Höfnun markaðsvæðingu skólakerfisins Hildur Friðriksdóttir skrifar 21. maí 2014 11:29 Fyrir skömmu hélt Margrét Pála, stofnandi og fræðslustjóri Hjallastefnunnar, erindi á ársfundi Samtaka atvinnulífsins. Þar kallaði hún eftir aðstoð atvinnulífsins við „bjarga‟ börnunum okkar frá eyðileggingarmætti skólakerfisins með því að „ráðast sem víðast‟ að því og byggja upp nýtt kerfi í samvinnu við hana. Það má því öllum ljóst vera að hér boðar Margrét Pála að eina lausnin við úreltu og einsleitu skólakerfi sé einkavæðing þess. Fjölmargir hafa tekið undir þetta sjónarmið og talað fyrir nauðsyn þess að innleiða svokallað fjölbreytt rekstrarfyrirkomulag til að svara auknum kröfum um nýjar áherslur í skólastarfi og meiri hagkvæmni í rekstri. Því hafa æ fleiri sveitarfélög kosið að fara þá leið að útvista hluta af skólastarfi sínu til einkaaðila. Markaðsvæðing skólakerfisins hér á landi er því hafin af fullri alvöru. Sams konar þróun hefur átt sér stað í fleiri löndum og er því tilvalið að líta til þeirrar reynslu sem þar er komin. Berglind Rós Magnúsdóttir hefur rannsakað áhrif markaðsvæðingar á breskt og bandarískt skólakerfi. Hún hefur bent á að óheft markaðsvæðing í skólakerfum skapi til lengri tíma meiri menningar- og stéttarmun milli skóla. Þar sem markaðslögmál ráða för í skólum verður meiri eftirspurn eftir nemendum sem þykja góðir fyrir ímynd skólans. Þannig er meiri eftirspurn eftir börnum foreldra sem hafa komið sér vel fyrir í samfélaginu og minni eftirspurn eftir þeim sem standa þar höllum fæti. Um 20 ár eru síðan Svíar veittu aukið svigrúm til einkareksturs innan skólakerfisins. Reynsla þeirra sýnir sömuleiðis að stéttarmunur milli skóla hefur aukist við breytt rekstrarfyrirkomulag og niðurstöður úr alþjóðlegum samanburðarmælingum hafa sýnt að hið aukna frjálsræði innan kerfisins hefur síður en svo verið til þess fallið að bæta námsárangur nemenda. Við í Vinstri grænum lítum svo á að uppbyggilegt og metnaðarfullt starf í almenningsskólum sé hornsteinn félagslegs réttlætis og jöfnuðar í samfélaginu. Tryggja þarf að allir nemendur eigi jafnan rétt og jafna möguleika á að stunda nám þar sem komið er til móts við þarfir hvers og eins. Það er okkar trú að slíkt verði einungis kleift með öflugu opinberu skólakerfi. Fagfólk skóla hefur í dag svigrúm til að þróa eigin stíl, stefnu og menningu. Svigrúm er því nú þegar til staðar fyrir fjölbreytileika á borð við Hjallastefnuna sem spratt einmitt fram innan opinbera kerfisins og í raun eru engin rök fyrir því að þeirri stefnu sé ekki hægt að framfylgja innan þess. Skólakerfið á að vera sameign okkar allra. Það á ekki að vera í einkaeign heldur að vera rekið fyrir fjármuni úr sameiginlegum sjóðum. Þess vegna hafnar Vinstri hreyfingin grænt framboð allri markaðsvæðingu skólakerfisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Sjá meira
Fyrir skömmu hélt Margrét Pála, stofnandi og fræðslustjóri Hjallastefnunnar, erindi á ársfundi Samtaka atvinnulífsins. Þar kallaði hún eftir aðstoð atvinnulífsins við „bjarga‟ börnunum okkar frá eyðileggingarmætti skólakerfisins með því að „ráðast sem víðast‟ að því og byggja upp nýtt kerfi í samvinnu við hana. Það má því öllum ljóst vera að hér boðar Margrét Pála að eina lausnin við úreltu og einsleitu skólakerfi sé einkavæðing þess. Fjölmargir hafa tekið undir þetta sjónarmið og talað fyrir nauðsyn þess að innleiða svokallað fjölbreytt rekstrarfyrirkomulag til að svara auknum kröfum um nýjar áherslur í skólastarfi og meiri hagkvæmni í rekstri. Því hafa æ fleiri sveitarfélög kosið að fara þá leið að útvista hluta af skólastarfi sínu til einkaaðila. Markaðsvæðing skólakerfisins hér á landi er því hafin af fullri alvöru. Sams konar þróun hefur átt sér stað í fleiri löndum og er því tilvalið að líta til þeirrar reynslu sem þar er komin. Berglind Rós Magnúsdóttir hefur rannsakað áhrif markaðsvæðingar á breskt og bandarískt skólakerfi. Hún hefur bent á að óheft markaðsvæðing í skólakerfum skapi til lengri tíma meiri menningar- og stéttarmun milli skóla. Þar sem markaðslögmál ráða för í skólum verður meiri eftirspurn eftir nemendum sem þykja góðir fyrir ímynd skólans. Þannig er meiri eftirspurn eftir börnum foreldra sem hafa komið sér vel fyrir í samfélaginu og minni eftirspurn eftir þeim sem standa þar höllum fæti. Um 20 ár eru síðan Svíar veittu aukið svigrúm til einkareksturs innan skólakerfisins. Reynsla þeirra sýnir sömuleiðis að stéttarmunur milli skóla hefur aukist við breytt rekstrarfyrirkomulag og niðurstöður úr alþjóðlegum samanburðarmælingum hafa sýnt að hið aukna frjálsræði innan kerfisins hefur síður en svo verið til þess fallið að bæta námsárangur nemenda. Við í Vinstri grænum lítum svo á að uppbyggilegt og metnaðarfullt starf í almenningsskólum sé hornsteinn félagslegs réttlætis og jöfnuðar í samfélaginu. Tryggja þarf að allir nemendur eigi jafnan rétt og jafna möguleika á að stunda nám þar sem komið er til móts við þarfir hvers og eins. Það er okkar trú að slíkt verði einungis kleift með öflugu opinberu skólakerfi. Fagfólk skóla hefur í dag svigrúm til að þróa eigin stíl, stefnu og menningu. Svigrúm er því nú þegar til staðar fyrir fjölbreytileika á borð við Hjallastefnuna sem spratt einmitt fram innan opinbera kerfisins og í raun eru engin rök fyrir því að þeirri stefnu sé ekki hægt að framfylgja innan þess. Skólakerfið á að vera sameign okkar allra. Það á ekki að vera í einkaeign heldur að vera rekið fyrir fjármuni úr sameiginlegum sjóðum. Þess vegna hafnar Vinstri hreyfingin grænt framboð allri markaðsvæðingu skólakerfisins.
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar