Formúla 1

Samantekt frá austurríska kappakstrinum í formúlu 1

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stöð 2 Sport sýndi beint frá Formúlu 1 kappakstrinum í Austurríki í dag og eftir kappaksturinn var farið yfir það helsta sem gerðist í keppninni í dag. Nú er hægt að sjá Samantektarþáttinn hér inn á Vísi.

Mercedes-liðið vann tvöfaldan sigur í Austurríki og er það í sjötta sinn í átta keppnum tímabilsins þar sem Mercede-menn fagna tvöföldum sigri.

Nico Rosberg vann þarna sinn þriðja sigur á tímabilinu en hann hefur verið í efstu tveimur sætunum í öllum átta keppnum tímabilsins. Rosberg (165 stig) hefur nú 29 stiga forskot á liðsfélaga sinn Lewis Hamilton (136 stig) í heimsmeistarakeppni ökumanna.

Hamilton, sem ræsti níundi, náði öðru sætinu og var óheppinn að vinna ekki Rosberg. Finninn Valtteri Bottas hjá Williams náði 3. sætinu og var í fyrsta sinn á palli.

Hér fyrir ofan má sjá samantektina frá austurríska kappakstrinum í dag.


Tengdar fréttir

Nico Rosberg fyrstur í mark í Austurríki

Nico Rosberg vann keppnina í Austurríki, liðsfélagi hans Lewis Hamilton á Mercedes varð annar og Valtteri Bottas á Williams varð þriðji. Fjórfaldi heimsmeistarinn Sebastian Vettel hætti keppni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×