Golf

Tiger byrjar hræðilega í dag | Mickelson spilaði á tveimur undir

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Tiger Woods missti boltann út fyrir braut á fyrsta teig.
Tiger Woods missti boltann út fyrir braut á fyrsta teig. vísir/getty
Tiger Woods byrjar ekki vel á öðrum hring opna breska meistaramótsins í golfi, en Tiger lenti í miklum erfiðleikum á fyrstu braut og fékk tvöfaldan skolla.

Hann fylgdi því eftir með skolla á annarri holu og er því kominn á parið, en Tiger spilaði á 69 höggum í gær eða þremur höggum undir pari.

Phil Mickelson er kominn aftur á parið en hann spilaði á 70 höggum í dag eða tveimur höggum undir pari. Stóri Phil spilaði á 74 höggum í gær og er því samtals á pari, en hann kemst auðveldlega í gegnum niðurskurðinn.

Phil Mickelson slær í dag.vísir/getty
Ástralinn Adam Scott lék á einu höggi yfir pari í dag og er samtals á þremur höggum yfir pari, en Bandaríkjamennirnir D.A. Points og Gary Woodland eru báðir komnir á parið eftir að spila á 69 höggum í dag.

Ítalinn FrancescoMolinari og Rory McIlroy eru efstir á sex höggum undir pari sem stendur. Molinari er búinn með sex holur en Rory er nýfarinn af stað.

Niðurskurðurinn stefnir í tvö högg yfir pari, en þar fyrir neðan eru menn á borð við BubbaWatson, ÁngelCabrera og Miguel Ángel Jíminez.

Staðan á opna breska.

Allir keppnisdagarnir á opna breska meistaramótinu í golfi eru í beinni útsendingu á Golfstöðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×