Hugleiðingar um laka kjörsókn ungs fólks og pólitískar umræður Hreiðar Már Árnason skrifar 3. júní 2014 13:46 Nú þegar þrír dagar eru liðnir frá kosningum til sveitarstjórna á Íslandi höfum við hugann við það sem helst bar á í þeim kosningum. Í því samhengi hafa margir réttilega miklar áhyggjur yfir lakri þátttöku í kosningunum. Kjörsóknin var sú versta í lýðveldissögunni bæði í Reykjavík og á landsvísu - aldrei áður í sögu sjálfstæðs Íslands hafa jafnfáir séð ástæðu til þess að mæta á kjörstað og skila sínu atkvæði. Í sjálfstæðri greiningu á kosningarannsókn Ólafs Þ. Harðarsonar sem við hjá Landssambandi æskulýðsfélaga unnum síðastliðið vor virtist greinilegt að kosningaþáttaka ungs fólks (18 - 24 ára og einnig 25-29 ára) væri umtalsvert minni en annarra aldurshópa og að sá munur færi vaxandi. Þetta virðist hafa birst landsmönnum með kjörsókninni á laugardaginn var. Þó það sé enn ekki sannað með vissu er ansi margt sem bendir til þess að dræma kjörsókn megi þakka litlum áhuga ungs fólks á pólitískri umræðu og hinu lýðræðislega ferli; þ.e að kynna sér málefnin, horfa á kappræður, blóta pólitískum andstæðingum sínum og vinna svo huglægan fullnaðarsigur á þeim með því að setja X við þann hóp fólks sem best fellur að manns eigin pólitísku skoðunum. Nú eða þá með gildishlöðnu saurláti í kjörklefa - allt eftir pólitískum ásetningi.Staða ungs fólks í dag Í nýlegri skýrslu sem Rauði Kross Íslands gaf út um þá hópa þjóðfélagsins sem standa hvað verst var niðurstaða rannsakenda sú að ungir karlmenn væru líklegastir til að vera upp á framfærslu sveitarfélags síns komnir. Sömuleiðis var sá hópur sá sem atvinnuleysi hefði mest áhrif á, skv. skýrslunni einstaklingar á aldrinum 18 – 24 ára. Atvinnuleysi þess hóps mælist það hæsta af öllum aldurshópum eða um 7,7%. Því er ljóst að staða ungs fólks í samfélagi okkar er í þessum málum með því versta, borið saman við aðra aldurshópa. Þessi staða er gríðarlega alvarleg og undirstrikar slök kosningaþátta ungs fólks alvarleika málsins. Miðað við stöðu hópsins og aðgerðarleysi stjórnvalda ástandinu til batnaðar ætti sú samblanda hráefna samkvæmt pólitískum kokkabókum mínum að verða þess valdandi að vandamálið væri tíðrætt og í brennidepli á dagskrá ríkisstjórnarinnar, landinu til uppreisnar! En því fer fjarri. Þrátt fyrir falleg fyrirheit í stjórnarsáttmála sitjandi ríkisstjórnar þegar kemur að málefnum ungs fólks er aðgerðarleysið sláandi. Meginþungi starfs hennar það sem af er kjörtímabili hefur farið í karp um Evrópusambandsmál og skuldayfirfærslu ríkisstjórnarinnar - frá skuldsettum heimilinum landsins til komandi arftaka. Nauðsynlegt er að grípa með einhverjum hætti í taumana, við þurfum að koma málefnum ungs fólks í auknum mæli í sviðsljós pólitískrar umræðu og við þurfum að hlúa betur að þátttöku ungs fólks í hinu lýðræðislega ferli. Við þurfum að gefa ungu fólki tækifæri til þess að hafa áhrif á samfélagið sem við búum í, en það gerist með því að veita ungu fólki fjölbreytt tækifæri til þátttöku í starfi sem hefur lýðræðið og samfélagslega þátttöku að meginstoðum sínum. Stjórnmálamenn, bæði í sveitarstjórnum sem og á landsvísu, þurfa að axla ábyrgð á því að koma málefnum ungs fólks fyrir í stefnu sinni og miðla þeim með tungumáli sem ungt fólk tengir við í sínu daglega lífi.Æskulýðsfélög, lýðræðisleg þátttaka og framkvæmd kosninga Æskulýðsfélög og það starf sem unnið er í hagsmunasamtökum og hreyfingum ungs fólks er góður og frjór jarðvegur fyrir áframhaldandi virkni í samfélagi sem byggir á þátttöku borgaranna. Við þurfum að átta okkur á því að það nægir ekki að ganga bara út frá því að allir skilji og átti sig á mikilvægi þess að taka þátt, við þurfum að kenna það í verki. Þátttakan má ekki einskorðast við eitt X á fjögurra ára fresti heldur þarf hún að vera lifandi; í stöðugu samtali yfirvalda, ríkjandi og verðandi, við fólkið í landinu og þá sérstaklega þá sem líklegastir eru til að verða undir. Á afar fáum stöðum í menntakerfinu gefum við einstaklingum formlega þekkingu á hinni lýðræðislegu framkvæmd og hvað það sé að vera þegn í slíku samfélagi. Í skólakefinu er okkur tamið og kennt einræði kennarans yfir skólastofunni en í félagsstarfinu sem því fylgir gefst okkur tækifæri til þátttöku. Æskulýðssamtök á Íslandi í dag standa afar höllum fæti vegna margra ára fjársveltis. Því þrátt fyrir að búa vel að nokkrum öflugum og stórum æskulýðsfélögum sem starfa fyrst og fremst með börnum, þá vantar mjög fjölbreytni og úrræði sem virkja það frumkvæði sem býr í ungu fólki. Félög, samtök og hreyfingar sem starfa fyrst og fremst með og er haldið uppi af ungu fólki á aldrinum 15-24 ára eru alvarlega fjársvelt og daglegt starf þeirra í brýnni hættu - á sama tíma og almenn samfélagsþátttaka ungs fólks fer hverfandi og stjórnvöld sofa á verðinum. Höfum það í huga þegar við förum að greina þann vanda sem slök kjörsókn síðastliðins laugardags var, hvaða leiðum við beitum og höfum beitt til að hvetja fólk til þátttöku og hvernig samtal stjórnmálaaflanna við yngri kjósendur sína er háttað. Var djammið og opnunartími skemmtistaða til dæmis það sem helst brann á ungu fólki í Reykjavík, eða gleymdist kannski yfirhöfuð að spyrja? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar þrír dagar eru liðnir frá kosningum til sveitarstjórna á Íslandi höfum við hugann við það sem helst bar á í þeim kosningum. Í því samhengi hafa margir réttilega miklar áhyggjur yfir lakri þátttöku í kosningunum. Kjörsóknin var sú versta í lýðveldissögunni bæði í Reykjavík og á landsvísu - aldrei áður í sögu sjálfstæðs Íslands hafa jafnfáir séð ástæðu til þess að mæta á kjörstað og skila sínu atkvæði. Í sjálfstæðri greiningu á kosningarannsókn Ólafs Þ. Harðarsonar sem við hjá Landssambandi æskulýðsfélaga unnum síðastliðið vor virtist greinilegt að kosningaþáttaka ungs fólks (18 - 24 ára og einnig 25-29 ára) væri umtalsvert minni en annarra aldurshópa og að sá munur færi vaxandi. Þetta virðist hafa birst landsmönnum með kjörsókninni á laugardaginn var. Þó það sé enn ekki sannað með vissu er ansi margt sem bendir til þess að dræma kjörsókn megi þakka litlum áhuga ungs fólks á pólitískri umræðu og hinu lýðræðislega ferli; þ.e að kynna sér málefnin, horfa á kappræður, blóta pólitískum andstæðingum sínum og vinna svo huglægan fullnaðarsigur á þeim með því að setja X við þann hóp fólks sem best fellur að manns eigin pólitísku skoðunum. Nú eða þá með gildishlöðnu saurláti í kjörklefa - allt eftir pólitískum ásetningi.Staða ungs fólks í dag Í nýlegri skýrslu sem Rauði Kross Íslands gaf út um þá hópa þjóðfélagsins sem standa hvað verst var niðurstaða rannsakenda sú að ungir karlmenn væru líklegastir til að vera upp á framfærslu sveitarfélags síns komnir. Sömuleiðis var sá hópur sá sem atvinnuleysi hefði mest áhrif á, skv. skýrslunni einstaklingar á aldrinum 18 – 24 ára. Atvinnuleysi þess hóps mælist það hæsta af öllum aldurshópum eða um 7,7%. Því er ljóst að staða ungs fólks í samfélagi okkar er í þessum málum með því versta, borið saman við aðra aldurshópa. Þessi staða er gríðarlega alvarleg og undirstrikar slök kosningaþátta ungs fólks alvarleika málsins. Miðað við stöðu hópsins og aðgerðarleysi stjórnvalda ástandinu til batnaðar ætti sú samblanda hráefna samkvæmt pólitískum kokkabókum mínum að verða þess valdandi að vandamálið væri tíðrætt og í brennidepli á dagskrá ríkisstjórnarinnar, landinu til uppreisnar! En því fer fjarri. Þrátt fyrir falleg fyrirheit í stjórnarsáttmála sitjandi ríkisstjórnar þegar kemur að málefnum ungs fólks er aðgerðarleysið sláandi. Meginþungi starfs hennar það sem af er kjörtímabili hefur farið í karp um Evrópusambandsmál og skuldayfirfærslu ríkisstjórnarinnar - frá skuldsettum heimilinum landsins til komandi arftaka. Nauðsynlegt er að grípa með einhverjum hætti í taumana, við þurfum að koma málefnum ungs fólks í auknum mæli í sviðsljós pólitískrar umræðu og við þurfum að hlúa betur að þátttöku ungs fólks í hinu lýðræðislega ferli. Við þurfum að gefa ungu fólki tækifæri til þess að hafa áhrif á samfélagið sem við búum í, en það gerist með því að veita ungu fólki fjölbreytt tækifæri til þátttöku í starfi sem hefur lýðræðið og samfélagslega þátttöku að meginstoðum sínum. Stjórnmálamenn, bæði í sveitarstjórnum sem og á landsvísu, þurfa að axla ábyrgð á því að koma málefnum ungs fólks fyrir í stefnu sinni og miðla þeim með tungumáli sem ungt fólk tengir við í sínu daglega lífi.Æskulýðsfélög, lýðræðisleg þátttaka og framkvæmd kosninga Æskulýðsfélög og það starf sem unnið er í hagsmunasamtökum og hreyfingum ungs fólks er góður og frjór jarðvegur fyrir áframhaldandi virkni í samfélagi sem byggir á þátttöku borgaranna. Við þurfum að átta okkur á því að það nægir ekki að ganga bara út frá því að allir skilji og átti sig á mikilvægi þess að taka þátt, við þurfum að kenna það í verki. Þátttakan má ekki einskorðast við eitt X á fjögurra ára fresti heldur þarf hún að vera lifandi; í stöðugu samtali yfirvalda, ríkjandi og verðandi, við fólkið í landinu og þá sérstaklega þá sem líklegastir eru til að verða undir. Á afar fáum stöðum í menntakerfinu gefum við einstaklingum formlega þekkingu á hinni lýðræðislegu framkvæmd og hvað það sé að vera þegn í slíku samfélagi. Í skólakefinu er okkur tamið og kennt einræði kennarans yfir skólastofunni en í félagsstarfinu sem því fylgir gefst okkur tækifæri til þátttöku. Æskulýðssamtök á Íslandi í dag standa afar höllum fæti vegna margra ára fjársveltis. Því þrátt fyrir að búa vel að nokkrum öflugum og stórum æskulýðsfélögum sem starfa fyrst og fremst með börnum, þá vantar mjög fjölbreytni og úrræði sem virkja það frumkvæði sem býr í ungu fólki. Félög, samtök og hreyfingar sem starfa fyrst og fremst með og er haldið uppi af ungu fólki á aldrinum 15-24 ára eru alvarlega fjársvelt og daglegt starf þeirra í brýnni hættu - á sama tíma og almenn samfélagsþátttaka ungs fólks fer hverfandi og stjórnvöld sofa á verðinum. Höfum það í huga þegar við förum að greina þann vanda sem slök kjörsókn síðastliðins laugardags var, hvaða leiðum við beitum og höfum beitt til að hvetja fólk til þátttöku og hvernig samtal stjórnmálaaflanna við yngri kjósendur sína er háttað. Var djammið og opnunartími skemmtistaða til dæmis það sem helst brann á ungu fólki í Reykjavík, eða gleymdist kannski yfirhöfuð að spyrja?
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun