Í Garðabæ mega margir leggja fáa í einelti Halldór Jörgensson skrifar 23. maí 2014 10:16 Snemma árs 2010 tók ég mér frí og fór hringferð um landið. Ég heimsótti meðal annars skóla á landsbyggðinni og ræddi um netöryggi og rafrænt einelti. Á öllum stöðum sem ég kom á/heimsótti þekktu börnin dæmi um einhverja tegund eineltis hvort sem það var rafrænt eða í öðru formi. Einelti hverfur ekki úr skólum eða úr samfélaginu þótt af og til sé farið í „átak“ til að sporna við því. Þetta er eins og megrunarátakið, sem virkar bara tímabundið. Einelti kemur upp aftur og aftur. Þess vegna þarf sífellt að vera á verði gagnvart því og beita réttum aðferðum til að halda því í skefjum. Nýlegur fréttaflutningur af einelti, depurð og slagsmálum í Garðabæ hefur vakið viðbrögð ýmissa. Nýlega birtist grein í Garðapóstinum þar sem bent var á að fréttaflutningur af einelti og depurð væri villandi. Er þar meðal annars bent á að rannsóknin sé gömul eða um fjögurra til fimm ára. Þá er vikið að tíðni eineltis og bent á að fjöldi nemenda sem hafa upplifað einelti sé svipaður og í nágrannasveitarfélögum. Hins vegar sögðust fleiri nemendur í Garðabæ hafa tekið þátt í einelti „sem bendir til þess að á þessum tíma hafi margir tekið þátt í að leggja fáa í einelti“. Sem sagt, svipaður fjöldi þolenda og í öðrum sveitarfélögum en töluvert fleiri gerendur. Er það í lagi? Finnst okkur það ásættanlegt að stór hópur leggi minni hóp í einelti? Ef marka má greinina er hugsanlegt að þetta sé allt komið í lag núna þar sem upprunanleg könnun er gömul. Er það rétt? Greinin bendir einnig á að hægt sé að tilkynna einelti á vefsíðu Garðabæjar. Væri þá ekki réttast að birta upplýsingar um tíðni eineltistilkynninga, þróun þeirra og hve mikill fjöldi slíkra tilkynninga hefur fengið farsæla lausn? Sjálfur hef ég upplifað einelti í æsku minni og óska engum að vera í þeirri stöðu. Ekki einni manneskju. Síðastliðinn vetur hef ég svo heyrt af mörgum eineltistilfellum í Garðabæ. Tilfellum þar sem kerfið hefur brugðist því eina lausnin fyrir foreldra hefur verið að láta barnið skipta um skóla. Það er grafalvarlegt mál. Þess vegna skil ég ekki tilburði greinarhöfunda að réttlæta ástand sem greinilega er ekki í lagi. Væri ekki réttast að viðurkenna vandamálið og leita lausna á því í stað þess að vera í afneitun? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Halldór 03.1.2026 Halldór 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Snemma árs 2010 tók ég mér frí og fór hringferð um landið. Ég heimsótti meðal annars skóla á landsbyggðinni og ræddi um netöryggi og rafrænt einelti. Á öllum stöðum sem ég kom á/heimsótti þekktu börnin dæmi um einhverja tegund eineltis hvort sem það var rafrænt eða í öðru formi. Einelti hverfur ekki úr skólum eða úr samfélaginu þótt af og til sé farið í „átak“ til að sporna við því. Þetta er eins og megrunarátakið, sem virkar bara tímabundið. Einelti kemur upp aftur og aftur. Þess vegna þarf sífellt að vera á verði gagnvart því og beita réttum aðferðum til að halda því í skefjum. Nýlegur fréttaflutningur af einelti, depurð og slagsmálum í Garðabæ hefur vakið viðbrögð ýmissa. Nýlega birtist grein í Garðapóstinum þar sem bent var á að fréttaflutningur af einelti og depurð væri villandi. Er þar meðal annars bent á að rannsóknin sé gömul eða um fjögurra til fimm ára. Þá er vikið að tíðni eineltis og bent á að fjöldi nemenda sem hafa upplifað einelti sé svipaður og í nágrannasveitarfélögum. Hins vegar sögðust fleiri nemendur í Garðabæ hafa tekið þátt í einelti „sem bendir til þess að á þessum tíma hafi margir tekið þátt í að leggja fáa í einelti“. Sem sagt, svipaður fjöldi þolenda og í öðrum sveitarfélögum en töluvert fleiri gerendur. Er það í lagi? Finnst okkur það ásættanlegt að stór hópur leggi minni hóp í einelti? Ef marka má greinina er hugsanlegt að þetta sé allt komið í lag núna þar sem upprunanleg könnun er gömul. Er það rétt? Greinin bendir einnig á að hægt sé að tilkynna einelti á vefsíðu Garðabæjar. Væri þá ekki réttast að birta upplýsingar um tíðni eineltistilkynninga, þróun þeirra og hve mikill fjöldi slíkra tilkynninga hefur fengið farsæla lausn? Sjálfur hef ég upplifað einelti í æsku minni og óska engum að vera í þeirri stöðu. Ekki einni manneskju. Síðastliðinn vetur hef ég svo heyrt af mörgum eineltistilfellum í Garðabæ. Tilfellum þar sem kerfið hefur brugðist því eina lausnin fyrir foreldra hefur verið að láta barnið skipta um skóla. Það er grafalvarlegt mál. Þess vegna skil ég ekki tilburði greinarhöfunda að réttlæta ástand sem greinilega er ekki í lagi. Væri ekki réttast að viðurkenna vandamálið og leita lausna á því í stað þess að vera í afneitun?
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun