Audi RS3 með 525 hestöfl í Wörthersee Finnur Thorlacius skrifar 4. júní 2014 16:30 Audi RS3 með 525 hestafla vél var sýndur við Wörthersee vatnið austurríska. Í lok maí, eins og ár hvert, fer fram sýning á kraftmiklum bílum Volkswagen bílafjölskyldunnar við vatnið Wörthersee í Austurríki. Þar koma bílaáhugmenn saman og sýna og sjá afrakstur hvers annars við breytingar á hefðbundnum bílum í krafmiklar spyrnukerrur. Þar fara náttúrulega fremstir í flokki bílaframleiðendurnir sjálfir, þ.e. Volkswagen, Audi, Skoda, Seat og önnur þau bílamerki sem tilheyra hinni stóru bílafjölskyldu Volkswagen. Einn af flottari bílum sem sýndur verður í ár er þessi Audi RS3 bíll. Hann er ekki með þá 2,0 lítra vél sem verksmiðjuframleiddur Audi RS3 er með, heldur 2,5 lítra og 5 strokka forþjöppudrifna vél sem skilar litlum 525 hestöflum til allra hjólanna. Þessi bíll er ekki nema 3,6 sekúndur að skila sér í 100 km hraða og hámarkshraðinn er 306 km/klst. Hann stendur á 21 tommu álfelgum og er með carbon-ceramic bremsum. Fjöðrun bílsins hefur verið breytt til að takast á viða allt aflið og veitir víst ekki af. Margir athygliverðir bílar hafa sést á Wörthersee dögunum, sem hefjast nú 28. maí og standa til 31. maí, bílar eins og Audi A1 Clubsport Quattro, Volkswagen GTI W-12-650 og Skoda Fabia RS 200 Roadster. Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent
Í lok maí, eins og ár hvert, fer fram sýning á kraftmiklum bílum Volkswagen bílafjölskyldunnar við vatnið Wörthersee í Austurríki. Þar koma bílaáhugmenn saman og sýna og sjá afrakstur hvers annars við breytingar á hefðbundnum bílum í krafmiklar spyrnukerrur. Þar fara náttúrulega fremstir í flokki bílaframleiðendurnir sjálfir, þ.e. Volkswagen, Audi, Skoda, Seat og önnur þau bílamerki sem tilheyra hinni stóru bílafjölskyldu Volkswagen. Einn af flottari bílum sem sýndur verður í ár er þessi Audi RS3 bíll. Hann er ekki með þá 2,0 lítra vél sem verksmiðjuframleiddur Audi RS3 er með, heldur 2,5 lítra og 5 strokka forþjöppudrifna vél sem skilar litlum 525 hestöflum til allra hjólanna. Þessi bíll er ekki nema 3,6 sekúndur að skila sér í 100 km hraða og hámarkshraðinn er 306 km/klst. Hann stendur á 21 tommu álfelgum og er með carbon-ceramic bremsum. Fjöðrun bílsins hefur verið breytt til að takast á viða allt aflið og veitir víst ekki af. Margir athygliverðir bílar hafa sést á Wörthersee dögunum, sem hefjast nú 28. maí og standa til 31. maí, bílar eins og Audi A1 Clubsport Quattro, Volkswagen GTI W-12-650 og Skoda Fabia RS 200 Roadster.
Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent