Volvo selur kínverska framleiðslu í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 2. júlí 2014 16:15 Lengri gerð Volvo S60 sem fær stafinn L í endann. Þó að engir kínverskir bílar séu til sölu í Bandaríkjunum nú er ekki þar með sagt að engir bílar frá Kína verði þar brátt til sölu. Volvo ætlar á næsta ári að framleiða lengri gerð hins vinsæla Volvo S60 bíls í Kína og flytja hluta framleiðslunnar til sölu í Bandaríkjunum. Reyndar stendur til að gera þetta með fleiri bílgerðir og að flytja þá til fleiri landa. Á næsta ári er einmitt líklegt að þeir Volvo XC90 bílar sem seldir verði í Rússlandi verði einnig framleiddir í Kína. Stærsta ástæðan fyrir því að selja kínversk framleidda bíla í Bandaríkjunum er sú að gengi dollarans gangvart kínverska yuaninu er hagstæðara og stöðugra en gagnvart sænsku krónunni. Volvo hræðist mjög skyndilegar gengissveiflur og er með þessu að koma í veg fyrir þær. Mest lesið Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent
Þó að engir kínverskir bílar séu til sölu í Bandaríkjunum nú er ekki þar með sagt að engir bílar frá Kína verði þar brátt til sölu. Volvo ætlar á næsta ári að framleiða lengri gerð hins vinsæla Volvo S60 bíls í Kína og flytja hluta framleiðslunnar til sölu í Bandaríkjunum. Reyndar stendur til að gera þetta með fleiri bílgerðir og að flytja þá til fleiri landa. Á næsta ári er einmitt líklegt að þeir Volvo XC90 bílar sem seldir verði í Rússlandi verði einnig framleiddir í Kína. Stærsta ástæðan fyrir því að selja kínversk framleidda bíla í Bandaríkjunum er sú að gengi dollarans gangvart kínverska yuaninu er hagstæðara og stöðugra en gagnvart sænsku krónunni. Volvo hræðist mjög skyndilegar gengissveiflur og er með þessu að koma í veg fyrir þær.
Mest lesið Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent