Innlent

Blótsyrði varða sektum í Rússlandi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Rússlandsforseti á góðri stundu.
Rússlandsforseti á góðri stundu. Vísir/Getty
Umdeilt lögbann á blótsyrði í sjónvarpsefni, bókum og leikritum í Rússlandi tók gildi í gær. Gagnrýnendur segja lögin árás á tjáningarfrelsi einstaklingsins. Independent greinir frá.

Samkvæmt nýju lögunum, sem Vladimir Pútín forseti Rússlands staðfesti í maí, getur fólk sem verður víst að blóti átt yfir höfði sér sekt allt frá 2.500 - 50.000 rússneskum rúblum. Svarar það til 8.000 - 165.000 íslenskra króna.

Þá verður útgáfa bóka með blótsyrðum takmörkuð auk þess sem vara þarf við ófögru máli á forsíðu bókarinnar. Markmiðið með nýju lögunum er að varðveita málmenningu og arfleifð Rússlands.

Rússneska dagblaðið Izvestiy greindi frá því að sömuleiðis yrði fylgst með notkun blótsyrða í fréttum á vefmiðlum sem og í athugasemdakerfum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×