Reykjavíkurborg miðstöð ferðamanna á Íslandi Guðlaug Björnsdóttir skrifar 28. maí 2014 14:21 Ferðamenn munu skila 2650 milljörðum í tekjum til þjóðfélagsins á næstu 10 árum ef þeim fjölgar ekki frá því sem nú er. Fjölgi ferðamönnum í 2 milljónir á ári á næstu sex til sjö árum má búast við að þeir munu skila á næstu 10 árum allt að 7000 milljörðum, eða 800 milljörðum á ári í þjóðarbúið. Þetta mun ekki ganga eftir átakalaust. Lauslega áætlað þarf hið opinbera að fjárfesta, á næstu árum, fyrir að minnstakosti 100 milljarða í innviðum umfram það sem nú eru áform um. Verði það ekki gert mun það leiða til þess að lífsgæði í Reykjavík versni og síðan hafa áhrif á fjölda ferðamanna til fækkunar. Reykjavíkurborg þarf að taka frumkvæði í þessu máli og gera meira en standa að „heildstæðri kynningu og markaðssetningu á Reykjavík”, það þarf að bregðast við því að ferðamönnum fjölgar hratt í Reykjavík, innviðirnir eru ekki til staðar til að taka við fleiri ferðamönnum. Reykjavíkurborg mun þurfa að fjárfesta veruleg á næsta kjörtímabili í innviðum borgarinnar til að taki við þessum aukna ferðamannafjölda. Hér er lagt til að á næsta kjörtímabili verði lögð veruleg áhersla á að skipuleggja hvernig best verði að því staðið að taka á móti ferðamönnum í Reykjavík. Horft verði á í hvaða fjárfestingar Reykjavík muni þurfa að fara út í, til að geta sem best þjónað ferðamönnum á sama tíma og hagsmunir þeirra sem búa í Reykjavík séu hafðir að leiðarljósi. Sett verði fram áætlun og henni fylgt eftir um að svæðisskipta Reykjavík. Í kringum Laugardalinn verði t.d. lögð áhersla á íþróttir og heilbrigðismál. Í miðbænum verði lögð áhersla á menningu, tónlist, söfn og ráðstefnuhald. Við Sundahöfn verði lögð áhersla á móttöku skemmtiferðaskipa. Skoðað verði samstarf við nágranna sveitarfélögin um sérhæfingu þeirra. Við nýbyggingu Landsspítala verði hugsað fyrir þjónustu við ferðamenn, bæði af hendi hins opinbera og einkaaðila. Háskólarnir og aðrar kennslustofnanir í Reykjavík eru að mynda klasa á milli Háskóla Íslands og Háskóla Reykjavíkur. Við Reykjavíkurhöfn og Örfirisey er hægt að auka þjónustu við hvalaskoðun, sjóstangarveiði og aðra slíka þjónustu en flytja þaðan það sem gæti átt betur heima annars staðar. Hægt er að hlúa að Borgartúni sem fjármálamiðstöð landsins, þar á nýr Landsbanki heima. Hægt er að sjá fyrir sér fleiri svæði í Reykjavík sem aðdráttarafl fyrir ferðamenn, svo sem Kringlan, Skeifan og önnur sérhæfð svæði. Til að fylgja þessu eftir þarf að fara yfir staðsetningu hótela, annarra gististaða, veitingastaða og tengdrar þjónustu. Samgöngur, hjólreiðarstígar, hlaupabrautir, sundlaugar og aðrir innviðir eru líka mikilvægir. Til að sinna þessu á vel heppnaðan hátt mun Reykjavíkurborg þurfa að auka fjárfestingar sínar í innviðum, vinna með hagsmunaðilum og borgarbúum. Rétt útfærðar framkvæmdir á vegum Reykjavíkurborgar og annarra aðila mun auka tekjur borgarinnar, skaffa fleiri íbúum vinnu og auka lífsgæði okkar sem búum í Reykjavík. Viðhorf þeirra sem hafa stjórnað Reykjavík síðustu ár er að brosa í forundran og segja að það sé nú ótrúlegt hvað margir ferðmenn séu að koma til borgarinnar. Sjálfstæðisflokknum er best treystandi til að útfæra og framkvæma snjalla áætlun um hvernig við getum á sama tíma fjölgað ferðamönnum, skaffað atvinnu, aukið tekjur borgarinnar og séð til þess að það verði dásamlegra að búa í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Ferðamenn munu skila 2650 milljörðum í tekjum til þjóðfélagsins á næstu 10 árum ef þeim fjölgar ekki frá því sem nú er. Fjölgi ferðamönnum í 2 milljónir á ári á næstu sex til sjö árum má búast við að þeir munu skila á næstu 10 árum allt að 7000 milljörðum, eða 800 milljörðum á ári í þjóðarbúið. Þetta mun ekki ganga eftir átakalaust. Lauslega áætlað þarf hið opinbera að fjárfesta, á næstu árum, fyrir að minnstakosti 100 milljarða í innviðum umfram það sem nú eru áform um. Verði það ekki gert mun það leiða til þess að lífsgæði í Reykjavík versni og síðan hafa áhrif á fjölda ferðamanna til fækkunar. Reykjavíkurborg þarf að taka frumkvæði í þessu máli og gera meira en standa að „heildstæðri kynningu og markaðssetningu á Reykjavík”, það þarf að bregðast við því að ferðamönnum fjölgar hratt í Reykjavík, innviðirnir eru ekki til staðar til að taka við fleiri ferðamönnum. Reykjavíkurborg mun þurfa að fjárfesta veruleg á næsta kjörtímabili í innviðum borgarinnar til að taki við þessum aukna ferðamannafjölda. Hér er lagt til að á næsta kjörtímabili verði lögð veruleg áhersla á að skipuleggja hvernig best verði að því staðið að taka á móti ferðamönnum í Reykjavík. Horft verði á í hvaða fjárfestingar Reykjavík muni þurfa að fara út í, til að geta sem best þjónað ferðamönnum á sama tíma og hagsmunir þeirra sem búa í Reykjavík séu hafðir að leiðarljósi. Sett verði fram áætlun og henni fylgt eftir um að svæðisskipta Reykjavík. Í kringum Laugardalinn verði t.d. lögð áhersla á íþróttir og heilbrigðismál. Í miðbænum verði lögð áhersla á menningu, tónlist, söfn og ráðstefnuhald. Við Sundahöfn verði lögð áhersla á móttöku skemmtiferðaskipa. Skoðað verði samstarf við nágranna sveitarfélögin um sérhæfingu þeirra. Við nýbyggingu Landsspítala verði hugsað fyrir þjónustu við ferðamenn, bæði af hendi hins opinbera og einkaaðila. Háskólarnir og aðrar kennslustofnanir í Reykjavík eru að mynda klasa á milli Háskóla Íslands og Háskóla Reykjavíkur. Við Reykjavíkurhöfn og Örfirisey er hægt að auka þjónustu við hvalaskoðun, sjóstangarveiði og aðra slíka þjónustu en flytja þaðan það sem gæti átt betur heima annars staðar. Hægt er að hlúa að Borgartúni sem fjármálamiðstöð landsins, þar á nýr Landsbanki heima. Hægt er að sjá fyrir sér fleiri svæði í Reykjavík sem aðdráttarafl fyrir ferðamenn, svo sem Kringlan, Skeifan og önnur sérhæfð svæði. Til að fylgja þessu eftir þarf að fara yfir staðsetningu hótela, annarra gististaða, veitingastaða og tengdrar þjónustu. Samgöngur, hjólreiðarstígar, hlaupabrautir, sundlaugar og aðrir innviðir eru líka mikilvægir. Til að sinna þessu á vel heppnaðan hátt mun Reykjavíkurborg þurfa að auka fjárfestingar sínar í innviðum, vinna með hagsmunaðilum og borgarbúum. Rétt útfærðar framkvæmdir á vegum Reykjavíkurborgar og annarra aðila mun auka tekjur borgarinnar, skaffa fleiri íbúum vinnu og auka lífsgæði okkar sem búum í Reykjavík. Viðhorf þeirra sem hafa stjórnað Reykjavík síðustu ár er að brosa í forundran og segja að það sé nú ótrúlegt hvað margir ferðmenn séu að koma til borgarinnar. Sjálfstæðisflokknum er best treystandi til að útfæra og framkvæma snjalla áætlun um hvernig við getum á sama tíma fjölgað ferðamönnum, skaffað atvinnu, aukið tekjur borgarinnar og séð til þess að það verði dásamlegra að búa í Reykjavík.
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun