Um hælisleitendur og atburði liðinnar viku Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar 16. maí 2014 13:21 Í vikunni sem leið átti að vísa úr landi tveimur hælisleitendum með tilvísun í Dyflinnarreglugerðina. Í vikunni á undan var einn hælisleitandi sendur úr landi. Þetta var gert án þess að taka nokkuð tillit til aðstæðna þessa fólks sem allt er gift Íslendingum. Það átti að senda þau úr landi hvað sem öðru líður af því að þeirra mál falla undir Dyflinnarreglugerðina. Samkvæmt þeirri reglugerð getur Íslenska ríkið sent hælisleitendur aftur til þess lands innan Evrópusambandsins sem þau komu til fyrst. Vegna landfræðilegrar legu Íslands falla næstum því allar umsóknir um hæli hér á landi undir Dyflinnarreglugerðina. Hún hefur verið notuð trekk í trekk svo árum skiptir sem tæki Útlendingastofnunnar og Innanríkisráðuneytis til að fría sig þeirri ábyrgð að taka siðferðilega og málefnalega afstöðu í málum hælisleitenda. Ég tek undir með heimspekingnum Hönnuh Arendt sem sagði: „Skrifræði er versta form harðstjórnar.“ Það er af því að skrifræðið fríar einstaklinga sem vinna innan þess frá því að taka siðferðilega afstöðu og ábyrgð á ákvörðunum sínum. Innan skrifræðisins er manneskjan smættuð niður í nafn og kennitölu, stak í kerfi sem þekkir ekki umhyggju eða góðmennsku. Hversu margar manneskjur verða hér árlega að bráð Dyflinnarreglugerðar-skrifræðinu? Hvað þarf margar sjálfsíkveikjur eða hungurverkföll áður en ómennska kerfisins verður öllum sýnileg? Hvenær verður fyrsta dauðsfallið? Útlendingastofnun er einstaklega ógagnsæ stofnun sem virðist fá afskaplega lítið aðhald. Allar ákvarðanir varðandi hælisleitendur eru teknar á bak við luktar dyr og enginn getur sett út á það vinnuferli og þau viðmið sem þar eru notuð. Gagnsæi í vinnuferlum lýðræðislegra stofnanna er grundvallaratriði til þess að geta veitt þeim stofnunum eðlilegt aðhald. Í seinustu viku brutust út mótmæli þegar Izekor Osazee var fyrirvaralaust handtekin í aðdraganda þess að vísa átti henni úr landi. Mótmælin drógu að fjölmiðla og vörpuðu ljósi á ranglæti kerfisins. Það eitt og sér var nægjanlegt aðhald að Útlendingastofnun til þess að málið var endurskoðað. Þegar málið var dregið upp á yfirborðið var allt í einu tekið tillit til mannlegra sjónarmiða. Skrifræðið var ekki lengur alsráðandi. Það er kominn tími til þess að íslenska ríkið endurhugsi frá grunni stefnu sína í málefnum hælisleitenda. Það er kominn tími á opnar og lýðræðislegar stofnanir til að sjá um þessi mál. Stofnanir sem fá viðunandi aðhald frá almenningi og fjölmiðlum. Fyrsta skrefið í þá átt gæti verið viðleitni Innanríkisráðuneytis og Útlendingastofnunnar til að gera opinbera þá stefnumótunarvinnu sem fara átti fram þar í kjölfar mótmæla eftir fangelsun Osazee. Það er eðlileg lágmarkskrafa í lýðræðissamfélagi að það sé til skrifleg stefna í þessum málaflokki og að sú stefna fái opinbera gagnrýni og umræðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Í vikunni sem leið átti að vísa úr landi tveimur hælisleitendum með tilvísun í Dyflinnarreglugerðina. Í vikunni á undan var einn hælisleitandi sendur úr landi. Þetta var gert án þess að taka nokkuð tillit til aðstæðna þessa fólks sem allt er gift Íslendingum. Það átti að senda þau úr landi hvað sem öðru líður af því að þeirra mál falla undir Dyflinnarreglugerðina. Samkvæmt þeirri reglugerð getur Íslenska ríkið sent hælisleitendur aftur til þess lands innan Evrópusambandsins sem þau komu til fyrst. Vegna landfræðilegrar legu Íslands falla næstum því allar umsóknir um hæli hér á landi undir Dyflinnarreglugerðina. Hún hefur verið notuð trekk í trekk svo árum skiptir sem tæki Útlendingastofnunnar og Innanríkisráðuneytis til að fría sig þeirri ábyrgð að taka siðferðilega og málefnalega afstöðu í málum hælisleitenda. Ég tek undir með heimspekingnum Hönnuh Arendt sem sagði: „Skrifræði er versta form harðstjórnar.“ Það er af því að skrifræðið fríar einstaklinga sem vinna innan þess frá því að taka siðferðilega afstöðu og ábyrgð á ákvörðunum sínum. Innan skrifræðisins er manneskjan smættuð niður í nafn og kennitölu, stak í kerfi sem þekkir ekki umhyggju eða góðmennsku. Hversu margar manneskjur verða hér árlega að bráð Dyflinnarreglugerðar-skrifræðinu? Hvað þarf margar sjálfsíkveikjur eða hungurverkföll áður en ómennska kerfisins verður öllum sýnileg? Hvenær verður fyrsta dauðsfallið? Útlendingastofnun er einstaklega ógagnsæ stofnun sem virðist fá afskaplega lítið aðhald. Allar ákvarðanir varðandi hælisleitendur eru teknar á bak við luktar dyr og enginn getur sett út á það vinnuferli og þau viðmið sem þar eru notuð. Gagnsæi í vinnuferlum lýðræðislegra stofnanna er grundvallaratriði til þess að geta veitt þeim stofnunum eðlilegt aðhald. Í seinustu viku brutust út mótmæli þegar Izekor Osazee var fyrirvaralaust handtekin í aðdraganda þess að vísa átti henni úr landi. Mótmælin drógu að fjölmiðla og vörpuðu ljósi á ranglæti kerfisins. Það eitt og sér var nægjanlegt aðhald að Útlendingastofnun til þess að málið var endurskoðað. Þegar málið var dregið upp á yfirborðið var allt í einu tekið tillit til mannlegra sjónarmiða. Skrifræðið var ekki lengur alsráðandi. Það er kominn tími til þess að íslenska ríkið endurhugsi frá grunni stefnu sína í málefnum hælisleitenda. Það er kominn tími á opnar og lýðræðislegar stofnanir til að sjá um þessi mál. Stofnanir sem fá viðunandi aðhald frá almenningi og fjölmiðlum. Fyrsta skrefið í þá átt gæti verið viðleitni Innanríkisráðuneytis og Útlendingastofnunnar til að gera opinbera þá stefnumótunarvinnu sem fara átti fram þar í kjölfar mótmæla eftir fangelsun Osazee. Það er eðlileg lágmarkskrafa í lýðræðissamfélagi að það sé til skrifleg stefna í þessum málaflokki og að sú stefna fái opinbera gagnrýni og umræðu.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun