Stöðvum ofbeldið-vangaveltur frá Vesturbakkanum Silja Pálmadóttir skrifar 14. júlí 2014 10:20 Það er morgun í Palestínu og sólin er rétt að skríða upp á himininn. Það kemur nefninlega líka nýr dagur á Vesturbakkanum. Ég vaknaði um fimmleitið við hlátrasköll ísraelskum hermönnunum sem dvelja fyrir utan gluggan minn í þeim hluta borgarinnar Hebron sem er undir stjórn ísraelska hersins. Þögnin sem fylgir morgninum er þó nokkuð kærkomin í þessari borg sem iðar af lífi, að minnsta kosti í þeim hluta borgarinnar sem ekki hefur verið lokaður fyrir Palestínumönnum í fjórtán ár.Í gær átti ég að fara í flug heim til Íslands. Síðustu vikur í Palestínu hafa vakið djúpstæða réttláta reiði enda er sá verknaður sem hefur átt sér stað af hálfu ísraelska hersins bæði á Vesturbakkanum og síðar á Gaza fullkomnlega óréttlætanlegur og gjörsamlega viðurstyggilegur í þokkabót. Kerfisbundið ofbeldi af hálfu hersins hefur aukist til muna og hápunkti síðustu vikna hefur verið náð með bláköldu morði á 167 Palestínumönnum á Gaza. Tölurnar fara hækkandi og þar af er fjöldi barna hafa glatað framtíð sinni með einni sprengingu. 52% af íbúafjölda Gaza svæðisins eru börn og virðist Netanijahu ekki ætla láta það standa í vegi fyrir því að sprengja Gaza svæðið hægt og rólega í loft upp. Bita fyrir bita. Stór hluti þessara barna eru arfleifð flóttamanna frá svæðum þar sem Ísrael stendur nú. Þau morð og það ofbeldi sem á sér stað í Palestínu, bæði á Vesturbakkanum og á Gaza er form kerfisbundinnar hreinsunar þar sem eitt hervald, með yfirgnæfandi yfirráð reynir að hreinsa burt þjóð fólks með öllum mögulegum ráðum. Þetta hefur viðgengist í áratugi og virðist ofbeldinu aldrei ætla að linna. Palestínumönnum, sem hernuminni þjóð er raðað upp á móti ísraelska hernum sem jafnvígri fylkingu. Frá hvarfi þriggja ísraelskra unglinga sem búsettir voru í landtökubyggðum á Vesturbakkanum hefur allri palestínsku þjóðinni kerfisbundið verið refsað með öllum mögulegum leiðum þrátt fyrir að engar sannanir fyrir því hvar sökin á morði þessara þriggja pilta liggur. Ísraelski herinn áreitti fólk á götum úti vikum saman, réðst á palestísk heimili og handtók yfir fjögurhundruð pólitíska fanga. Palestínskur unglingur frá Austur Jerúsalem var brenndur lifandi af ísraelum og hafa tólf Palestínumenn á Vesturbakkanum verið myrtir frá hvarfi ísraelsku unglinganna þar af eitt barn. Bita fyrir bita hefur palestínska þjóðin tapað landi sínu, börnum og frelsi. Hægt og rólega heldur ofbeldið áfram og heimurinn virðist ætla að raða upp steinakasti ungra drengja sem lifa undir hernámi og stöðurgri kúgun jafnvígt ísraelska hernum. Það er kominn tími til að ekkert líf verði metið sem tala á blaði og að líf Palestínumanna verði metin til jafns við önnur líf. Tilveruréttur þeirra, eignarréttur og framtíð er ekki snefil minna virði en annarra. Það er líkt og heimurinn rumski einungis af værum blundi þegar hundruðir manna og barna eru sprengdir í loft upp í stærsta fangelsi í heiminum, Gaza. Palestínumenn hafa kallað eftir athygli heimsins í áratugi. Ákallið er eftir friði frá stöðugri kúgun af hálfu ísraelska hersins og ísraelsks landtökufólks, rétti fyrir tilveru, framtíð fyrir palestínsk börn og réttlæti. Nú hljómar síðasta ákall þeirra eftir aðstoð og það má ekki viðgangast að heimurinn loki augunum fyrir þeim fjöldamorðum sem eiga sér stað í augnablikinu. En það má samt sem áður ekki heldur viðgangast að Palestínumenn og sú kerfisbundna útrýming sem á sér stað þar gleymist, um leið og síðustu fréttir um sprengingar á Gaza óma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gasa Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Það er morgun í Palestínu og sólin er rétt að skríða upp á himininn. Það kemur nefninlega líka nýr dagur á Vesturbakkanum. Ég vaknaði um fimmleitið við hlátrasköll ísraelskum hermönnunum sem dvelja fyrir utan gluggan minn í þeim hluta borgarinnar Hebron sem er undir stjórn ísraelska hersins. Þögnin sem fylgir morgninum er þó nokkuð kærkomin í þessari borg sem iðar af lífi, að minnsta kosti í þeim hluta borgarinnar sem ekki hefur verið lokaður fyrir Palestínumönnum í fjórtán ár.Í gær átti ég að fara í flug heim til Íslands. Síðustu vikur í Palestínu hafa vakið djúpstæða réttláta reiði enda er sá verknaður sem hefur átt sér stað af hálfu ísraelska hersins bæði á Vesturbakkanum og síðar á Gaza fullkomnlega óréttlætanlegur og gjörsamlega viðurstyggilegur í þokkabót. Kerfisbundið ofbeldi af hálfu hersins hefur aukist til muna og hápunkti síðustu vikna hefur verið náð með bláköldu morði á 167 Palestínumönnum á Gaza. Tölurnar fara hækkandi og þar af er fjöldi barna hafa glatað framtíð sinni með einni sprengingu. 52% af íbúafjölda Gaza svæðisins eru börn og virðist Netanijahu ekki ætla láta það standa í vegi fyrir því að sprengja Gaza svæðið hægt og rólega í loft upp. Bita fyrir bita. Stór hluti þessara barna eru arfleifð flóttamanna frá svæðum þar sem Ísrael stendur nú. Þau morð og það ofbeldi sem á sér stað í Palestínu, bæði á Vesturbakkanum og á Gaza er form kerfisbundinnar hreinsunar þar sem eitt hervald, með yfirgnæfandi yfirráð reynir að hreinsa burt þjóð fólks með öllum mögulegum ráðum. Þetta hefur viðgengist í áratugi og virðist ofbeldinu aldrei ætla að linna. Palestínumönnum, sem hernuminni þjóð er raðað upp á móti ísraelska hernum sem jafnvígri fylkingu. Frá hvarfi þriggja ísraelskra unglinga sem búsettir voru í landtökubyggðum á Vesturbakkanum hefur allri palestínsku þjóðinni kerfisbundið verið refsað með öllum mögulegum leiðum þrátt fyrir að engar sannanir fyrir því hvar sökin á morði þessara þriggja pilta liggur. Ísraelski herinn áreitti fólk á götum úti vikum saman, réðst á palestísk heimili og handtók yfir fjögurhundruð pólitíska fanga. Palestínskur unglingur frá Austur Jerúsalem var brenndur lifandi af ísraelum og hafa tólf Palestínumenn á Vesturbakkanum verið myrtir frá hvarfi ísraelsku unglinganna þar af eitt barn. Bita fyrir bita hefur palestínska þjóðin tapað landi sínu, börnum og frelsi. Hægt og rólega heldur ofbeldið áfram og heimurinn virðist ætla að raða upp steinakasti ungra drengja sem lifa undir hernámi og stöðurgri kúgun jafnvígt ísraelska hernum. Það er kominn tími til að ekkert líf verði metið sem tala á blaði og að líf Palestínumanna verði metin til jafns við önnur líf. Tilveruréttur þeirra, eignarréttur og framtíð er ekki snefil minna virði en annarra. Það er líkt og heimurinn rumski einungis af værum blundi þegar hundruðir manna og barna eru sprengdir í loft upp í stærsta fangelsi í heiminum, Gaza. Palestínumenn hafa kallað eftir athygli heimsins í áratugi. Ákallið er eftir friði frá stöðugri kúgun af hálfu ísraelska hersins og ísraelsks landtökufólks, rétti fyrir tilveru, framtíð fyrir palestínsk börn og réttlæti. Nú hljómar síðasta ákall þeirra eftir aðstoð og það má ekki viðgangast að heimurinn loki augunum fyrir þeim fjöldamorðum sem eiga sér stað í augnablikinu. En það má samt sem áður ekki heldur viðgangast að Palestínumenn og sú kerfisbundna útrýming sem á sér stað þar gleymist, um leið og síðustu fréttir um sprengingar á Gaza óma.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar