Ford með þrennu Finnur Thorlacius skrifar 30. júní 2014 16:15 Forstjóri Ford, Alan Mulally kyssir EcoBoost vélina í tilefni viðurkenningarinnar. Ford EcoBoost vélin hefur verið valin vél ársins (e. International Engine of the Year) þriðja árið í röð. Verðlaunin hafa verið veitt í 15 ár og er Ford fyrsti framleiðandinn sem hlýtur verðlaunin 3 ár í röð. Úrslitin byggjast á kosningu fjölþjóðlegs hóps bílablaðamanna en 82 dómarar frá 35 löndum dæmdu í keppninni í ár. Dæmt var eftir eiginleikum eins og vélarkrafti, virkni, eldsneytisnotkun, þýðleika og framúrskarandi innleiðingu tækninýjunga. EcoBoost vélin hlaut einnig fyrstu verðlaun í flokki véla undir 1 lítra. Vélin hefur fengið mikið lof frá bílablaðamönnum. Frá því að EcoBoost vélin var fyrst kynnt árið 2012 hefur hún hlotið hvorki fleiri né færri en 13 alþjóðlegar viðurkenningar. Vélin skilar 125 hestöflum sem telst óvenju mikið miðað við rúmmál sprengirýmis. Gísli Jón Bjarnason, sölustjóri Ford hjá Brimborg segir „Vélin er ekki bara aflmikil heldur er hún líka að skila einstaklega lágri eyðslu. Það fer ekki alltaf saman. Eyðslan er mun lægri en í öðrum bensínvélum. Þegar fólk prófar þá er það mjög ánægt með aflið og hversu hljóðlát hún er.“ Ford EcoBoost vélin er fáanleg í Ford Fiesta, Ford B-MAX, Ford Focus, Ford C-MAX og Ford Grand C-MAX. Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent
Ford EcoBoost vélin hefur verið valin vél ársins (e. International Engine of the Year) þriðja árið í röð. Verðlaunin hafa verið veitt í 15 ár og er Ford fyrsti framleiðandinn sem hlýtur verðlaunin 3 ár í röð. Úrslitin byggjast á kosningu fjölþjóðlegs hóps bílablaðamanna en 82 dómarar frá 35 löndum dæmdu í keppninni í ár. Dæmt var eftir eiginleikum eins og vélarkrafti, virkni, eldsneytisnotkun, þýðleika og framúrskarandi innleiðingu tækninýjunga. EcoBoost vélin hlaut einnig fyrstu verðlaun í flokki véla undir 1 lítra. Vélin hefur fengið mikið lof frá bílablaðamönnum. Frá því að EcoBoost vélin var fyrst kynnt árið 2012 hefur hún hlotið hvorki fleiri né færri en 13 alþjóðlegar viðurkenningar. Vélin skilar 125 hestöflum sem telst óvenju mikið miðað við rúmmál sprengirýmis. Gísli Jón Bjarnason, sölustjóri Ford hjá Brimborg segir „Vélin er ekki bara aflmikil heldur er hún líka að skila einstaklega lágri eyðslu. Það fer ekki alltaf saman. Eyðslan er mun lægri en í öðrum bensínvélum. Þegar fólk prófar þá er það mjög ánægt með aflið og hversu hljóðlát hún er.“ Ford EcoBoost vélin er fáanleg í Ford Fiesta, Ford B-MAX, Ford Focus, Ford C-MAX og Ford Grand C-MAX.
Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent