Við þurfum að opna á umræðuna Óli Örn Atlason skrifar 14. maí 2014 22:15 Á nýafstaðinni ráðstefnunni Youth on the net í Lúxemborg voru saman komin fulltrúar tölvu- og tæknigeirans, félagsmiðstöðva, æskulýðssamtaka, netvarnarráða og forvarnarfulltrúa ásamt fjölmargra fræðimanna. Erindin fjölluðu öll um unga fólkið og hvernig internetið og tæknin er orðinn órjúfandi hluti af lífi þeirra. Mikið var rætt um net- og tölvufíkn - færri ungmenni á Íslandi eru í áhættuhópi fyrir netfíkn heldur en annars staðar í Evrópu þó svo að ungmenni sem eru haldin netfíkn hérlendis sé svipaður fjöldi og í öðrum Evrópulöndum. Hatursorðræða á netinu er vaxandi vandamál úti um alla Evrópu og hafa sambærileg samtök á borð við SAFT hjá Heimili og skóla reynt að sporna við þeirri þróun. Vandamál ungs fólks tengdum samfélagsmiðlum voru einnig rædd og hvað sé til ráða fyrir starfsfólk í æskulýðsgeiranum, skólakerfinu og ekki síst fjölskyldurnar heima fyrir. Í pallborðsumræðunum í lokin var reynt að svara þeirri spurningu hversu mikil netnotkun væri hæfileg og eitt af svörunum var „u.þ.b. 1 kílógramm af interneti á dag er hæfilegt“. Það vísar til þess að við notum netið, snjallsímana og tæknina á mismunandi hátt og það er einstaklingsbundið hvað hver og einn þarf. En til þess að geta áætlað hæfilegt magn af neti og snjallsímanotkun þurfum við að gera okkur grein fyrir því hvernig við notum þessa tækni. Þess vegna er mikilvægt að opna á umræðu um hvað sé hæfilegt. Flestir unglingar fá snjallsíma eða fartölvur í kringum fermingaraldurinn og þau eru fljót að tileinka sér þessa tækni. Þau nota herminám og fylgja tískustraumum í notkun og notkunarmöguleikum og oft á tíðum gera foreldrar geri sér ekki grein fyrir því hversu fær þau verða á stuttum tíma. Foreldrar þurfa því að vera betur meðvituð um hvernig unglingarnir nota þessi tæki og þessa tækni og það gerist bara með því að opna á umræðuna. Við þurfum að opna á umræðuna heima, í skólunum, í félagsmiðstöðvunum og á öðrum æskulýðsvettvangi til að hlusta og heyra það sem unga fólkið er að ganga í gegnum. Við eigum að sinna forvörnum og við þurfum að vera tilbúin til þess að leiðbeina og aðstoða börnin og unglingana þegar þau misstíga sig eða missa tökin. Við megum ekki dæma og getum ekki bannað þar sem netið og tæknin eru komin til að vera. Til þess að geta leiðbeint verðum við að kynna okkur hvað unglingarnir eru að nota og gera á netinu og í símunum. Við ættum að skoða og kynna okkur forritin og öppin, sækja þau sjálf og prófa, taka meðvitaða og upplýsta umræðu heima fyrir, því að við viljið að til okkar sé leitað ef hlutirnir fara úr böndunum. Þannig er hægt að slá tvær flugur í einu höggi – verja tíma með börnunum og unglingunum til að styrkja tengslin og vera meðvitaðri um strauma og bólur í lífi unga fólksins auk þess að sinna forvörnum á upplýstum forsendum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Á nýafstaðinni ráðstefnunni Youth on the net í Lúxemborg voru saman komin fulltrúar tölvu- og tæknigeirans, félagsmiðstöðva, æskulýðssamtaka, netvarnarráða og forvarnarfulltrúa ásamt fjölmargra fræðimanna. Erindin fjölluðu öll um unga fólkið og hvernig internetið og tæknin er orðinn órjúfandi hluti af lífi þeirra. Mikið var rætt um net- og tölvufíkn - færri ungmenni á Íslandi eru í áhættuhópi fyrir netfíkn heldur en annars staðar í Evrópu þó svo að ungmenni sem eru haldin netfíkn hérlendis sé svipaður fjöldi og í öðrum Evrópulöndum. Hatursorðræða á netinu er vaxandi vandamál úti um alla Evrópu og hafa sambærileg samtök á borð við SAFT hjá Heimili og skóla reynt að sporna við þeirri þróun. Vandamál ungs fólks tengdum samfélagsmiðlum voru einnig rædd og hvað sé til ráða fyrir starfsfólk í æskulýðsgeiranum, skólakerfinu og ekki síst fjölskyldurnar heima fyrir. Í pallborðsumræðunum í lokin var reynt að svara þeirri spurningu hversu mikil netnotkun væri hæfileg og eitt af svörunum var „u.þ.b. 1 kílógramm af interneti á dag er hæfilegt“. Það vísar til þess að við notum netið, snjallsímana og tæknina á mismunandi hátt og það er einstaklingsbundið hvað hver og einn þarf. En til þess að geta áætlað hæfilegt magn af neti og snjallsímanotkun þurfum við að gera okkur grein fyrir því hvernig við notum þessa tækni. Þess vegna er mikilvægt að opna á umræðu um hvað sé hæfilegt. Flestir unglingar fá snjallsíma eða fartölvur í kringum fermingaraldurinn og þau eru fljót að tileinka sér þessa tækni. Þau nota herminám og fylgja tískustraumum í notkun og notkunarmöguleikum og oft á tíðum gera foreldrar geri sér ekki grein fyrir því hversu fær þau verða á stuttum tíma. Foreldrar þurfa því að vera betur meðvituð um hvernig unglingarnir nota þessi tæki og þessa tækni og það gerist bara með því að opna á umræðuna. Við þurfum að opna á umræðuna heima, í skólunum, í félagsmiðstöðvunum og á öðrum æskulýðsvettvangi til að hlusta og heyra það sem unga fólkið er að ganga í gegnum. Við eigum að sinna forvörnum og við þurfum að vera tilbúin til þess að leiðbeina og aðstoða börnin og unglingana þegar þau misstíga sig eða missa tökin. Við megum ekki dæma og getum ekki bannað þar sem netið og tæknin eru komin til að vera. Til þess að geta leiðbeint verðum við að kynna okkur hvað unglingarnir eru að nota og gera á netinu og í símunum. Við ættum að skoða og kynna okkur forritin og öppin, sækja þau sjálf og prófa, taka meðvitaða og upplýsta umræðu heima fyrir, því að við viljið að til okkar sé leitað ef hlutirnir fara úr böndunum. Þannig er hægt að slá tvær flugur í einu höggi – verja tíma með börnunum og unglingunum til að styrkja tengslin og vera meðvitaðri um strauma og bólur í lífi unga fólksins auk þess að sinna forvörnum á upplýstum forsendum.
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar