Allt útlit fyrir aukna einkaneyslu Jón Hákon Halldórsson skrifar 16. júlí 2014 10:11 Íslendingar hafa meira ráðrúm til að versla nú en áður. vísi/vilhelm Kortavelta einstaklinga jókst um 7,3% að raungildi í júní frá sama mánuði í fyrra samkvæmt tölum Seðlabankans um greiðslumiðlun. Þar af jókst kortavelta innanlands að raungildi um 5,6% en kortavelta erlendis um 20,6%. Greining Íslandsbanka segir að vöxturinn sé á svipuðum nótum og hann var í maí síðastliðnum og bendir allt til þess að vöxtur einkaneyslu muni mælast umtalsverður á 2. fjórðungi ársins. Að jafnaði óx kortavelta einstaklinga um 5,1% að raungildi á 2. Ársfjórðungi frá sama tíma árið áður. Þar af jókst kortavelta innanlands um 3,4% en kortavelta erlendis um 19,0%. Greining Íslandsbanka segir að aðrar vísbendingar um neyslu heimilanna séu á sama veg. Þannig var gríðarleg fjölgun á nýskráningum bifreiða samkvæmt tölum frá Samgöngustofu, en bifreiðakaup eru stór hluti þeirrar einkaneyslu sem ekki er greidd með greiðslukortum. Einnig má nefna að Væntingavísitala Gallup (VVG) tók hressilega við sér í júní sl., og fór upp fyrir 100 stigin og jafnframt í sitt hæsta gildi frá því í febrúar 2008. Sömu sögu má segja af nýjustu ársfjórðungsmælingu stórkaupavísitölu Gallup, sem birt var samhliða VVG í júnímánuði, sem náði einnig sínu hæsta gildi frá september 2008. Þýðir það m.ö.o. að íslenskir neytendur eru líklegri til þess að ráðast í stórkaup nú en þeir hafa verið frá hruni, þ.e. að festa kaup á húsnæði eða bifreið á næstu 6 mánuðum, eða ferðast til útlanda á næstu 12 mánuðum. Í þessu sambandi má nefna að tölur Ferðamálastofu hafa sýnt mikla fjölgun í utanlandsferðum, og í raun höfðu ekki jafn margir Íslendingar haldið erlendis í einum mánuði og í júní síðastliðnum síðan fyrir hrun. „Sé tekið mið af fyrri helming ársins þá hefur kortavelta einstaklinga aukist um 5,3% að raunvirði frá sama tímabili í fyrra. Við teljum líkt og aðrir að einkaneyslan muni vega mun þyngra í hagvexti þetta árið en hún gerði í fyrra þegar utanríkisviðskipti, þá sér í lagi gríðarlegur vöxtur ferðaþjónustunnar, drógu hagvaxtarvagninn að langmestu leyti. Ríma því tölur fyrir þróunina það sem af er ári ágætlega við spá okkar um 4,2% einkaneysluvöxt á árinu í heild, en þar gerðum ráð fyrir að eitthvað myndi hægja á vexti einkaneyslunnar eftir því sem liði á árið,“ segir í Morgunkorni Íslandsbanka. Mest lesið Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Fleiri fréttir Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Sjá meira
Kortavelta einstaklinga jókst um 7,3% að raungildi í júní frá sama mánuði í fyrra samkvæmt tölum Seðlabankans um greiðslumiðlun. Þar af jókst kortavelta innanlands að raungildi um 5,6% en kortavelta erlendis um 20,6%. Greining Íslandsbanka segir að vöxturinn sé á svipuðum nótum og hann var í maí síðastliðnum og bendir allt til þess að vöxtur einkaneyslu muni mælast umtalsverður á 2. fjórðungi ársins. Að jafnaði óx kortavelta einstaklinga um 5,1% að raungildi á 2. Ársfjórðungi frá sama tíma árið áður. Þar af jókst kortavelta innanlands um 3,4% en kortavelta erlendis um 19,0%. Greining Íslandsbanka segir að aðrar vísbendingar um neyslu heimilanna séu á sama veg. Þannig var gríðarleg fjölgun á nýskráningum bifreiða samkvæmt tölum frá Samgöngustofu, en bifreiðakaup eru stór hluti þeirrar einkaneyslu sem ekki er greidd með greiðslukortum. Einnig má nefna að Væntingavísitala Gallup (VVG) tók hressilega við sér í júní sl., og fór upp fyrir 100 stigin og jafnframt í sitt hæsta gildi frá því í febrúar 2008. Sömu sögu má segja af nýjustu ársfjórðungsmælingu stórkaupavísitölu Gallup, sem birt var samhliða VVG í júnímánuði, sem náði einnig sínu hæsta gildi frá september 2008. Þýðir það m.ö.o. að íslenskir neytendur eru líklegri til þess að ráðast í stórkaup nú en þeir hafa verið frá hruni, þ.e. að festa kaup á húsnæði eða bifreið á næstu 6 mánuðum, eða ferðast til útlanda á næstu 12 mánuðum. Í þessu sambandi má nefna að tölur Ferðamálastofu hafa sýnt mikla fjölgun í utanlandsferðum, og í raun höfðu ekki jafn margir Íslendingar haldið erlendis í einum mánuði og í júní síðastliðnum síðan fyrir hrun. „Sé tekið mið af fyrri helming ársins þá hefur kortavelta einstaklinga aukist um 5,3% að raunvirði frá sama tímabili í fyrra. Við teljum líkt og aðrir að einkaneyslan muni vega mun þyngra í hagvexti þetta árið en hún gerði í fyrra þegar utanríkisviðskipti, þá sér í lagi gríðarlegur vöxtur ferðaþjónustunnar, drógu hagvaxtarvagninn að langmestu leyti. Ríma því tölur fyrir þróunina það sem af er ári ágætlega við spá okkar um 4,2% einkaneysluvöxt á árinu í heild, en þar gerðum ráð fyrir að eitthvað myndi hægja á vexti einkaneyslunnar eftir því sem liði á árið,“ segir í Morgunkorni Íslandsbanka.
Mest lesið Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Fleiri fréttir Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent