Lancer Evo fær eins árs framhaldslíf Finnur Thorlacius skrifar 30. maí 2014 10:04 Mitsubishi Lancer Evolution X Autoblog Mitsubishi hefur fyrir nokkru tilkynnt að fyrirtækið hyggist hætta framleiðslu hins öfluga Mitsubishi Lancer Evolution og stóð til að framleiðslan leggðist af á þessu ári. Núverandi kynslóð bílsins hefur verið framleidd frá árinu 2007, en hann er búinn 300 hestafla vél. Nýjust fréttir úr herbúðum Mitsubishi eru hinsvegar þær að framleiðslunni verði framhaldið til júlímánaðar á næsta ári. Mitsubishi hefur engin áform um það að framleiða arftaka þessa bíls sem dáður er af mörgum bílaáhugmönnum og hefur verið notaður í rallakstur víða um heim. Þó hefur heyrst að Mitsubishi ætli að framleiða öflugan bíl af svipaðri stærð sem væri með tvinntækni. Mitsubishi mun strax hefja sölu á 2015 árgerð Lancer Evolution í júlí á þessu ári, en þar verður um að ræða bíl sem lítið mun breytast frá fyrri árgerð. Þar fer því síðasta árgerð þessa bíls og síðasta tækifæri þeirra sem alltaf hafa dreymt um að eignast þennan kostagrip. Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent
Mitsubishi hefur fyrir nokkru tilkynnt að fyrirtækið hyggist hætta framleiðslu hins öfluga Mitsubishi Lancer Evolution og stóð til að framleiðslan leggðist af á þessu ári. Núverandi kynslóð bílsins hefur verið framleidd frá árinu 2007, en hann er búinn 300 hestafla vél. Nýjust fréttir úr herbúðum Mitsubishi eru hinsvegar þær að framleiðslunni verði framhaldið til júlímánaðar á næsta ári. Mitsubishi hefur engin áform um það að framleiða arftaka þessa bíls sem dáður er af mörgum bílaáhugmönnum og hefur verið notaður í rallakstur víða um heim. Þó hefur heyrst að Mitsubishi ætli að framleiða öflugan bíl af svipaðri stærð sem væri með tvinntækni. Mitsubishi mun strax hefja sölu á 2015 árgerð Lancer Evolution í júlí á þessu ári, en þar verður um að ræða bíl sem lítið mun breytast frá fyrri árgerð. Þar fer því síðasta árgerð þessa bíls og síðasta tækifæri þeirra sem alltaf hafa dreymt um að eignast þennan kostagrip.
Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent