er sá verknaður sem hefur átt sér stað af hálfu ísraelska hersins bæði á Vesturbakkanum og síðar á Gaza fullkomnlega óréttlætanlegur og gjörsamlega viðurstyggilegur í þokkabót. Kerfisbundið ofbeldi af hálfu hersins hefur aukist til muna og hápunkti síðustu vikna hefur verið náð með bláköldu morði á 167 Palestínumönnum á Gaza. Tölurnar fara hækkandi og þar af er fjöldi barna hafa glatað framtíð sinni með einni sprengingu. 52% af íbúafjölda Gaza svæðisins eru börn og virðist Netanijahu ekki ætla láta það standa í vegi fyrir því að sprengja Gaza svæðið hægt og rólega í loft upp. Bita fyrir bita. Stór hluti þessara barna eru arfleifð flóttamanna frá svæðum þar sem Ísrael stendur nú. Þau morð og það ofbeldi sem á sér stað í Palestínu, bæði á Vesturbakkanum og á Gaza er form kerfisbundinnar hreinsunar þar sem eitt hervald, með yfirgnæfandi yfirráð reynir að hreinsa burt þjóð fólks með öllum mögulegum ráðum. Þetta hefur viðgengist í áratugi og virðist ofbeldinu aldrei ætla að linna. Palestínumönnum, sem hernuminni þjóð er raðað upp á móti ísraelska hernum sem jafnvígri fylkingu. Frá hvarfi þriggja ísraelskra unglinga sem búsettir voru í landtökubyggðum á Vesturbakkanum hefur allri palestínsku þjóðinni kerfisbundið verið refsað með öllum mögulegum leiðum þrátt fyrir að engar sannanir fyrir því hvar sökin á morði þessara þriggja pilta liggur. Ísraelski herinn áreitti fólk á götum úti vikum saman, réðst á palestísk heimili og handtók yfir fjögurhundruð pólitíska fanga. Palestínskur unglingur frá Austur Jerúsalem var brenndur lifandi af ísraelum og hafa tólf Palestínumenn á Vesturbakkanum verið myrtir frá hvarfi ísraelsku unglinganna þar af eitt barn. Bita fyrir bita hefur palestínska þjóðin tapað landi sínu, börnum og frelsi. Hægt og rólega heldur ofbeldið áfram og heimurinn virðist ætla að raða upp steinakasti ungra drengja sem lifa undir hernámi og stöðurgri kúgun jafnvígt ísraelska hernum. Það er kominn tími til að ekkert líf verði metið sem tala á blaði og að líf Palestínumanna verði metin til jafns við önnur líf. Tilveruréttur þeirra, eignarréttur og framtíð er ekki snefil minna virði en annarra. Það er líkt og heimurinn rumski einungis af værum blundi þegar hundruðir manna og barna eru sprengdir í loft upp í stærsta fangelsi í heiminum, Gaza. Palestínumenn hafa kallað eftir athygli heimsins í áratugi. Ákallið er eftir friði frá stöðugri kúgun af hálfu ísraelska hersins og ísraelsks landtökufólks, rétti fyrir tilveru, framtíð fyrir palestínsk börn og réttlæti. Nú hljómar síðasta ákall þeirra eftir aðstoð og það má ekki viðgangast að heimurinn loki augunum fyrir þeim fjöldamorðum sem eiga sér stað í augnablikinu. En það má samt sem áður ekki heldur viðgangast að Palestínumenn og sú kerfisbundna útrýming sem á sér stað þar gleymist, um leið og síðustu fréttir um sprengingar á Gaza óma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gasa Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Það er morgun í Palestínu og sólin er rétt að skríða upp á himininn. Það kemur nefninlega líka nýr dagur á Vesturbakkanum. Ég vaknaði um fimmleitið við hlátrasköll ísraelskum hermönnunum sem dvelja fyrir utan gluggan minn í þeim hluta borgarinnar Hebron sem er undir stjórn ísraelska hersins. Þögnin sem fylgir morgninum er þó nokkuð kærkomin í þessari borg sem iðar af lífi, að minnsta kosti í þeim hluta borgarinnar sem ekki hefur verið lokaður fyrir Palestínumönnum í fjórtán ár.Í gær átti ég að fara í flug heim til Íslands. Síðustu vikur í Palestínu hafa vakið djúpstæða réttláta reiði enda er sá verknaður sem hefur átt sér stað af hálfu ísraelska hersins bæði á Vesturbakkanum og síðar á Gaza fullkomnlega óréttlætanlegur og gjörsamlega viðurstyggilegur í þokkabót. Kerfisbundið ofbeldi af hálfu hersins hefur aukist til muna og hápunkti síðustu vikna hefur verið náð með bláköldu morði á 167 Palestínumönnum á Gaza. Tölurnar fara hækkandi og þar af er fjöldi barna hafa glatað framtíð sinni með einni sprengingu. 52% af íbúafjölda Gaza svæðisins eru börn og virðist Netanijahu ekki ætla láta það standa í vegi fyrir því að sprengja Gaza svæðið hægt og rólega í loft upp. Bita fyrir bita. Stór hluti þessara barna eru arfleifð flóttamanna frá svæðum þar sem Ísrael stendur nú. Þau morð og það ofbeldi sem á sér stað í Palestínu, bæði á Vesturbakkanum og á Gaza er form kerfisbundinnar hreinsunar þar sem eitt hervald, með yfirgnæfandi yfirráð reynir að hreinsa burt þjóð fólks með öllum mögulegum ráðum. Þetta hefur viðgengist í áratugi og virðist ofbeldinu aldrei ætla að linna. Palestínumönnum, sem hernuminni þjóð er raðað upp á móti ísraelska hernum sem jafnvígri fylkingu. Frá hvarfi þriggja ísraelskra unglinga sem búsettir voru í landtökubyggðum á Vesturbakkanum hefur allri palestínsku þjóðinni kerfisbundið verið refsað með öllum mögulegum leiðum þrátt fyrir að engar sannanir fyrir því hvar sökin á morði þessara þriggja pilta liggur. Ísraelski herinn áreitti fólk á götum úti vikum saman, réðst á palestísk heimili og handtók yfir fjögurhundruð pólitíska fanga. Palestínskur unglingur frá Austur Jerúsalem var brenndur lifandi af ísraelum og hafa tólf Palestínumenn á Vesturbakkanum verið myrtir frá hvarfi ísraelsku unglinganna þar af eitt barn. Bita fyrir bita hefur palestínska þjóðin tapað landi sínu, börnum og frelsi. Hægt og rólega heldur ofbeldið áfram og heimurinn virðist ætla að raða upp steinakasti ungra drengja sem lifa undir hernámi og stöðurgri kúgun jafnvígt ísraelska hernum. Það er kominn tími til að ekkert líf verði metið sem tala á blaði og að líf Palestínumanna verði metin til jafns við önnur líf. Tilveruréttur þeirra, eignarréttur og framtíð er ekki snefil minna virði en annarra. Það er líkt og heimurinn rumski einungis af værum blundi þegar hundruðir manna og barna eru sprengdir í loft upp í stærsta fangelsi í heiminum, Gaza. Palestínumenn hafa kallað eftir athygli heimsins í áratugi. Ákallið er eftir friði frá stöðugri kúgun af hálfu ísraelska hersins og ísraelsks landtökufólks, rétti fyrir tilveru, framtíð fyrir palestínsk börn og réttlæti. Nú hljómar síðasta ákall þeirra eftir aðstoð og það má ekki viðgangast að heimurinn loki augunum fyrir þeim fjöldamorðum sem eiga sér stað í augnablikinu. En það má samt sem áður ekki heldur viðgangast að Palestínumenn og sú kerfisbundna útrýming sem á sér stað þar gleymist, um leið og síðustu fréttir um sprengingar á Gaza óma.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun