Barnafjölskyldur í fyrsta sæti Helga María Hallgrímsdóttir skrifar 27. maí 2014 15:11 Útgjöld barnafjölskyldna eru há, sérstaklega hjá barnmörgum fjölskyldum. Framsóknarkonur og -menn í Kópavogi setja barnafjölskyldur í fyrsta sæti. Við teljum góða rekstrarafkomu núverandi meirihluta, sem Framsókn er aðili að, gefa svigrúm til að gera betur við barnafjölskyldur og viljum gera það með ýmsu móti. Fyrst má nefna aukið framlag til foreldra barna sem eru í gæslu hjá dagforeldrum. Margir foreldrar myndu gjarnan vilja hafa börnin sín lengur hjá dagforeldrum en geta það ekki af fjárhagsástæðum. Kostnaður foreldra vegna daggæslu hjá dagforeldrum er mun hærri en vegna leikskóladvalar. Hvert pláss hjá dagforeldri kostar Kópavogsbæ rúmar 46.000 kr. á mánuði en hvert leikskólapláss rúmar 90.000 kr. Foreldrar greiða um 28.000 kr. fyrir 8 tíma dvöl á leikskóla en um 50.000 kr til dagforeldra. Með auknu framlagi yrði gjaldið sem foreldrar sjálfir greiða dagforeldrum lægra og óskastaðan væri að komast eins nálægt leikskólagjaldinu og mögulegt er. Foreldrar gætu því valið dvalarstað barna sinna óháð kostnaðarþættinum. Með þessu móti myndi þrýstingur á leikskólapláss af fjárhagsástæðum minnka. Setja þarf af stað markvissa áætlun til að fjölga dagforeldrum í Kópavogi. Það er ekki ásættanlegt að foreldrar þurfi að leita út fyrir bæjarfélagið til þess að fá pláss fyrir börn sín hjá dagforeldrum. Annað mikilvægt mál fyrir barnafjölskyldur er hækkun systkinaafsláttar af dvalargjöldum barna. Hann viljum við hækka hann úr 30% í 50% af dvalargjaldi annars barns og úr 75% í 100% af dvalargjaldi þriðja barns eða fleiri. Systkinaafsláttur gildir þvert á dvalarúrræðin, þ.e daggæslu dagforeldra, leikskóla og/eða dægradvöl grunnskóla. Auk þess viljum við vinna að því að leikskólagjöld lækki til samræmis við það besta sem gerist á höfuðborgarsvæðinu. Síðast en ekki síst ber svo að nefna betra frístundakort að upphæð 40.000 kr. fyrir börn og ungmenni til íþrótta- og tómstundaiðkunar, þ.m.t tónlistarnám. Við teljum að upphæð kortsins eigi að vera án kvaða um tvær greinar og úthlutar fjölskyldan upphæðinni í gegnum rafræna íbúagátt. Ég hvet ykkur til að setja X við B fyrir barnafjölskyldur! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Útgjöld barnafjölskyldna eru há, sérstaklega hjá barnmörgum fjölskyldum. Framsóknarkonur og -menn í Kópavogi setja barnafjölskyldur í fyrsta sæti. Við teljum góða rekstrarafkomu núverandi meirihluta, sem Framsókn er aðili að, gefa svigrúm til að gera betur við barnafjölskyldur og viljum gera það með ýmsu móti. Fyrst má nefna aukið framlag til foreldra barna sem eru í gæslu hjá dagforeldrum. Margir foreldrar myndu gjarnan vilja hafa börnin sín lengur hjá dagforeldrum en geta það ekki af fjárhagsástæðum. Kostnaður foreldra vegna daggæslu hjá dagforeldrum er mun hærri en vegna leikskóladvalar. Hvert pláss hjá dagforeldri kostar Kópavogsbæ rúmar 46.000 kr. á mánuði en hvert leikskólapláss rúmar 90.000 kr. Foreldrar greiða um 28.000 kr. fyrir 8 tíma dvöl á leikskóla en um 50.000 kr til dagforeldra. Með auknu framlagi yrði gjaldið sem foreldrar sjálfir greiða dagforeldrum lægra og óskastaðan væri að komast eins nálægt leikskólagjaldinu og mögulegt er. Foreldrar gætu því valið dvalarstað barna sinna óháð kostnaðarþættinum. Með þessu móti myndi þrýstingur á leikskólapláss af fjárhagsástæðum minnka. Setja þarf af stað markvissa áætlun til að fjölga dagforeldrum í Kópavogi. Það er ekki ásættanlegt að foreldrar þurfi að leita út fyrir bæjarfélagið til þess að fá pláss fyrir börn sín hjá dagforeldrum. Annað mikilvægt mál fyrir barnafjölskyldur er hækkun systkinaafsláttar af dvalargjöldum barna. Hann viljum við hækka hann úr 30% í 50% af dvalargjaldi annars barns og úr 75% í 100% af dvalargjaldi þriðja barns eða fleiri. Systkinaafsláttur gildir þvert á dvalarúrræðin, þ.e daggæslu dagforeldra, leikskóla og/eða dægradvöl grunnskóla. Auk þess viljum við vinna að því að leikskólagjöld lækki til samræmis við það besta sem gerist á höfuðborgarsvæðinu. Síðast en ekki síst ber svo að nefna betra frístundakort að upphæð 40.000 kr. fyrir börn og ungmenni til íþrótta- og tómstundaiðkunar, þ.m.t tónlistarnám. Við teljum að upphæð kortsins eigi að vera án kvaða um tvær greinar og úthlutar fjölskyldan upphæðinni í gegnum rafræna íbúagátt. Ég hvet ykkur til að setja X við B fyrir barnafjölskyldur!
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun