Ísak Rafnsson, skytta FH í Olís-deildinni í handbolta og einn besti varnarmaður liðsins, hefur framlengt samning sinn við liðið til tveggja ára.
Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá FH-ingum, en í henni segir að Ísak hafi verið eftirsóttur eftir að síðasta tímabili lauk og hafa bæði félög hér heima og erlendis reynt að fá hann til sín.
Ísak hefur þó tekið þá ákvörðun að halda áfram að spila fyrir uppeldisfélag sitt sem eru jákvæð tíðindi fyrir liðið og nýjan þjálfara þess, Halldór Jóhann Sigfússon.
Ísak skoraði 48 mörk í 21 leik í Olís-deildinni í fyrra, en hann fékk svo gríðarlega mikið lof handboltasérfræðinga fyrir frammistöðu sína í varnarleiknum í undanúrslitarimmunni á móti Haukum.
Ísak verður áfram hjá FH
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið

Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær
Íslenski boltinn

Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“
Enski boltinn


Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“
Enski boltinn

Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði
Íslenski boltinn

Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær
Enski boltinn



Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið
Enski boltinn

Isak utan vallar en þó í forgrunni
Enski boltinn