Innlent

„Menn eru pínu vankaðir“

Bjarki Ármannsson skrifar
Þorsteinn segir starfsmennina ekki hafa átt von á því að borholan væri svona öflug.
Þorsteinn segir starfsmennina ekki hafa átt von á því að borholan væri svona öflug. Mynd/Þorsteinn Sigmundsson/BiliranIsland.com
„Það er enginn alvarlega slasaður, menn eru pínu vankaðir bara,“ segir Þorsteinn Sigmundsson, starfsmaður Mannvits og annar Íslendinganna sem misstu meðvitund í gasleka á Filippseyjum í síðustu viku. Óhappið átti sér stað þegar verið var að prufa borholu á eyjunni Biliran.

„Stundum þegar svona hola er prufuð er ekki alveg vitað hvað von er á,“ útskýrir Þorsteinn. „Þetta var borhola sem var geysilega öflug, einhver nefndi það nú að þetta væri líklegast öflugasta borholan á Filippseyjum.“

Við prufun borholunnar kom upp jarðgas og leið í kjölfarið yfir átta starfsmenn, þar á meðal tvo Íslendinga. Þeir eru báðir starfsmenn verkfræðistofunnar Mannvits, sem hefur unnið að nýtingu jarðvarma á eyjunni undanfarið.

„Það er kannski helst bara óþægilegt að lenda í svona þegar maður er svona langt að heiman,“ segir Þorsteinn, sem er nú á leið heim til Íslands, ótengt óhappinu á Biliran.


Tengdar fréttir

Íslendingar á Filippseyjum misstu meðvitund

"Maður prísar sig sælan að allir eru komnir til starfa og heilir út úr þessu. Það er ekki sjálfgefið,“ segir Eyjólfur Árni Rafnsson, framkvæmdastjóri Mannvits.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×