Valfrelsi er forsenda bættra lífskjara Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 30. maí 2014 11:25 Það sem skilur Sjálfstæðisflokkinn frá öðrum flokkum í borgarstjórnarkosningunum er að flokkurinn býður borgarbúum upp á raunverulegt valfrelsi í leik og starfi. Öll viljum við velja með hvaða hætti við ferðumst á milli staða í daglegu amstri, leik og starfi. Sjálfstæðisflokkurinn mun berjast fyrir að raunverulegir valkostir um mismunandi samgöngumáta verði fyrir hendi. Tryggja þarf þó að auknir möguleikar eins samgöngumáta, skerði ekki möguleika einhvers annars. Það er engin tilviljun að fjölgun íbúa á höfuðborgarsvæðinu er hlutfallslega minnst í Reykjavík. Þá þróun má fyrst og fremst rekja til þess að verulega hefur vantað upp á það, að Reykjavíkurborg með Samfylkingu í fararbroddi hefur ekki sinnt því sem skyldi að tryggja nægt framboð lóða á viðráðanlegu verði. Það er stefna Sjálfstæðisflokksins að fólk hafi val um búsetuform og í hvaða borgarhluta það kýs að búa. Tryggja þarf jafna möguleika á búsetu í þeim borgarhluta er það kýs að búa í. Nægt framboð lóða sem víðast í borgarlandinu á viðráðanlegu verði, líka í úthverfum mun tryggja raunverulegt valfrelsi fólks varðandi búsetuform og staðsetningu. Auka þarf valfrelsi foreldra barna á báðum skólastigum varðandi val á þeim skólum sem börnin þeirra hafa möguleika á að sækja. Það verður best tryggt með því að sem fjölbreyttast rekstrarform verði á skólum í borginni. Nýta þarf til fullnustu allt það rými sem skólar hafa til þess að skapa sér sérstöðu meðal annarra skóla. Einng þarf að stórefla samstarf og samráð skóla og foreldrafélaga. Að foreldrar verði upplýstir um stöðu skóla barna þeirra gagnvart öðrum skólum í borginni. Foreldrar eiga jú fullan rétt á því að vita hvar skóli barna þeirra stendur í samanburði við aðra skóla í borginni. Tryggja þarf fötluðum og öldruðum eins fjölbreytta þjónustukosti og hægt er. Tryggja þarf að fé fylgi þörf svo þeir einstaklingar sem eftir þjónustu sækjast geti sótt sér þá þjónustu þar sem þeim best hentar. Til þess að tryggja sem mest valfrelsi þarf að auka samkeppni á sem flestum sviðum þjónustu við borgarbúa. Án samkeppni og margbreytilegra kosta, er ekkert valfrelsi. Valfrelsi þrífst best í fjölbreytilegu umhverfi fjölbreyttra kosta. Þess vegna mun Sjálfstðisflokkurinn berjast fyrir heilbrigðri samkeppni og sem fjölbreyttustum valkostum um þjónustu við borgarbúa. Það er skilvirkasta og hagkvæmasta leiðin til þess að útrýma biðlistum á öllum sviðum þjónustu er borgin veitir borgarbúum. Næstkomandi laugardag mun þér, kjósandi góður, verða boðið til mikillar lýðræðisveislu með fjölmörgum valkostum. Eina leiðin til þess að tryggja raunverulega valkosti í leik og starfi, er að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Betri þjónusta Strætó Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Það sem skilur Sjálfstæðisflokkinn frá öðrum flokkum í borgarstjórnarkosningunum er að flokkurinn býður borgarbúum upp á raunverulegt valfrelsi í leik og starfi. Öll viljum við velja með hvaða hætti við ferðumst á milli staða í daglegu amstri, leik og starfi. Sjálfstæðisflokkurinn mun berjast fyrir að raunverulegir valkostir um mismunandi samgöngumáta verði fyrir hendi. Tryggja þarf þó að auknir möguleikar eins samgöngumáta, skerði ekki möguleika einhvers annars. Það er engin tilviljun að fjölgun íbúa á höfuðborgarsvæðinu er hlutfallslega minnst í Reykjavík. Þá þróun má fyrst og fremst rekja til þess að verulega hefur vantað upp á það, að Reykjavíkurborg með Samfylkingu í fararbroddi hefur ekki sinnt því sem skyldi að tryggja nægt framboð lóða á viðráðanlegu verði. Það er stefna Sjálfstæðisflokksins að fólk hafi val um búsetuform og í hvaða borgarhluta það kýs að búa. Tryggja þarf jafna möguleika á búsetu í þeim borgarhluta er það kýs að búa í. Nægt framboð lóða sem víðast í borgarlandinu á viðráðanlegu verði, líka í úthverfum mun tryggja raunverulegt valfrelsi fólks varðandi búsetuform og staðsetningu. Auka þarf valfrelsi foreldra barna á báðum skólastigum varðandi val á þeim skólum sem börnin þeirra hafa möguleika á að sækja. Það verður best tryggt með því að sem fjölbreyttast rekstrarform verði á skólum í borginni. Nýta þarf til fullnustu allt það rými sem skólar hafa til þess að skapa sér sérstöðu meðal annarra skóla. Einng þarf að stórefla samstarf og samráð skóla og foreldrafélaga. Að foreldrar verði upplýstir um stöðu skóla barna þeirra gagnvart öðrum skólum í borginni. Foreldrar eiga jú fullan rétt á því að vita hvar skóli barna þeirra stendur í samanburði við aðra skóla í borginni. Tryggja þarf fötluðum og öldruðum eins fjölbreytta þjónustukosti og hægt er. Tryggja þarf að fé fylgi þörf svo þeir einstaklingar sem eftir þjónustu sækjast geti sótt sér þá þjónustu þar sem þeim best hentar. Til þess að tryggja sem mest valfrelsi þarf að auka samkeppni á sem flestum sviðum þjónustu við borgarbúa. Án samkeppni og margbreytilegra kosta, er ekkert valfrelsi. Valfrelsi þrífst best í fjölbreytilegu umhverfi fjölbreyttra kosta. Þess vegna mun Sjálfstðisflokkurinn berjast fyrir heilbrigðri samkeppni og sem fjölbreyttustum valkostum um þjónustu við borgarbúa. Það er skilvirkasta og hagkvæmasta leiðin til þess að útrýma biðlistum á öllum sviðum þjónustu er borgin veitir borgarbúum. Næstkomandi laugardag mun þér, kjósandi góður, verða boðið til mikillar lýðræðisveislu með fjölmörgum valkostum. Eina leiðin til þess að tryggja raunverulega valkosti í leik og starfi, er að kjósa Sjálfstæðisflokkinn.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar