Nýtum kosningaréttinn okkar Berglind Vignisdóttir skrifar 31. maí 2014 14:15 Samkvæmt Íslensku kosningarannsókninni síðustu ár eru ungt fólk sá hópur kjósenda sem er með hvað dræmustu kjörsóknina. Pólitíkin er margir hlutir og að mínu mati er hún spennandi, krefjandi og tækifæri til þess að gera betur. Hins vegar getur pólitíkin líka verið illskiljanleg, flókin og oft á tímum afskaplega langdregin. Margt ungt fólk hugsar þannig um pólitíkina, að hún sé málefni fullorðinna og við yngra fólkið þurfum ekki að hugsa út í þetta. Ég er algjörlega ósammála því. Stjórnmál eru málefni allra, sérstaklegra ungra kjósenda. Ég vil hvetja alla unga kjósendur að nýta sér þennan lýðræðislega rétt sem við eigum í þessu lýðræðislega samfélagi sem að við búum í.Það búa ekki allir við lýðræði Ég heimsótti Venesúela fyrr á þessu ári og var þar í mánuð. Daginn sem ég fór úr landi byrjuðu nemendur að mótmæla ríkisstjórninni á götum úti. Kosningar eru spilltar og stjórnvöld að sama skapi. Fólkið þar hefur ekkert val þegar kemur að stjórnvöldum og lýðræðið er ekki nema að nafninu til. Ég frétti af dauðsföllum ungra krakka þar sem hernum var skipað að skjóta á mótmælendur, og eftir mína eigin dvöl þarna hef ég það sterklega á tilfinningunni að stjórnvöld þar í landi standa ekki með fólkinu heldur á móti því. Ímyndið ykkur kæru ungu kjósendur að réttur ykkar væri svo skertur sem og allra í samfélaginu að þegar fólkið reynir að vekja athygli á erfiðleikum þá neita stjórnvöld fólkinu um internet, rafmagn og jafnvel vatn. Ímyndið ykkur að þegar þið mótmælið á götum úti fyrir rétti ykkar þá skýtur lögreglan á ykkur. Ímyndið ykkur að enginn fjölmiðill sé frjáls og að þátttaka í mótmælum gæti þýtt dauða. Ímyndaðu þér að lögreglan sé það spillt að þú ert jafn hræddur við hana og aðra ótínda glæpamenn.Nýtum réttinn Við búum í þjóðfélagi þar sem lýðræði er veruleiki og við ungir og aldnir eigum virkilega kost á því að breyta einhverju. Ég er ekki að biðja alla unga kjósendur að hella sér út í stjórnmál ef áhuginn liggur ekki þar, einungis að hugsa um þá möguleika sem við stöndum frammi fyrir. Ég hvet ykkur því að nýta kosingaréttinn ykkar. Ekki taka því sem gefnu. Farið á kjörstað og sannið að stjórnmál eru ekki einungis málefni fullorðinna, stjórnmálamanna eða hagfræðinga heldur samfélagsins í heild. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Nokkur orð um leikminjar Halldór Halldórsson Bakþankar Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Kæri Lars Agnar Tómas Möller Skoðun Milljarður evra til Pútíns á hverjum degi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gal(in) keppni þingmanna flokks fólksins Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Samkvæmt Íslensku kosningarannsókninni síðustu ár eru ungt fólk sá hópur kjósenda sem er með hvað dræmustu kjörsóknina. Pólitíkin er margir hlutir og að mínu mati er hún spennandi, krefjandi og tækifæri til þess að gera betur. Hins vegar getur pólitíkin líka verið illskiljanleg, flókin og oft á tímum afskaplega langdregin. Margt ungt fólk hugsar þannig um pólitíkina, að hún sé málefni fullorðinna og við yngra fólkið þurfum ekki að hugsa út í þetta. Ég er algjörlega ósammála því. Stjórnmál eru málefni allra, sérstaklegra ungra kjósenda. Ég vil hvetja alla unga kjósendur að nýta sér þennan lýðræðislega rétt sem við eigum í þessu lýðræðislega samfélagi sem að við búum í.Það búa ekki allir við lýðræði Ég heimsótti Venesúela fyrr á þessu ári og var þar í mánuð. Daginn sem ég fór úr landi byrjuðu nemendur að mótmæla ríkisstjórninni á götum úti. Kosningar eru spilltar og stjórnvöld að sama skapi. Fólkið þar hefur ekkert val þegar kemur að stjórnvöldum og lýðræðið er ekki nema að nafninu til. Ég frétti af dauðsföllum ungra krakka þar sem hernum var skipað að skjóta á mótmælendur, og eftir mína eigin dvöl þarna hef ég það sterklega á tilfinningunni að stjórnvöld þar í landi standa ekki með fólkinu heldur á móti því. Ímyndið ykkur kæru ungu kjósendur að réttur ykkar væri svo skertur sem og allra í samfélaginu að þegar fólkið reynir að vekja athygli á erfiðleikum þá neita stjórnvöld fólkinu um internet, rafmagn og jafnvel vatn. Ímyndið ykkur að þegar þið mótmælið á götum úti fyrir rétti ykkar þá skýtur lögreglan á ykkur. Ímyndið ykkur að enginn fjölmiðill sé frjáls og að þátttaka í mótmælum gæti þýtt dauða. Ímyndaðu þér að lögreglan sé það spillt að þú ert jafn hræddur við hana og aðra ótínda glæpamenn.Nýtum réttinn Við búum í þjóðfélagi þar sem lýðræði er veruleiki og við ungir og aldnir eigum virkilega kost á því að breyta einhverju. Ég er ekki að biðja alla unga kjósendur að hella sér út í stjórnmál ef áhuginn liggur ekki þar, einungis að hugsa um þá möguleika sem við stöndum frammi fyrir. Ég hvet ykkur því að nýta kosingaréttinn ykkar. Ekki taka því sem gefnu. Farið á kjörstað og sannið að stjórnmál eru ekki einungis málefni fullorðinna, stjórnmálamanna eða hagfræðinga heldur samfélagsins í heild.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun