Lúxuskerra sem eyðir 3,1 lítra Finnur Thorlacius skrifar 3. júlí 2014 11:03 Porsche Panamera E-Hybrid. Kominn er til landsins fyrsti Porsche Panamera E-Hybrid bíllinn til Bílabúðar Benna. Þessi bíll er um margt óvenjulegur en það eru ekki margir bílar sem bera með sér meiri lúxus og stærð, en eyða samt að meðaltali aðeins 3,1 lítra eldsneytis á hverja hundrað kílómetra. Það helgast af því að stinga má honum í samband við heimilisrafmagn og kemst hann fyrstu 35 kílómetrana á rafmagninu eingöngu. Að auki má aka honum á allt að 135 km hraða eingöngu á rafmagni. Líklega það albesta við þennan bíl er verðið en þar sem hann ber með sér lág tollgjöld er hægt að bjóða hann á 16,9 milljónir króna og er hann því á sama verði og Porsche Panmera Diesel, sem þó er mun aflminni og eyðir meira. Þessi bíll er svo hlaðinn lúxus að leit er að öðru eins og bíllinn svo fallegur að allra augu beinast að honum á ferð. Bílablaðamaður Fréttablaðsins og visir.is var svo heppinn að fá að prófa þennan kostagrip í gær og var það sannarlega mikil upplifun. Akstureiginleikar hans eru óviðjafnanlegir, aflið magnað og þægindi eins og fæstir hafa kynnst. Porsche Panamera E-Hybrid er 416 hestöfl og koma 333 þeirra frá 3,0 lítra bensínvél en restin frá rafmótorunum. Þennan fyrsta Porsche Panamera E-Hybrid má nú skoða í sýningarsal Bílabúðar Benna. Það er þess virði.Bíllinn er algert augnayndi að innan. Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent
Kominn er til landsins fyrsti Porsche Panamera E-Hybrid bíllinn til Bílabúðar Benna. Þessi bíll er um margt óvenjulegur en það eru ekki margir bílar sem bera með sér meiri lúxus og stærð, en eyða samt að meðaltali aðeins 3,1 lítra eldsneytis á hverja hundrað kílómetra. Það helgast af því að stinga má honum í samband við heimilisrafmagn og kemst hann fyrstu 35 kílómetrana á rafmagninu eingöngu. Að auki má aka honum á allt að 135 km hraða eingöngu á rafmagni. Líklega það albesta við þennan bíl er verðið en þar sem hann ber með sér lág tollgjöld er hægt að bjóða hann á 16,9 milljónir króna og er hann því á sama verði og Porsche Panmera Diesel, sem þó er mun aflminni og eyðir meira. Þessi bíll er svo hlaðinn lúxus að leit er að öðru eins og bíllinn svo fallegur að allra augu beinast að honum á ferð. Bílablaðamaður Fréttablaðsins og visir.is var svo heppinn að fá að prófa þennan kostagrip í gær og var það sannarlega mikil upplifun. Akstureiginleikar hans eru óviðjafnanlegir, aflið magnað og þægindi eins og fæstir hafa kynnst. Porsche Panamera E-Hybrid er 416 hestöfl og koma 333 þeirra frá 3,0 lítra bensínvél en restin frá rafmótorunum. Þennan fyrsta Porsche Panamera E-Hybrid má nú skoða í sýningarsal Bílabúðar Benna. Það er þess virði.Bíllinn er algert augnayndi að innan.
Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent