Ferðamannaborgirnar Hong Kong og Reykjavík Guðlaug Björnsdóttir skrifar 23. maí 2014 14:37 Reykvíkingar eru að upplifa vaxtaverki í kjölfar fjölgunar ferðamanna. Hong Kong borg hefur átt við þessi sömu vandamál að stríða. Íslendingar gætu átt von á að fjöldi ferðamanna nái 2 milljónum á ári frá árinu 2020. Hong Kong borg náði sambærilegum áfanga 2014. Í samtali við kjörræðismann Íslands í Hong Kong, Huldu Þóreyju Garðarsdóttur kom fram að íbúar þar eru sáttir við þennan fjölda ferðamanna. Hong Kong borg hefur unnið hörðum höndum að fá ferðamenn til borgarinnar og eru íbúar sáttir við kosti þess og galla að svo margir ferðamenn heimsæki borgina. Hong Kong búar ferðast mikið og tala upp til hópa ensku. Þetta er lykilatriði í því að draga að ferðamenn, að sátt sé um ferðamannaiðnaðinn í borginni. Það sem helst er talið neikvætt er að suma vinsæla daga eru öll hótel og veitingastaðir full, það jákvæða er að Hong Kong borg hefur góðar tekjur af ferðamönnum og hefur fjárfest mjög skynsamlega í að byggja upp þjónustu svo sem neðanjarðarlestakerfi og fjölbreytta afþreyingaþjónustu við ferðamenn dreift um alla borg. Fyrir nokkrum árum var sú pólitíska ákvörðun tekin að hleypa fjölda Kínverja frá meginlandi Kína inn til Hong Kong. Sköpuðust af þessu erfiðleikar þar sem þessi hópur ferðamanna var ekki með sama „prófíl“ og aðrir ferðamenn. Það tók nokkur ár að leysa þessi vandamál, var það m.a. gert með því að beina þessum hópi til annarra borgarhverfa en enskumælandi ferðamönnum og útbúa aðstöðu, þjónustu og afþreyingu fyrir þennan hóp í þeim borgarhverfum. Tekjur af ferðamönnum í Hong Kong námu yfir 1,5 milljón króna á ári per íbúa í Hong Kong. Fjöldi ferðamanna hefur aukist um allt að 20% á ári. í Hong Kong hafa stjórnvöld haft frumkvæði að byggja m.a. upp alþjóðlega bankamiðstöð, Disney Land, stóran nýjan alþjóðlegan flugvöll sem flutti á árinu 2013 51 milljón ferðamanna. Fyrir nokkrum árum var ákveðið að fella niður öll gjöld af víni, hefur það orðið til þess að mjög arðbær vínmiðstöð fyrir Asíu hefur risið í Hong Kong. Nýleg áhersla er á íþrótta ferðamennsku sem hefur gefist vel. Auk þess er enginn virðisaukaskattur er í Hong Kong. Í Reykjavík aftur á móti hefur vantað skýra stefnu varðandi fjölgun ferðamanna til borgarinnar. Reykjavíkurborg verður að vera meira leiðandi hvað varðar útfærslu og skipulag á þjónustu fyrir ferðamenn og til að tryggja þjónustu við þá og hafa tekjur af þeim. Tekjur af ferðamönnum eru enn töluvert minni á Íslandi en í Hong Kong en Hong Kong fær yfir 100% hærri tekjur per íbúa en við á Íslandi. í Hong Kong hefur tekjur per ferðamann lækkað við fjölgun ferðamanna sem koma stutt yfir landamærin við meginland Kína en mestu tekjur þeirra eru afferðamönnum sem sækja ráðstefnur, fjármálahverfið og skipulagða atburði. Þar sem ferðamenn til Íslands þurfa að leggja dálítið á sig til að koma hingað ætti tekjur af þeim að halda áfram að vera góðar þótt þeim fjölgi mjög mikið. Þjónusta við ferðamenn er orðin stærsta atvinnugrein á Íslandi. Á árinu 2013 eyddu ferðamenn 265 milljörðum á Íslandi, þessar tölur geta 3-4 faldast ef rétt er að því staðið. Ekki er hægt að horfa fram hjá því að 95% allra ferðamanna sem koma til Íslands koma til Reykjavíkur. Reykjavíkurborg þarf að dreifa þjónustu við ferðamenn í fleiri hverfi en 101. Yfir 70% ferðmanna fara t.d. í sund, væri ekki hægt að leggja meiri áherslu á hvað ferðamaðurinn getur gert í og við Laugardalinn við t.d. íþrótta og sport ferðamennsku? Einnig tel ég að gera þurfi betur í aðbúnaði fyrir ráðstefnugesti, áformað ráðstefnuhótel þarf að rísa sem fyrst. Banka og fjármálastarfsemi á ekki heima á sama stað og ráðstefnumiðstöð. Alla menningartengda starfsemi í Reykjavík þarf að efla og skipuleggja betur. Þar á meðal, norðurljósaferðir, hvalaskoðun, tónlistaviðburði, söfn, matar- og vínmenningu. og allt það sem veitir ánægju og afþreyingu. Stóraukin ferðamannafjöldi kallar á stefnumótun og aðgerðir Reykjavíkurborgar til að tryggja tekjur borgarinnar af þessari starfsemi auk atvinnu og lífsgæði okkar sem byggja Reykjavík. Sinnum þessu núna meðan enn er hægt að forða stórslysi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Halldór 03.1.2026 Halldór 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Reykvíkingar eru að upplifa vaxtaverki í kjölfar fjölgunar ferðamanna. Hong Kong borg hefur átt við þessi sömu vandamál að stríða. Íslendingar gætu átt von á að fjöldi ferðamanna nái 2 milljónum á ári frá árinu 2020. Hong Kong borg náði sambærilegum áfanga 2014. Í samtali við kjörræðismann Íslands í Hong Kong, Huldu Þóreyju Garðarsdóttur kom fram að íbúar þar eru sáttir við þennan fjölda ferðamanna. Hong Kong borg hefur unnið hörðum höndum að fá ferðamenn til borgarinnar og eru íbúar sáttir við kosti þess og galla að svo margir ferðamenn heimsæki borgina. Hong Kong búar ferðast mikið og tala upp til hópa ensku. Þetta er lykilatriði í því að draga að ferðamenn, að sátt sé um ferðamannaiðnaðinn í borginni. Það sem helst er talið neikvætt er að suma vinsæla daga eru öll hótel og veitingastaðir full, það jákvæða er að Hong Kong borg hefur góðar tekjur af ferðamönnum og hefur fjárfest mjög skynsamlega í að byggja upp þjónustu svo sem neðanjarðarlestakerfi og fjölbreytta afþreyingaþjónustu við ferðamenn dreift um alla borg. Fyrir nokkrum árum var sú pólitíska ákvörðun tekin að hleypa fjölda Kínverja frá meginlandi Kína inn til Hong Kong. Sköpuðust af þessu erfiðleikar þar sem þessi hópur ferðamanna var ekki með sama „prófíl“ og aðrir ferðamenn. Það tók nokkur ár að leysa þessi vandamál, var það m.a. gert með því að beina þessum hópi til annarra borgarhverfa en enskumælandi ferðamönnum og útbúa aðstöðu, þjónustu og afþreyingu fyrir þennan hóp í þeim borgarhverfum. Tekjur af ferðamönnum í Hong Kong námu yfir 1,5 milljón króna á ári per íbúa í Hong Kong. Fjöldi ferðamanna hefur aukist um allt að 20% á ári. í Hong Kong hafa stjórnvöld haft frumkvæði að byggja m.a. upp alþjóðlega bankamiðstöð, Disney Land, stóran nýjan alþjóðlegan flugvöll sem flutti á árinu 2013 51 milljón ferðamanna. Fyrir nokkrum árum var ákveðið að fella niður öll gjöld af víni, hefur það orðið til þess að mjög arðbær vínmiðstöð fyrir Asíu hefur risið í Hong Kong. Nýleg áhersla er á íþrótta ferðamennsku sem hefur gefist vel. Auk þess er enginn virðisaukaskattur er í Hong Kong. Í Reykjavík aftur á móti hefur vantað skýra stefnu varðandi fjölgun ferðamanna til borgarinnar. Reykjavíkurborg verður að vera meira leiðandi hvað varðar útfærslu og skipulag á þjónustu fyrir ferðamenn og til að tryggja þjónustu við þá og hafa tekjur af þeim. Tekjur af ferðamönnum eru enn töluvert minni á Íslandi en í Hong Kong en Hong Kong fær yfir 100% hærri tekjur per íbúa en við á Íslandi. í Hong Kong hefur tekjur per ferðamann lækkað við fjölgun ferðamanna sem koma stutt yfir landamærin við meginland Kína en mestu tekjur þeirra eru afferðamönnum sem sækja ráðstefnur, fjármálahverfið og skipulagða atburði. Þar sem ferðamenn til Íslands þurfa að leggja dálítið á sig til að koma hingað ætti tekjur af þeim að halda áfram að vera góðar þótt þeim fjölgi mjög mikið. Þjónusta við ferðamenn er orðin stærsta atvinnugrein á Íslandi. Á árinu 2013 eyddu ferðamenn 265 milljörðum á Íslandi, þessar tölur geta 3-4 faldast ef rétt er að því staðið. Ekki er hægt að horfa fram hjá því að 95% allra ferðamanna sem koma til Íslands koma til Reykjavíkur. Reykjavíkurborg þarf að dreifa þjónustu við ferðamenn í fleiri hverfi en 101. Yfir 70% ferðmanna fara t.d. í sund, væri ekki hægt að leggja meiri áherslu á hvað ferðamaðurinn getur gert í og við Laugardalinn við t.d. íþrótta og sport ferðamennsku? Einnig tel ég að gera þurfi betur í aðbúnaði fyrir ráðstefnugesti, áformað ráðstefnuhótel þarf að rísa sem fyrst. Banka og fjármálastarfsemi á ekki heima á sama stað og ráðstefnumiðstöð. Alla menningartengda starfsemi í Reykjavík þarf að efla og skipuleggja betur. Þar á meðal, norðurljósaferðir, hvalaskoðun, tónlistaviðburði, söfn, matar- og vínmenningu. og allt það sem veitir ánægju og afþreyingu. Stóraukin ferðamannafjöldi kallar á stefnumótun og aðgerðir Reykjavíkurborgar til að tryggja tekjur borgarinnar af þessari starfsemi auk atvinnu og lífsgæði okkar sem byggja Reykjavík. Sinnum þessu núna meðan enn er hægt að forða stórslysi.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun