Glæst innanrými Volvo XC90 Finnur Thorlacius skrifar 27. maí 2014 15:15 Ekki beint óvistlegur að innan hinn nýi Volvo XC90. Styttast fer í kynningu á nýja XC90 jeppanum frá Volvo og fyrirtækið birti í dag fyrstu myndir af innanrými hans. Það kemur kannski ekki mikið á óvart að þar ræður glæsileikinn ríkjum, en einnig sænsk naumhyggja. Hann er sannarlega sænskur og meira að segja er sænski fáninn bróderaður í sætin. Þurft hefur að höggva niður nokkur tré til að ljá innanrými hans glæsileika og sjálfskiptihnúðurinn er úr kristal frá Orrefors í Svíþjóð. Það er þó ekkert naumhyggjulegt við flennistóran snertiskjáinn fyrir miðju mælaborðsins. Hann er hærri en hann er breiður, líkt og í Tesla Model S, en það er sjaldséð í bílum. Mælaborðið sjálft er stafrænt að sjá. Þrjár sætaraðir eru í bílnum og stilla má hvert sæti fyrir sig í annarri sætaröðinni og fínt pláss á að vera fyrir farþega í þeirri öftustu. Volvo XC90 verður endanlega sýndur umheiminum í ágúst, en hætt er við því að Volvo eigi eftir að sýna meira af bílnum í hæfilegum skömmtum og þá ekki síst af endanlegu ytra útliti bílsins. Þrjár sætaraðir og vel á að fara um alla farþega. Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent
Styttast fer í kynningu á nýja XC90 jeppanum frá Volvo og fyrirtækið birti í dag fyrstu myndir af innanrými hans. Það kemur kannski ekki mikið á óvart að þar ræður glæsileikinn ríkjum, en einnig sænsk naumhyggja. Hann er sannarlega sænskur og meira að segja er sænski fáninn bróderaður í sætin. Þurft hefur að höggva niður nokkur tré til að ljá innanrými hans glæsileika og sjálfskiptihnúðurinn er úr kristal frá Orrefors í Svíþjóð. Það er þó ekkert naumhyggjulegt við flennistóran snertiskjáinn fyrir miðju mælaborðsins. Hann er hærri en hann er breiður, líkt og í Tesla Model S, en það er sjaldséð í bílum. Mælaborðið sjálft er stafrænt að sjá. Þrjár sætaraðir eru í bílnum og stilla má hvert sæti fyrir sig í annarri sætaröðinni og fínt pláss á að vera fyrir farþega í þeirri öftustu. Volvo XC90 verður endanlega sýndur umheiminum í ágúst, en hætt er við því að Volvo eigi eftir að sýna meira af bílnum í hæfilegum skömmtum og þá ekki síst af endanlegu ytra útliti bílsins. Þrjár sætaraðir og vel á að fara um alla farþega.
Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent