Hugleiðingar um laka kjörsókn ungs fólks og pólitískar umræður Hreiðar Már Árnason skrifar 3. júní 2014 13:46 Nú þegar þrír dagar eru liðnir frá kosningum til sveitarstjórna á Íslandi höfum við hugann við það sem helst bar á í þeim kosningum. Í því samhengi hafa margir réttilega miklar áhyggjur yfir lakri þátttöku í kosningunum. Kjörsóknin var sú versta í lýðveldissögunni bæði í Reykjavík og á landsvísu - aldrei áður í sögu sjálfstæðs Íslands hafa jafnfáir séð ástæðu til þess að mæta á kjörstað og skila sínu atkvæði. Í sjálfstæðri greiningu á kosningarannsókn Ólafs Þ. Harðarsonar sem við hjá Landssambandi æskulýðsfélaga unnum síðastliðið vor virtist greinilegt að kosningaþáttaka ungs fólks (18 - 24 ára og einnig 25-29 ára) væri umtalsvert minni en annarra aldurshópa og að sá munur færi vaxandi. Þetta virðist hafa birst landsmönnum með kjörsókninni á laugardaginn var. Þó það sé enn ekki sannað með vissu er ansi margt sem bendir til þess að dræma kjörsókn megi þakka litlum áhuga ungs fólks á pólitískri umræðu og hinu lýðræðislega ferli; þ.e að kynna sér málefnin, horfa á kappræður, blóta pólitískum andstæðingum sínum og vinna svo huglægan fullnaðarsigur á þeim með því að setja X við þann hóp fólks sem best fellur að manns eigin pólitísku skoðunum. Nú eða þá með gildishlöðnu saurláti í kjörklefa - allt eftir pólitískum ásetningi.Staða ungs fólks í dag Í nýlegri skýrslu sem Rauði Kross Íslands gaf út um þá hópa þjóðfélagsins sem standa hvað verst var niðurstaða rannsakenda sú að ungir karlmenn væru líklegastir til að vera upp á framfærslu sveitarfélags síns komnir. Sömuleiðis var sá hópur sá sem atvinnuleysi hefði mest áhrif á, skv. skýrslunni einstaklingar á aldrinum 18 – 24 ára. Atvinnuleysi þess hóps mælist það hæsta af öllum aldurshópum eða um 7,7%. Því er ljóst að staða ungs fólks í samfélagi okkar er í þessum málum með því versta, borið saman við aðra aldurshópa. Þessi staða er gríðarlega alvarleg og undirstrikar slök kosningaþátta ungs fólks alvarleika málsins. Miðað við stöðu hópsins og aðgerðarleysi stjórnvalda ástandinu til batnaðar ætti sú samblanda hráefna samkvæmt pólitískum kokkabókum mínum að verða þess valdandi að vandamálið væri tíðrætt og í brennidepli á dagskrá ríkisstjórnarinnar, landinu til uppreisnar! En því fer fjarri. Þrátt fyrir falleg fyrirheit í stjórnarsáttmála sitjandi ríkisstjórnar þegar kemur að málefnum ungs fólks er aðgerðarleysið sláandi. Meginþungi starfs hennar það sem af er kjörtímabili hefur farið í karp um Evrópusambandsmál og skuldayfirfærslu ríkisstjórnarinnar - frá skuldsettum heimilinum landsins til komandi arftaka. Nauðsynlegt er að grípa með einhverjum hætti í taumana, við þurfum að koma málefnum ungs fólks í auknum mæli í sviðsljós pólitískrar umræðu og við þurfum að hlúa betur að þátttöku ungs fólks í hinu lýðræðislega ferli. Við þurfum að gefa ungu fólki tækifæri til þess að hafa áhrif á samfélagið sem við búum í, en það gerist með því að veita ungu fólki fjölbreytt tækifæri til þátttöku í starfi sem hefur lýðræðið og samfélagslega þátttöku að meginstoðum sínum. Stjórnmálamenn, bæði í sveitarstjórnum sem og á landsvísu, þurfa að axla ábyrgð á því að koma málefnum ungs fólks fyrir í stefnu sinni og miðla þeim með tungumáli sem ungt fólk tengir við í sínu daglega lífi.Æskulýðsfélög, lýðræðisleg þátttaka og framkvæmd kosninga Æskulýðsfélög og það starf sem unnið er í hagsmunasamtökum og hreyfingum ungs fólks er góður og frjór jarðvegur fyrir áframhaldandi virkni í samfélagi sem byggir á þátttöku borgaranna. Við þurfum að átta okkur á því að það nægir ekki að ganga bara út frá því að allir skilji og átti sig á mikilvægi þess að taka þátt, við þurfum að kenna það í verki. Þátttakan má ekki einskorðast við eitt X á fjögurra ára fresti heldur þarf hún að vera lifandi; í stöðugu samtali yfirvalda, ríkjandi og verðandi, við fólkið í landinu og þá sérstaklega þá sem líklegastir eru til að verða undir. Á afar fáum stöðum í menntakerfinu gefum við einstaklingum formlega þekkingu á hinni lýðræðislegu framkvæmd og hvað það sé að vera þegn í slíku samfélagi. Í skólakefinu er okkur tamið og kennt einræði kennarans yfir skólastofunni en í félagsstarfinu sem því fylgir gefst okkur tækifæri til þátttöku. Æskulýðssamtök á Íslandi í dag standa afar höllum fæti vegna margra ára fjársveltis. Því þrátt fyrir að búa vel að nokkrum öflugum og stórum æskulýðsfélögum sem starfa fyrst og fremst með börnum, þá vantar mjög fjölbreytni og úrræði sem virkja það frumkvæði sem býr í ungu fólki. Félög, samtök og hreyfingar sem starfa fyrst og fremst með og er haldið uppi af ungu fólki á aldrinum 15-24 ára eru alvarlega fjársvelt og daglegt starf þeirra í brýnni hættu - á sama tíma og almenn samfélagsþátttaka ungs fólks fer hverfandi og stjórnvöld sofa á verðinum. Höfum það í huga þegar við förum að greina þann vanda sem slök kjörsókn síðastliðins laugardags var, hvaða leiðum við beitum og höfum beitt til að hvetja fólk til þátttöku og hvernig samtal stjórnmálaaflanna við yngri kjósendur sína er háttað. Var djammið og opnunartími skemmtistaða til dæmis það sem helst brann á ungu fólki í Reykjavík, eða gleymdist kannski yfirhöfuð að spyrja? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar þrír dagar eru liðnir frá kosningum til sveitarstjórna á Íslandi höfum við hugann við það sem helst bar á í þeim kosningum. Í því samhengi hafa margir réttilega miklar áhyggjur yfir lakri þátttöku í kosningunum. Kjörsóknin var sú versta í lýðveldissögunni bæði í Reykjavík og á landsvísu - aldrei áður í sögu sjálfstæðs Íslands hafa jafnfáir séð ástæðu til þess að mæta á kjörstað og skila sínu atkvæði. Í sjálfstæðri greiningu á kosningarannsókn Ólafs Þ. Harðarsonar sem við hjá Landssambandi æskulýðsfélaga unnum síðastliðið vor virtist greinilegt að kosningaþáttaka ungs fólks (18 - 24 ára og einnig 25-29 ára) væri umtalsvert minni en annarra aldurshópa og að sá munur færi vaxandi. Þetta virðist hafa birst landsmönnum með kjörsókninni á laugardaginn var. Þó það sé enn ekki sannað með vissu er ansi margt sem bendir til þess að dræma kjörsókn megi þakka litlum áhuga ungs fólks á pólitískri umræðu og hinu lýðræðislega ferli; þ.e að kynna sér málefnin, horfa á kappræður, blóta pólitískum andstæðingum sínum og vinna svo huglægan fullnaðarsigur á þeim með því að setja X við þann hóp fólks sem best fellur að manns eigin pólitísku skoðunum. Nú eða þá með gildishlöðnu saurláti í kjörklefa - allt eftir pólitískum ásetningi.Staða ungs fólks í dag Í nýlegri skýrslu sem Rauði Kross Íslands gaf út um þá hópa þjóðfélagsins sem standa hvað verst var niðurstaða rannsakenda sú að ungir karlmenn væru líklegastir til að vera upp á framfærslu sveitarfélags síns komnir. Sömuleiðis var sá hópur sá sem atvinnuleysi hefði mest áhrif á, skv. skýrslunni einstaklingar á aldrinum 18 – 24 ára. Atvinnuleysi þess hóps mælist það hæsta af öllum aldurshópum eða um 7,7%. Því er ljóst að staða ungs fólks í samfélagi okkar er í þessum málum með því versta, borið saman við aðra aldurshópa. Þessi staða er gríðarlega alvarleg og undirstrikar slök kosningaþátta ungs fólks alvarleika málsins. Miðað við stöðu hópsins og aðgerðarleysi stjórnvalda ástandinu til batnaðar ætti sú samblanda hráefna samkvæmt pólitískum kokkabókum mínum að verða þess valdandi að vandamálið væri tíðrætt og í brennidepli á dagskrá ríkisstjórnarinnar, landinu til uppreisnar! En því fer fjarri. Þrátt fyrir falleg fyrirheit í stjórnarsáttmála sitjandi ríkisstjórnar þegar kemur að málefnum ungs fólks er aðgerðarleysið sláandi. Meginþungi starfs hennar það sem af er kjörtímabili hefur farið í karp um Evrópusambandsmál og skuldayfirfærslu ríkisstjórnarinnar - frá skuldsettum heimilinum landsins til komandi arftaka. Nauðsynlegt er að grípa með einhverjum hætti í taumana, við þurfum að koma málefnum ungs fólks í auknum mæli í sviðsljós pólitískrar umræðu og við þurfum að hlúa betur að þátttöku ungs fólks í hinu lýðræðislega ferli. Við þurfum að gefa ungu fólki tækifæri til þess að hafa áhrif á samfélagið sem við búum í, en það gerist með því að veita ungu fólki fjölbreytt tækifæri til þátttöku í starfi sem hefur lýðræðið og samfélagslega þátttöku að meginstoðum sínum. Stjórnmálamenn, bæði í sveitarstjórnum sem og á landsvísu, þurfa að axla ábyrgð á því að koma málefnum ungs fólks fyrir í stefnu sinni og miðla þeim með tungumáli sem ungt fólk tengir við í sínu daglega lífi.Æskulýðsfélög, lýðræðisleg þátttaka og framkvæmd kosninga Æskulýðsfélög og það starf sem unnið er í hagsmunasamtökum og hreyfingum ungs fólks er góður og frjór jarðvegur fyrir áframhaldandi virkni í samfélagi sem byggir á þátttöku borgaranna. Við þurfum að átta okkur á því að það nægir ekki að ganga bara út frá því að allir skilji og átti sig á mikilvægi þess að taka þátt, við þurfum að kenna það í verki. Þátttakan má ekki einskorðast við eitt X á fjögurra ára fresti heldur þarf hún að vera lifandi; í stöðugu samtali yfirvalda, ríkjandi og verðandi, við fólkið í landinu og þá sérstaklega þá sem líklegastir eru til að verða undir. Á afar fáum stöðum í menntakerfinu gefum við einstaklingum formlega þekkingu á hinni lýðræðislegu framkvæmd og hvað það sé að vera þegn í slíku samfélagi. Í skólakefinu er okkur tamið og kennt einræði kennarans yfir skólastofunni en í félagsstarfinu sem því fylgir gefst okkur tækifæri til þátttöku. Æskulýðssamtök á Íslandi í dag standa afar höllum fæti vegna margra ára fjársveltis. Því þrátt fyrir að búa vel að nokkrum öflugum og stórum æskulýðsfélögum sem starfa fyrst og fremst með börnum, þá vantar mjög fjölbreytni og úrræði sem virkja það frumkvæði sem býr í ungu fólki. Félög, samtök og hreyfingar sem starfa fyrst og fremst með og er haldið uppi af ungu fólki á aldrinum 15-24 ára eru alvarlega fjársvelt og daglegt starf þeirra í brýnni hættu - á sama tíma og almenn samfélagsþátttaka ungs fólks fer hverfandi og stjórnvöld sofa á verðinum. Höfum það í huga þegar við förum að greina þann vanda sem slök kjörsókn síðastliðins laugardags var, hvaða leiðum við beitum og höfum beitt til að hvetja fólk til þátttöku og hvernig samtal stjórnmálaaflanna við yngri kjósendur sína er háttað. Var djammið og opnunartími skemmtistaða til dæmis það sem helst brann á ungu fólki í Reykjavík, eða gleymdist kannski yfirhöfuð að spyrja?
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun