Bílar

Volvo í samstarf við sænsku tónlistarkonuna Robyn

Finnur Thorlacius skrifar
Robyn og Volvo.
Robyn og Volvo.
Í framhaldi af vel heppnuðu samstarfi við fótboltamanninn Zlatan Ibrahimović, kynnir Volvo samstarf við aðra sænska stórstjörnu, tónlistarkonuna Robyn. Hún mun leiða annan kafla auglýsingaherferðarinnar Made By Sweden þar sem hún kynnir Volvo V60 og nýju Drive-E vélalínuna. 

Nýja Drive-E vélalínan hluti af framtíðarsýn Volvo

Framtíðarsýn Volvo er að framleiða bíla sem eru algjörlega lausir við skaðlegan útblástur og sem hluti af þeirri sýn hefur Volvo framleitt nýju Drive-E vélarnar. Með þeim getur Volvo boðið viðskiptavinum ótrúlegar tölur hvað varðar eyðslu, útblástur og afl. 

Robyn er ein farsælasta tónlistarkona Svía. Síðan hún kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 1995 hefur hún selt yfir milljón plötur og á sér aðdáendur um heim allan. Hún hefur meðal annars komið til Íslands árið 2010 þegar hún kom fram á Iceland Airwaves.

Robyn, líkt og Volvo, er tákn um sænskt frumkvæði og nýsköpun. Árið 2004 yfirgaf hún útgáfufyrirtækið sem hún hafði gert samning við nokkrum árum fyrr og ákvað að stofna sitt eigið útgáfufyrirtæki á sínum eigin forsendum. Síðan þá hefur hún verið á hraðri uppleið.

Í fréttatilkynningu Volvo er vitnað í Robyn sem segir „Ég er mjög hrifin af Volvo og því sem vörumerkið stendur fyrir. Volvo fann til dæmis upp þriggja punkta öryggisbeltið en sótti ekki um einkaleyfi því það hefði orðið til þess að færri gætu notað öruggari belti. Ég er hrifin af svona hugsun. Þessi herferð leggur mikla áherslu á hluti sem skipta máli fyrir umhverfið og eftir mikla rannsóknarvinnu sá ég að herferðin getur skipt sköpum.“ 

Drive-E vélarnar sameina óhemju mikið afl og lága eyðslu

Eins og áður sagði getur Volvo nú boðið viðskiptavinum vél með gildi sem hafa ekki sést áður, bæði hvað varðar óhemju mikið afl og lága eyðslu. Þessi samsetning er eðlilega eftirsótt en hefur ekki verið fáanleg hingað til. 

Volvo D4 Drive-E dísilvélin er til að mynda 181 hestafl og togið er 400 Nm. Með 8 þrepa sjálfskiptingu er bíllinn aðeins 7,4 sekúndur frá 0-100 km/klst. CO2 losunin er einungis 109 g/km og eyðslan aðeins 4,2 l/100 km í bönduðum akstri. Þetta er fyrsta vélin sem Volvo kynnir með 8 þrepa sjálfskiptingu og gildin eru hreint út sagt ótrúleg. 

Með 6 gíra beinskiptingu er bíllinn aðeins 6,9 sekúndur frá 0-100 km/klst. CO2 losunin er einungis 99 g/km og eyðslan aðeins 3,8 l/100 km. Þetta eru tölur sem aðrir lúxusbílaframleiðendur geta ekki boðið í dag. Nýja Volvo D4 Drive-E vélalínan er fáanleg í Volvo S60, V60, S80 og V70.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×