Lífið

Rihanna braut síma aðdáanda

Rihanna gaf samtökum lögreglumanna í Los Angeles 25.000 dali, sem svarar til tæpum þremur milljónum íslenskra króna, eftir að hún mölbraut skjáinn á síma í eigu formanns samtakanna, Steves Soboroff, þegar hann bað hana um ,,selfie“ á körfuboltaleik Los Angeles Clippers og Oklohoma City Thunder á föstudaginn. 

Söngkonan hafði samþykkt myndatökuna og fékk síma Soboroffs í hendurnar en missti hann í gólfið með þeim afleiðingum að skjárinn mölbrotnaði.

Hún birti afsökunarbeiðni sína á Twitter í kjölfarið og greindi Soboroff frá því síðar að hún hefði látið 25.000 dali af hendi rakna til samtakanna.

Rihanna og Soboroff hittust síðar á öðrum körfuboltaleik og fékk formaðurinn hana til þess að árita brotna símann. Söngkonan varð við þeirri beiðni og hefur síminn nú verið settur á uppboð á eBay. Þeir sem vilja eignast gripinn verða þó að punga út rúmri einni milljón íslenskra króna, eða um 10.000 dölum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.