Fjölmiðlafyrirtækið N4 á Akureyri er komið í söluferli. Fjárfestingafélagið Tækifæri, sem er að mestu í eigu KEA (36%), Akureyrarkaupstaðar (16,3%) og Lífeyrissjóðsins Stapa (15%), hefur sýnt kaupunum áhuga.
Frá þessu er greint á vef RÚV. Þar segir Steingrímur Birgisson, stjórnarformaður Tækifæris, að búist sé við að formlegar viðræður hefjist á næstu vikum.
Fyrirtækið var stofnað árið 2000. Það rekur bæði N4 Dagskrá Norðurlands og N4 Sjónvarp. Einnig eru þar starfandi hönnunar- og framleiðsludeildir sem framleiða kynningar- og auglýsingaefni og innlent sjónvarpsefni.
N4 á Akureyri til sölu
