Lífið

Deitaðu dúfur í nýjum tölvuleik

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Japanski tölvuleikurinn Hatoful Boyfriend kom fyrst á markað árið 2011 en þá eingöngu í Japan.

Nú ætla fyrirtækin Mediatonic og Devolver Digital hins vegar að gefa leikinn út á alþjóðavísu fyrir PC-tölvur í sumar þar sem leikurinn hefur notið gríðarlegra vinsælda í heimalandinu.

Leikurinn gerir í raun grín að öðrum stefnumótaleikjum en í staðinn fyrir að fólk leiti að maka er aðeins ein mannvera í leiknum, ung stúlka sem sækir skóla fyrir hæfileikaríka fugla og leitar að hinni einu, sönnu ást í dúfu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.