Flottur Toyota hrekkur Finnur Thorlacius skrifar 16. júní 2014 09:51 Toyota er um þessar mundir að kynna nýja gerð hins snaggaralega Aygo smábíls og fór fyrirtækið þessa líka skemmtilegu leið til að kynna hann. Ákveðið var að hrekkja aðeins vegfarendur með því að klæða ökumann bílsins nákvæmlega eins og framsæti bílsins og segja má að hann falli gersamlega inn í innréttingu hans. Því virðist sem enginn sé undir stýri bílsins. Að vonum eru þeir sem á vegi hans verða undrandi, því bíllinn virðist sjálfkeyrandi. Það er alveg þess virði að horfa á viðbrögð fólks við þessum vel heppnaða hrekk Toyota og kítla örlítið hláturtaugarnar. Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent
Toyota er um þessar mundir að kynna nýja gerð hins snaggaralega Aygo smábíls og fór fyrirtækið þessa líka skemmtilegu leið til að kynna hann. Ákveðið var að hrekkja aðeins vegfarendur með því að klæða ökumann bílsins nákvæmlega eins og framsæti bílsins og segja má að hann falli gersamlega inn í innréttingu hans. Því virðist sem enginn sé undir stýri bílsins. Að vonum eru þeir sem á vegi hans verða undrandi, því bíllinn virðist sjálfkeyrandi. Það er alveg þess virði að horfa á viðbrögð fólks við þessum vel heppnaða hrekk Toyota og kítla örlítið hláturtaugarnar.
Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent