Um hælisleitendur og atburði liðinnar viku Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar 16. maí 2014 13:21 Í vikunni sem leið átti að vísa úr landi tveimur hælisleitendum með tilvísun í Dyflinnarreglugerðina. Í vikunni á undan var einn hælisleitandi sendur úr landi. Þetta var gert án þess að taka nokkuð tillit til aðstæðna þessa fólks sem allt er gift Íslendingum. Það átti að senda þau úr landi hvað sem öðru líður af því að þeirra mál falla undir Dyflinnarreglugerðina. Samkvæmt þeirri reglugerð getur Íslenska ríkið sent hælisleitendur aftur til þess lands innan Evrópusambandsins sem þau komu til fyrst. Vegna landfræðilegrar legu Íslands falla næstum því allar umsóknir um hæli hér á landi undir Dyflinnarreglugerðina. Hún hefur verið notuð trekk í trekk svo árum skiptir sem tæki Útlendingastofnunnar og Innanríkisráðuneytis til að fría sig þeirri ábyrgð að taka siðferðilega og málefnalega afstöðu í málum hælisleitenda. Ég tek undir með heimspekingnum Hönnuh Arendt sem sagði: „Skrifræði er versta form harðstjórnar.“ Það er af því að skrifræðið fríar einstaklinga sem vinna innan þess frá því að taka siðferðilega afstöðu og ábyrgð á ákvörðunum sínum. Innan skrifræðisins er manneskjan smættuð niður í nafn og kennitölu, stak í kerfi sem þekkir ekki umhyggju eða góðmennsku. Hversu margar manneskjur verða hér árlega að bráð Dyflinnarreglugerðar-skrifræðinu? Hvað þarf margar sjálfsíkveikjur eða hungurverkföll áður en ómennska kerfisins verður öllum sýnileg? Hvenær verður fyrsta dauðsfallið? Útlendingastofnun er einstaklega ógagnsæ stofnun sem virðist fá afskaplega lítið aðhald. Allar ákvarðanir varðandi hælisleitendur eru teknar á bak við luktar dyr og enginn getur sett út á það vinnuferli og þau viðmið sem þar eru notuð. Gagnsæi í vinnuferlum lýðræðislegra stofnanna er grundvallaratriði til þess að geta veitt þeim stofnunum eðlilegt aðhald. Í seinustu viku brutust út mótmæli þegar Izekor Osazee var fyrirvaralaust handtekin í aðdraganda þess að vísa átti henni úr landi. Mótmælin drógu að fjölmiðla og vörpuðu ljósi á ranglæti kerfisins. Það eitt og sér var nægjanlegt aðhald að Útlendingastofnun til þess að málið var endurskoðað. Þegar málið var dregið upp á yfirborðið var allt í einu tekið tillit til mannlegra sjónarmiða. Skrifræðið var ekki lengur alsráðandi. Það er kominn tími til þess að íslenska ríkið endurhugsi frá grunni stefnu sína í málefnum hælisleitenda. Það er kominn tími á opnar og lýðræðislegar stofnanir til að sjá um þessi mál. Stofnanir sem fá viðunandi aðhald frá almenningi og fjölmiðlum. Fyrsta skrefið í þá átt gæti verið viðleitni Innanríkisráðuneytis og Útlendingastofnunnar til að gera opinbera þá stefnumótunarvinnu sem fara átti fram þar í kjölfar mótmæla eftir fangelsun Osazee. Það er eðlileg lágmarkskrafa í lýðræðissamfélagi að það sé til skrifleg stefna í þessum málaflokki og að sú stefna fái opinbera gagnrýni og umræðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Sjá meira
Í vikunni sem leið átti að vísa úr landi tveimur hælisleitendum með tilvísun í Dyflinnarreglugerðina. Í vikunni á undan var einn hælisleitandi sendur úr landi. Þetta var gert án þess að taka nokkuð tillit til aðstæðna þessa fólks sem allt er gift Íslendingum. Það átti að senda þau úr landi hvað sem öðru líður af því að þeirra mál falla undir Dyflinnarreglugerðina. Samkvæmt þeirri reglugerð getur Íslenska ríkið sent hælisleitendur aftur til þess lands innan Evrópusambandsins sem þau komu til fyrst. Vegna landfræðilegrar legu Íslands falla næstum því allar umsóknir um hæli hér á landi undir Dyflinnarreglugerðina. Hún hefur verið notuð trekk í trekk svo árum skiptir sem tæki Útlendingastofnunnar og Innanríkisráðuneytis til að fría sig þeirri ábyrgð að taka siðferðilega og málefnalega afstöðu í málum hælisleitenda. Ég tek undir með heimspekingnum Hönnuh Arendt sem sagði: „Skrifræði er versta form harðstjórnar.“ Það er af því að skrifræðið fríar einstaklinga sem vinna innan þess frá því að taka siðferðilega afstöðu og ábyrgð á ákvörðunum sínum. Innan skrifræðisins er manneskjan smættuð niður í nafn og kennitölu, stak í kerfi sem þekkir ekki umhyggju eða góðmennsku. Hversu margar manneskjur verða hér árlega að bráð Dyflinnarreglugerðar-skrifræðinu? Hvað þarf margar sjálfsíkveikjur eða hungurverkföll áður en ómennska kerfisins verður öllum sýnileg? Hvenær verður fyrsta dauðsfallið? Útlendingastofnun er einstaklega ógagnsæ stofnun sem virðist fá afskaplega lítið aðhald. Allar ákvarðanir varðandi hælisleitendur eru teknar á bak við luktar dyr og enginn getur sett út á það vinnuferli og þau viðmið sem þar eru notuð. Gagnsæi í vinnuferlum lýðræðislegra stofnanna er grundvallaratriði til þess að geta veitt þeim stofnunum eðlilegt aðhald. Í seinustu viku brutust út mótmæli þegar Izekor Osazee var fyrirvaralaust handtekin í aðdraganda þess að vísa átti henni úr landi. Mótmælin drógu að fjölmiðla og vörpuðu ljósi á ranglæti kerfisins. Það eitt og sér var nægjanlegt aðhald að Útlendingastofnun til þess að málið var endurskoðað. Þegar málið var dregið upp á yfirborðið var allt í einu tekið tillit til mannlegra sjónarmiða. Skrifræðið var ekki lengur alsráðandi. Það er kominn tími til þess að íslenska ríkið endurhugsi frá grunni stefnu sína í málefnum hælisleitenda. Það er kominn tími á opnar og lýðræðislegar stofnanir til að sjá um þessi mál. Stofnanir sem fá viðunandi aðhald frá almenningi og fjölmiðlum. Fyrsta skrefið í þá átt gæti verið viðleitni Innanríkisráðuneytis og Útlendingastofnunnar til að gera opinbera þá stefnumótunarvinnu sem fara átti fram þar í kjölfar mótmæla eftir fangelsun Osazee. Það er eðlileg lágmarkskrafa í lýðræðissamfélagi að það sé til skrifleg stefna í þessum málaflokki og að sú stefna fái opinbera gagnrýni og umræðu.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun