Hættuminni sprautunálar og neyslurými, já takk! Eva Guðrún Gunnbjörnsdóttir skrifar 26. maí 2014 17:13 Síðastliðinn vetur var aðbúnaður utangarðsfólks töluvert í umræðunni. Þá var m.a. rætt plássleysi í gistiskýlum Reykjavíkurborgar og um mikilvægi dreifingu hreinna sprautnála. Sumum finnst þessi málaflokkur ekki skipta máli en hann gerir það. Með aðgerðum í þessum málaflokki er unnið á móti dreifingu sjúkdóma og gífurlega háar fjárhæðir sparast þegar til framtíðar er litið. Við í Dögun í Reykjavík viljum að fólk sem neytir fíkniefna í æð hafi ótakmarkað aðgengi að hreinum sprautunálum í Reykjavík. Dögun í Reykjavík vill einnig panta til landsins sprautur sem eru þannig hannaðar að nálin fellur inn í sprautuna að notkun lokinni. Þannig er hægt að sporna við deilingu sprautunála, smithætta minnkar sem og hætta af völdum förgunar nála á víðavangi. Við í Dögun viljum einnig að förgunarboxum verði dreift þannig að fólk sem notar fíkniefni í æð geti fargað notuðum sprautum í þar til gerð box. Það hefur sýnt sig og sannað að þetta er gerlegt og að margir fíkniefnaneytendur axla þessa ábyrgð samviskusamlega. Dögun í Reykjavík mun ávallt hvetja fólk til ábyrgðar á eigin heilsufari. Dögun í Reykjavík vill einnig koma upp neyslurými. Víða um heim er komin góð reynsla af slíkri aðstöðu. Tekið skal fram að fólk sem leitar í slík rými er ekki nýbyrjað í fíkniefnaneyslu heldur langt leitt. Í slíku neyslurými verði heilbrigðisstarfsfólk sem geti hlúð að þeim einstaklingum er þangað leita. Neyslurými eykur öryggi margra sem munu einnig geta fengið aðstoð við að sprauta sig óski þeir þess, því margir valda sjálfum sér skaða er þeir sprauta sig. Einnig verður hægt að sækja þangað lyf, s.s. sýklalyf, eða aðra heilbrigðisþjónustu. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin styður eindregið við skaðaminnkandi aðferðarfræði og úrræði. Mannréttindaframboð Dögunar þarf á þínu atkvæði að halda til þess að fulltrúar Dögunar í Reykjavík geti unnið að þessum mikilvæga málstað innan Reykjavíkurborgar, X-T. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verðbólguna Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Síðastliðinn vetur var aðbúnaður utangarðsfólks töluvert í umræðunni. Þá var m.a. rætt plássleysi í gistiskýlum Reykjavíkurborgar og um mikilvægi dreifingu hreinna sprautnála. Sumum finnst þessi málaflokkur ekki skipta máli en hann gerir það. Með aðgerðum í þessum málaflokki er unnið á móti dreifingu sjúkdóma og gífurlega háar fjárhæðir sparast þegar til framtíðar er litið. Við í Dögun í Reykjavík viljum að fólk sem neytir fíkniefna í æð hafi ótakmarkað aðgengi að hreinum sprautunálum í Reykjavík. Dögun í Reykjavík vill einnig panta til landsins sprautur sem eru þannig hannaðar að nálin fellur inn í sprautuna að notkun lokinni. Þannig er hægt að sporna við deilingu sprautunála, smithætta minnkar sem og hætta af völdum förgunar nála á víðavangi. Við í Dögun viljum einnig að förgunarboxum verði dreift þannig að fólk sem notar fíkniefni í æð geti fargað notuðum sprautum í þar til gerð box. Það hefur sýnt sig og sannað að þetta er gerlegt og að margir fíkniefnaneytendur axla þessa ábyrgð samviskusamlega. Dögun í Reykjavík mun ávallt hvetja fólk til ábyrgðar á eigin heilsufari. Dögun í Reykjavík vill einnig koma upp neyslurými. Víða um heim er komin góð reynsla af slíkri aðstöðu. Tekið skal fram að fólk sem leitar í slík rými er ekki nýbyrjað í fíkniefnaneyslu heldur langt leitt. Í slíku neyslurými verði heilbrigðisstarfsfólk sem geti hlúð að þeim einstaklingum er þangað leita. Neyslurými eykur öryggi margra sem munu einnig geta fengið aðstoð við að sprauta sig óski þeir þess, því margir valda sjálfum sér skaða er þeir sprauta sig. Einnig verður hægt að sækja þangað lyf, s.s. sýklalyf, eða aðra heilbrigðisþjónustu. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin styður eindregið við skaðaminnkandi aðferðarfræði og úrræði. Mannréttindaframboð Dögunar þarf á þínu atkvæði að halda til þess að fulltrúar Dögunar í Reykjavík geti unnið að þessum mikilvæga málstað innan Reykjavíkurborgar, X-T.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar