Hvers vegna íþróttir? Gísli H. Halldórsson skrifar 26. maí 2014 14:51 Íþróttaiðkun gegnir mikilvægu hlutverki í okkar samfélagi. Sumir stjórnmálamenn leggja mikla áherslu á fjármagn til íþróttastarfsemi. Hvers vegna þessar áherslur? Af hverju að eyða svo miklu almanna fé í íþróttir þegar nóg annað er við peningana að gera? Heilbrigð hreyfing, eins og flestar íþróttir, er góð fyrir heilsuna, styrkir líkamlegt atgervi og getur þannig bætt lífsgæði og jafnvel aukið langlífi. Afreksíþróttafólk getur orðið börnum og ungu fólki hvatning til að setja sér markmið í lífinu og fylgja þeim eftir, ýmist í sömu íþrótt eða á öðrum sviðum. Sá farvegur er flestum heppilegur og líklegur til aukinnar lífshamingju. Íþróttaiðkun ungmenna er mjög þroskandi á marga vegu og er því eftirsóknarvert takmark í samfélaginu. Fyrir utan almennt góð áhrif á heilbrigði og líkamsþroska þá er íþróttaiðkun ungmenna líkleg til að auka getu og þroska þeirra til að taka þátt í samfélaginu, í liðsheildum og hópavinnu. Í hverju samfélagi eru þetta mikilvægir eiginleikar. Í dag er þetta orðið fólki enn betur ljóst, því eins segir í slagorðinu frá „Aldrei fór ég suður“: „Maður gerir ekki rassgat einn!“Umgjörð íþróttaÍþróttir þurfa góða umgjörð: Faglega leiðbeinendur og þjálfara, upprætingu á fordómum og misrétti, þátttöku aðstandenda og að sjálfsögðu góða aðstöðu. Gott samstarf við HSV hefur gefið okkur tækifæri til að opna aðgengi að íþróttum fyrir sífellt fleiri börnum og eiga þau nú flest einhver tækifæri. Þetta góða samstarf þarf að halda áfram að þroskast. Mannvirki til íþróttaiðkunar eru í sífelldri eftirspurn. Hátt ber þar yfirleitt mannvirki sem tengjast knattspyrnuiðkun, enda gífurlega fjölmenn og vinsæl íþrótt. Við byggjum auðvitað ekki hvað sem er hvenær sem er, en skynsamlegar fjárfestingar á heppilegum tíma hljóta alltaf að koma til greina.Aðeins það bestaÍ samstarfi við íþróttafélögin í Ísafjarðarbæ hefur nú verið unninn eins konar forgangslisti íþróttamannvirkja, þ.e. hvaða mannvirki hvert íþróttafélag leggur sérstaka áherslu á. Í-listinn, listi íbúanna, mun leggja sérstaka rækt við áframhaldandi samstarf við íþróttafélögin, með milligöngu HSV, um að uppfæra og endurskoða þennan lista og leita hagkvæmra leiða til að koma áhrifaríkum lausnum í framkvæmd eftir því sem tækifærin gefast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Vestfirðir Mest lesið Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson Skoðun Klám Guðmundur Brynjólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson skrifar Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Íþróttaiðkun gegnir mikilvægu hlutverki í okkar samfélagi. Sumir stjórnmálamenn leggja mikla áherslu á fjármagn til íþróttastarfsemi. Hvers vegna þessar áherslur? Af hverju að eyða svo miklu almanna fé í íþróttir þegar nóg annað er við peningana að gera? Heilbrigð hreyfing, eins og flestar íþróttir, er góð fyrir heilsuna, styrkir líkamlegt atgervi og getur þannig bætt lífsgæði og jafnvel aukið langlífi. Afreksíþróttafólk getur orðið börnum og ungu fólki hvatning til að setja sér markmið í lífinu og fylgja þeim eftir, ýmist í sömu íþrótt eða á öðrum sviðum. Sá farvegur er flestum heppilegur og líklegur til aukinnar lífshamingju. Íþróttaiðkun ungmenna er mjög þroskandi á marga vegu og er því eftirsóknarvert takmark í samfélaginu. Fyrir utan almennt góð áhrif á heilbrigði og líkamsþroska þá er íþróttaiðkun ungmenna líkleg til að auka getu og þroska þeirra til að taka þátt í samfélaginu, í liðsheildum og hópavinnu. Í hverju samfélagi eru þetta mikilvægir eiginleikar. Í dag er þetta orðið fólki enn betur ljóst, því eins segir í slagorðinu frá „Aldrei fór ég suður“: „Maður gerir ekki rassgat einn!“Umgjörð íþróttaÍþróttir þurfa góða umgjörð: Faglega leiðbeinendur og þjálfara, upprætingu á fordómum og misrétti, þátttöku aðstandenda og að sjálfsögðu góða aðstöðu. Gott samstarf við HSV hefur gefið okkur tækifæri til að opna aðgengi að íþróttum fyrir sífellt fleiri börnum og eiga þau nú flest einhver tækifæri. Þetta góða samstarf þarf að halda áfram að þroskast. Mannvirki til íþróttaiðkunar eru í sífelldri eftirspurn. Hátt ber þar yfirleitt mannvirki sem tengjast knattspyrnuiðkun, enda gífurlega fjölmenn og vinsæl íþrótt. Við byggjum auðvitað ekki hvað sem er hvenær sem er, en skynsamlegar fjárfestingar á heppilegum tíma hljóta alltaf að koma til greina.Aðeins það bestaÍ samstarfi við íþróttafélögin í Ísafjarðarbæ hefur nú verið unninn eins konar forgangslisti íþróttamannvirkja, þ.e. hvaða mannvirki hvert íþróttafélag leggur sérstaka áherslu á. Í-listinn, listi íbúanna, mun leggja sérstaka rækt við áframhaldandi samstarf við íþróttafélögin, með milligöngu HSV, um að uppfæra og endurskoða þennan lista og leita hagkvæmra leiða til að koma áhrifaríkum lausnum í framkvæmd eftir því sem tækifærin gefast.
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar