Um hælisleitendur og atburði liðinnar viku Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar 16. maí 2014 13:21 Í vikunni sem leið átti að vísa úr landi tveimur hælisleitendum með tilvísun í Dyflinnarreglugerðina. Í vikunni á undan var einn hælisleitandi sendur úr landi. Þetta var gert án þess að taka nokkuð tillit til aðstæðna þessa fólks sem allt er gift Íslendingum. Það átti að senda þau úr landi hvað sem öðru líður af því að þeirra mál falla undir Dyflinnarreglugerðina. Samkvæmt þeirri reglugerð getur Íslenska ríkið sent hælisleitendur aftur til þess lands innan Evrópusambandsins sem þau komu til fyrst. Vegna landfræðilegrar legu Íslands falla næstum því allar umsóknir um hæli hér á landi undir Dyflinnarreglugerðina. Hún hefur verið notuð trekk í trekk svo árum skiptir sem tæki Útlendingastofnunnar og Innanríkisráðuneytis til að fría sig þeirri ábyrgð að taka siðferðilega og málefnalega afstöðu í málum hælisleitenda. Ég tek undir með heimspekingnum Hönnuh Arendt sem sagði: „Skrifræði er versta form harðstjórnar.“ Það er af því að skrifræðið fríar einstaklinga sem vinna innan þess frá því að taka siðferðilega afstöðu og ábyrgð á ákvörðunum sínum. Innan skrifræðisins er manneskjan smættuð niður í nafn og kennitölu, stak í kerfi sem þekkir ekki umhyggju eða góðmennsku. Hversu margar manneskjur verða hér árlega að bráð Dyflinnarreglugerðar-skrifræðinu? Hvað þarf margar sjálfsíkveikjur eða hungurverkföll áður en ómennska kerfisins verður öllum sýnileg? Hvenær verður fyrsta dauðsfallið? Útlendingastofnun er einstaklega ógagnsæ stofnun sem virðist fá afskaplega lítið aðhald. Allar ákvarðanir varðandi hælisleitendur eru teknar á bak við luktar dyr og enginn getur sett út á það vinnuferli og þau viðmið sem þar eru notuð. Gagnsæi í vinnuferlum lýðræðislegra stofnanna er grundvallaratriði til þess að geta veitt þeim stofnunum eðlilegt aðhald. Í seinustu viku brutust út mótmæli þegar Izekor Osazee var fyrirvaralaust handtekin í aðdraganda þess að vísa átti henni úr landi. Mótmælin drógu að fjölmiðla og vörpuðu ljósi á ranglæti kerfisins. Það eitt og sér var nægjanlegt aðhald að Útlendingastofnun til þess að málið var endurskoðað. Þegar málið var dregið upp á yfirborðið var allt í einu tekið tillit til mannlegra sjónarmiða. Skrifræðið var ekki lengur alsráðandi. Það er kominn tími til þess að íslenska ríkið endurhugsi frá grunni stefnu sína í málefnum hælisleitenda. Það er kominn tími á opnar og lýðræðislegar stofnanir til að sjá um þessi mál. Stofnanir sem fá viðunandi aðhald frá almenningi og fjölmiðlum. Fyrsta skrefið í þá átt gæti verið viðleitni Innanríkisráðuneytis og Útlendingastofnunnar til að gera opinbera þá stefnumótunarvinnu sem fara átti fram þar í kjölfar mótmæla eftir fangelsun Osazee. Það er eðlileg lágmarkskrafa í lýðræðissamfélagi að það sé til skrifleg stefna í þessum málaflokki og að sú stefna fái opinbera gagnrýni og umræðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Í vikunni sem leið átti að vísa úr landi tveimur hælisleitendum með tilvísun í Dyflinnarreglugerðina. Í vikunni á undan var einn hælisleitandi sendur úr landi. Þetta var gert án þess að taka nokkuð tillit til aðstæðna þessa fólks sem allt er gift Íslendingum. Það átti að senda þau úr landi hvað sem öðru líður af því að þeirra mál falla undir Dyflinnarreglugerðina. Samkvæmt þeirri reglugerð getur Íslenska ríkið sent hælisleitendur aftur til þess lands innan Evrópusambandsins sem þau komu til fyrst. Vegna landfræðilegrar legu Íslands falla næstum því allar umsóknir um hæli hér á landi undir Dyflinnarreglugerðina. Hún hefur verið notuð trekk í trekk svo árum skiptir sem tæki Útlendingastofnunnar og Innanríkisráðuneytis til að fría sig þeirri ábyrgð að taka siðferðilega og málefnalega afstöðu í málum hælisleitenda. Ég tek undir með heimspekingnum Hönnuh Arendt sem sagði: „Skrifræði er versta form harðstjórnar.“ Það er af því að skrifræðið fríar einstaklinga sem vinna innan þess frá því að taka siðferðilega afstöðu og ábyrgð á ákvörðunum sínum. Innan skrifræðisins er manneskjan smættuð niður í nafn og kennitölu, stak í kerfi sem þekkir ekki umhyggju eða góðmennsku. Hversu margar manneskjur verða hér árlega að bráð Dyflinnarreglugerðar-skrifræðinu? Hvað þarf margar sjálfsíkveikjur eða hungurverkföll áður en ómennska kerfisins verður öllum sýnileg? Hvenær verður fyrsta dauðsfallið? Útlendingastofnun er einstaklega ógagnsæ stofnun sem virðist fá afskaplega lítið aðhald. Allar ákvarðanir varðandi hælisleitendur eru teknar á bak við luktar dyr og enginn getur sett út á það vinnuferli og þau viðmið sem þar eru notuð. Gagnsæi í vinnuferlum lýðræðislegra stofnanna er grundvallaratriði til þess að geta veitt þeim stofnunum eðlilegt aðhald. Í seinustu viku brutust út mótmæli þegar Izekor Osazee var fyrirvaralaust handtekin í aðdraganda þess að vísa átti henni úr landi. Mótmælin drógu að fjölmiðla og vörpuðu ljósi á ranglæti kerfisins. Það eitt og sér var nægjanlegt aðhald að Útlendingastofnun til þess að málið var endurskoðað. Þegar málið var dregið upp á yfirborðið var allt í einu tekið tillit til mannlegra sjónarmiða. Skrifræðið var ekki lengur alsráðandi. Það er kominn tími til þess að íslenska ríkið endurhugsi frá grunni stefnu sína í málefnum hælisleitenda. Það er kominn tími á opnar og lýðræðislegar stofnanir til að sjá um þessi mál. Stofnanir sem fá viðunandi aðhald frá almenningi og fjölmiðlum. Fyrsta skrefið í þá átt gæti verið viðleitni Innanríkisráðuneytis og Útlendingastofnunnar til að gera opinbera þá stefnumótunarvinnu sem fara átti fram þar í kjölfar mótmæla eftir fangelsun Osazee. Það er eðlileg lágmarkskrafa í lýðræðissamfélagi að það sé til skrifleg stefna í þessum málaflokki og að sú stefna fái opinbera gagnrýni og umræðu.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun