Mývatn þornar upp! Gísli Rafn Jónsson skrifar 16. maí 2014 14:11 Það er óumdeilanlegt að Mývatn er að þorna upp. Eða er starfsmaður Náttúrurannsóknastöðvarinnar við Mývatn, Ramy, ósammála því? Skel kísliþörungsins fellur til botns í vatninu og vatnið grynnkar stöðugt. Vatnið grynnkar hraðar og hraðar. Í Ferðabók Eggerts og Bjarna, en þeir voru við Mývatn 1752, stendur að Mývatn sé fimm faðma djúpt eða um níu metrar; nú er Mývatn um tveir til þrír metrar á dýpt. Rétt eftir aldamótin 1900 var fjallað um það í Veiðifélagi Mývatns, þar sem bændur funduðu, að það yrði að finna leið til þess að dýpka vatnið til að silungur gæti þrifist þar. Þegar Mývatn þornar upp hvað verður þá um silunginn?... eða kúluskítinn? Er hann ekki bara horfinn vegna grynnkunar vatnsins?...eða endurnar? Mývatn er sagt vagga flestallra andategunda í Evrópu! Það hefur verið helsta röksemdafærsla sumra, og þar á meðal starfsmanns Ramy, að flest sem aflaga fer í Mývatni megi rekja til Kísiliðjunnar sem starfrækt var frá 1967 til 2004.Hvert var upphaf dælingar kíslilgúrs úr Mývatni? Það voru aðalega þrír menn, Sigurður Þórarinnsson jarðfræðingur, Tómas Tryggvason jarðfræðingur og Baldur Líndal efnaverkfræðingur, sem voru upphafsmenn að því að dýpka Mývatn til þess að lengja líftíma þess þar sem vatnið væri að þorna upp eins og önnur vötn sem kísilþörungurinn er svo kröftugur í. Hugmyndin um að nýta kísligúrinn kom síðar. Einnig hefur því verið haldið fram af starfsmönnum Ramy, að það sem Kísliðjan hafi „sett í vatnið“ hafi mengað og eyðilagt silung og annað líf. Hvað var það sem kísiliðjan setti í vatnið? Það var ekkert!! Kísligúrnum var dælt í land og hann hreinsaður og unninn og skapaði mjög mikil verðmæti fyrir sveitina og þjóðfélagið. Starfsmenn Ramy hafa barist við að sanna að Kísiliðjan hafi mengað vatnið en það er ekkert sem styður það. Ein rannsóknin var sögð sanna að allt æti í vatninu væri nú komið ofan í skurðina sem Kísiliðjan gerði í vatninu og þess vegna væri ekkert líf í vatninu. Mývatn skiptist í Ytri Flóa og Syðri Flóa, milli þeirra er Teigasund og þar streymir vatn úr Ytri Flóa yfir í Syðri Flóa. Kísliðjan dældi bara kísilgúr úr Ytri Flóa. En hvernig gat æti úr Syðri flóa komist á móti miklum straumi vatns, í gegnum Teigasund, yfir í Ytri Flóa og ofan í skurðina? Þess ber að geta að þetta var eini staðurinn í heimi þar sem kísilgúr var tekinn úr vatni, annarsstaðar þar sem kísilgúr er unninn er honum mokað upp með hjólaskóflu, þar sem vatnið sem þar var er þornað upp. Það er ýmsilegt sem hefur breyst í náttúrunni hér við Mývatn á síðustu áratugum Eldsumbrot 1975 til 1984. Þá lyftist landið við austurbakka Mývatns um 70 cm. Verulega hitnaði í lindunum sem streyma í Mývatn og mynda það. Hafði það ekkert áhrif á silunginn og lífríkið í vatninu? Hvað segja aðrir líffræðingar um það?Varðandi silungsveiðina i Mývatni Ramy hefur haldið því fram að hrun silungsstofna í Mývatni megi rekja til Kísiliðjunnar. Má nefna að þar sem áður var landfastur ís á vetrum við Geiteyjarströnd og bílum var ekið yfir Vatnið á ís er nú autt við landið vegna aukins hita i jörðinni. En þarna eru hrygningarstöðvar bleikjunnar og þar sem áður var ís eru nú endur og álftir allan veturinn. Nú eru fuglarnir að háma í sig hrognin og ekki verða nú silungar úr því! Til dæmis voru tæplega tvö kíló af hrognum í maga álftar sem felld var í rannsóknarskyni fyrir nokkrum árum. Hvergi er talað um þetta, eða það að á árum áður var sleppt ógrynni af seiðum í Mývatn, td. var 723 þúsund seiðum sleppt árið 1940, 715 þúsundum árið 1941, 420 þúsundum árið 1942 og þannig mætti áfram telja. Ekki hefur verið sleppt bleikjuseiðum í Mývatn síðustu áratugina. Einnig er það þekkt að þegar vötn eru gerð að jafnrennslisvötnum, eins og gert var við Mývatn um 1960, þá fer veiði niður eins og sannast hefur í vötnum í Svíþjóð. Nýjasta útspil frá rannsóknarstöðinni við Mývatn Ramy ,var að hér væri allt að fara til fjandans vegna frárennslismála og aukningar ferðamanna. Það er sjálfsagt rétt að ýmislegt mætti lagfæra í frárennslismálum hér eins og víða annarstaðar á landinu. En mér, sem bý hér við vatnsbakkann, og er með frárennslismál eins og reglur segja til um, finnst óþolandi að talað sé til okkar eins og við hér séum að eyðileggja Mývatn! Benda má á að þar sem Mývatn er friðlýst og í umsjá ríkisins ætti ríkið og þá umhverfisstofnun að sjá sóma sinn í því að lagfæra frárennslismálin. Ég held að það sé löngu kominn tími til þess að það séu fengnir aðrir fræðimenn til að rannsaka Mývatn en þeir sem áratugum saman hafa reynt að að sanna að allt sem hefur misfarist í Mývatni sé Kísiliðjunni að kenna , þótt svo að það séu mörg ár síðan henni var lokað! Illu heilli því hvað á nú að bjarga Mývatni frá því að þorna upp? Sigurður Þórarinsson, Tómas Tryggvason og Baldur Líndal lögðu upp með það að dæla þyrfti kísilgúr úr Mývatni til þess að lengja líftíma þess!! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Það er óumdeilanlegt að Mývatn er að þorna upp. Eða er starfsmaður Náttúrurannsóknastöðvarinnar við Mývatn, Ramy, ósammála því? Skel kísliþörungsins fellur til botns í vatninu og vatnið grynnkar stöðugt. Vatnið grynnkar hraðar og hraðar. Í Ferðabók Eggerts og Bjarna, en þeir voru við Mývatn 1752, stendur að Mývatn sé fimm faðma djúpt eða um níu metrar; nú er Mývatn um tveir til þrír metrar á dýpt. Rétt eftir aldamótin 1900 var fjallað um það í Veiðifélagi Mývatns, þar sem bændur funduðu, að það yrði að finna leið til þess að dýpka vatnið til að silungur gæti þrifist þar. Þegar Mývatn þornar upp hvað verður þá um silunginn?... eða kúluskítinn? Er hann ekki bara horfinn vegna grynnkunar vatnsins?...eða endurnar? Mývatn er sagt vagga flestallra andategunda í Evrópu! Það hefur verið helsta röksemdafærsla sumra, og þar á meðal starfsmanns Ramy, að flest sem aflaga fer í Mývatni megi rekja til Kísiliðjunnar sem starfrækt var frá 1967 til 2004.Hvert var upphaf dælingar kíslilgúrs úr Mývatni? Það voru aðalega þrír menn, Sigurður Þórarinnsson jarðfræðingur, Tómas Tryggvason jarðfræðingur og Baldur Líndal efnaverkfræðingur, sem voru upphafsmenn að því að dýpka Mývatn til þess að lengja líftíma þess þar sem vatnið væri að þorna upp eins og önnur vötn sem kísilþörungurinn er svo kröftugur í. Hugmyndin um að nýta kísligúrinn kom síðar. Einnig hefur því verið haldið fram af starfsmönnum Ramy, að það sem Kísliðjan hafi „sett í vatnið“ hafi mengað og eyðilagt silung og annað líf. Hvað var það sem kísiliðjan setti í vatnið? Það var ekkert!! Kísligúrnum var dælt í land og hann hreinsaður og unninn og skapaði mjög mikil verðmæti fyrir sveitina og þjóðfélagið. Starfsmenn Ramy hafa barist við að sanna að Kísiliðjan hafi mengað vatnið en það er ekkert sem styður það. Ein rannsóknin var sögð sanna að allt æti í vatninu væri nú komið ofan í skurðina sem Kísiliðjan gerði í vatninu og þess vegna væri ekkert líf í vatninu. Mývatn skiptist í Ytri Flóa og Syðri Flóa, milli þeirra er Teigasund og þar streymir vatn úr Ytri Flóa yfir í Syðri Flóa. Kísliðjan dældi bara kísilgúr úr Ytri Flóa. En hvernig gat æti úr Syðri flóa komist á móti miklum straumi vatns, í gegnum Teigasund, yfir í Ytri Flóa og ofan í skurðina? Þess ber að geta að þetta var eini staðurinn í heimi þar sem kísilgúr var tekinn úr vatni, annarsstaðar þar sem kísilgúr er unninn er honum mokað upp með hjólaskóflu, þar sem vatnið sem þar var er þornað upp. Það er ýmsilegt sem hefur breyst í náttúrunni hér við Mývatn á síðustu áratugum Eldsumbrot 1975 til 1984. Þá lyftist landið við austurbakka Mývatns um 70 cm. Verulega hitnaði í lindunum sem streyma í Mývatn og mynda það. Hafði það ekkert áhrif á silunginn og lífríkið í vatninu? Hvað segja aðrir líffræðingar um það?Varðandi silungsveiðina i Mývatni Ramy hefur haldið því fram að hrun silungsstofna í Mývatni megi rekja til Kísiliðjunnar. Má nefna að þar sem áður var landfastur ís á vetrum við Geiteyjarströnd og bílum var ekið yfir Vatnið á ís er nú autt við landið vegna aukins hita i jörðinni. En þarna eru hrygningarstöðvar bleikjunnar og þar sem áður var ís eru nú endur og álftir allan veturinn. Nú eru fuglarnir að háma í sig hrognin og ekki verða nú silungar úr því! Til dæmis voru tæplega tvö kíló af hrognum í maga álftar sem felld var í rannsóknarskyni fyrir nokkrum árum. Hvergi er talað um þetta, eða það að á árum áður var sleppt ógrynni af seiðum í Mývatn, td. var 723 þúsund seiðum sleppt árið 1940, 715 þúsundum árið 1941, 420 þúsundum árið 1942 og þannig mætti áfram telja. Ekki hefur verið sleppt bleikjuseiðum í Mývatn síðustu áratugina. Einnig er það þekkt að þegar vötn eru gerð að jafnrennslisvötnum, eins og gert var við Mývatn um 1960, þá fer veiði niður eins og sannast hefur í vötnum í Svíþjóð. Nýjasta útspil frá rannsóknarstöðinni við Mývatn Ramy ,var að hér væri allt að fara til fjandans vegna frárennslismála og aukningar ferðamanna. Það er sjálfsagt rétt að ýmislegt mætti lagfæra í frárennslismálum hér eins og víða annarstaðar á landinu. En mér, sem bý hér við vatnsbakkann, og er með frárennslismál eins og reglur segja til um, finnst óþolandi að talað sé til okkar eins og við hér séum að eyðileggja Mývatn! Benda má á að þar sem Mývatn er friðlýst og í umsjá ríkisins ætti ríkið og þá umhverfisstofnun að sjá sóma sinn í því að lagfæra frárennslismálin. Ég held að það sé löngu kominn tími til þess að það séu fengnir aðrir fræðimenn til að rannsaka Mývatn en þeir sem áratugum saman hafa reynt að að sanna að allt sem hefur misfarist í Mývatni sé Kísiliðjunni að kenna , þótt svo að það séu mörg ár síðan henni var lokað! Illu heilli því hvað á nú að bjarga Mývatni frá því að þorna upp? Sigurður Þórarinsson, Tómas Tryggvason og Baldur Líndal lögðu upp með það að dæla þyrfti kísilgúr úr Mývatni til þess að lengja líftíma þess!!
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun