Valfrelsi er forsenda bættra lífskjara Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 30. maí 2014 11:25 Það sem skilur Sjálfstæðisflokkinn frá öðrum flokkum í borgarstjórnarkosningunum er að flokkurinn býður borgarbúum upp á raunverulegt valfrelsi í leik og starfi. Öll viljum við velja með hvaða hætti við ferðumst á milli staða í daglegu amstri, leik og starfi. Sjálfstæðisflokkurinn mun berjast fyrir að raunverulegir valkostir um mismunandi samgöngumáta verði fyrir hendi. Tryggja þarf þó að auknir möguleikar eins samgöngumáta, skerði ekki möguleika einhvers annars. Það er engin tilviljun að fjölgun íbúa á höfuðborgarsvæðinu er hlutfallslega minnst í Reykjavík. Þá þróun má fyrst og fremst rekja til þess að verulega hefur vantað upp á það, að Reykjavíkurborg með Samfylkingu í fararbroddi hefur ekki sinnt því sem skyldi að tryggja nægt framboð lóða á viðráðanlegu verði. Það er stefna Sjálfstæðisflokksins að fólk hafi val um búsetuform og í hvaða borgarhluta það kýs að búa. Tryggja þarf jafna möguleika á búsetu í þeim borgarhluta er það kýs að búa í. Nægt framboð lóða sem víðast í borgarlandinu á viðráðanlegu verði, líka í úthverfum mun tryggja raunverulegt valfrelsi fólks varðandi búsetuform og staðsetningu. Auka þarf valfrelsi foreldra barna á báðum skólastigum varðandi val á þeim skólum sem börnin þeirra hafa möguleika á að sækja. Það verður best tryggt með því að sem fjölbreyttast rekstrarform verði á skólum í borginni. Nýta þarf til fullnustu allt það rými sem skólar hafa til þess að skapa sér sérstöðu meðal annarra skóla. Einng þarf að stórefla samstarf og samráð skóla og foreldrafélaga. Að foreldrar verði upplýstir um stöðu skóla barna þeirra gagnvart öðrum skólum í borginni. Foreldrar eiga jú fullan rétt á því að vita hvar skóli barna þeirra stendur í samanburði við aðra skóla í borginni. Tryggja þarf fötluðum og öldruðum eins fjölbreytta þjónustukosti og hægt er. Tryggja þarf að fé fylgi þörf svo þeir einstaklingar sem eftir þjónustu sækjast geti sótt sér þá þjónustu þar sem þeim best hentar. Til þess að tryggja sem mest valfrelsi þarf að auka samkeppni á sem flestum sviðum þjónustu við borgarbúa. Án samkeppni og margbreytilegra kosta, er ekkert valfrelsi. Valfrelsi þrífst best í fjölbreytilegu umhverfi fjölbreyttra kosta. Þess vegna mun Sjálfstðisflokkurinn berjast fyrir heilbrigðri samkeppni og sem fjölbreyttustum valkostum um þjónustu við borgarbúa. Það er skilvirkasta og hagkvæmasta leiðin til þess að útrýma biðlistum á öllum sviðum þjónustu er borgin veitir borgarbúum. Næstkomandi laugardag mun þér, kjósandi góður, verða boðið til mikillar lýðræðisveislu með fjölmörgum valkostum. Eina leiðin til þess að tryggja raunverulega valkosti í leik og starfi, er að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Nokkur orð um leikminjar Halldór Halldórsson Bakþankar Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Kæri Lars Agnar Tómas Möller Skoðun Milljarður evra til Pútíns á hverjum degi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gal(in) keppni þingmanna flokks fólksins Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Það sem skilur Sjálfstæðisflokkinn frá öðrum flokkum í borgarstjórnarkosningunum er að flokkurinn býður borgarbúum upp á raunverulegt valfrelsi í leik og starfi. Öll viljum við velja með hvaða hætti við ferðumst á milli staða í daglegu amstri, leik og starfi. Sjálfstæðisflokkurinn mun berjast fyrir að raunverulegir valkostir um mismunandi samgöngumáta verði fyrir hendi. Tryggja þarf þó að auknir möguleikar eins samgöngumáta, skerði ekki möguleika einhvers annars. Það er engin tilviljun að fjölgun íbúa á höfuðborgarsvæðinu er hlutfallslega minnst í Reykjavík. Þá þróun má fyrst og fremst rekja til þess að verulega hefur vantað upp á það, að Reykjavíkurborg með Samfylkingu í fararbroddi hefur ekki sinnt því sem skyldi að tryggja nægt framboð lóða á viðráðanlegu verði. Það er stefna Sjálfstæðisflokksins að fólk hafi val um búsetuform og í hvaða borgarhluta það kýs að búa. Tryggja þarf jafna möguleika á búsetu í þeim borgarhluta er það kýs að búa í. Nægt framboð lóða sem víðast í borgarlandinu á viðráðanlegu verði, líka í úthverfum mun tryggja raunverulegt valfrelsi fólks varðandi búsetuform og staðsetningu. Auka þarf valfrelsi foreldra barna á báðum skólastigum varðandi val á þeim skólum sem börnin þeirra hafa möguleika á að sækja. Það verður best tryggt með því að sem fjölbreyttast rekstrarform verði á skólum í borginni. Nýta þarf til fullnustu allt það rými sem skólar hafa til þess að skapa sér sérstöðu meðal annarra skóla. Einng þarf að stórefla samstarf og samráð skóla og foreldrafélaga. Að foreldrar verði upplýstir um stöðu skóla barna þeirra gagnvart öðrum skólum í borginni. Foreldrar eiga jú fullan rétt á því að vita hvar skóli barna þeirra stendur í samanburði við aðra skóla í borginni. Tryggja þarf fötluðum og öldruðum eins fjölbreytta þjónustukosti og hægt er. Tryggja þarf að fé fylgi þörf svo þeir einstaklingar sem eftir þjónustu sækjast geti sótt sér þá þjónustu þar sem þeim best hentar. Til þess að tryggja sem mest valfrelsi þarf að auka samkeppni á sem flestum sviðum þjónustu við borgarbúa. Án samkeppni og margbreytilegra kosta, er ekkert valfrelsi. Valfrelsi þrífst best í fjölbreytilegu umhverfi fjölbreyttra kosta. Þess vegna mun Sjálfstðisflokkurinn berjast fyrir heilbrigðri samkeppni og sem fjölbreyttustum valkostum um þjónustu við borgarbúa. Það er skilvirkasta og hagkvæmasta leiðin til þess að útrýma biðlistum á öllum sviðum þjónustu er borgin veitir borgarbúum. Næstkomandi laugardag mun þér, kjósandi góður, verða boðið til mikillar lýðræðisveislu með fjölmörgum valkostum. Eina leiðin til þess að tryggja raunverulega valkosti í leik og starfi, er að kjósa Sjálfstæðisflokkinn.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun