Mývatn þornar upp! Gísli Rafn Jónsson skrifar 16. maí 2014 14:11 Það er óumdeilanlegt að Mývatn er að þorna upp. Eða er starfsmaður Náttúrurannsóknastöðvarinnar við Mývatn, Ramy, ósammála því? Skel kísliþörungsins fellur til botns í vatninu og vatnið grynnkar stöðugt. Vatnið grynnkar hraðar og hraðar. Í Ferðabók Eggerts og Bjarna, en þeir voru við Mývatn 1752, stendur að Mývatn sé fimm faðma djúpt eða um níu metrar; nú er Mývatn um tveir til þrír metrar á dýpt. Rétt eftir aldamótin 1900 var fjallað um það í Veiðifélagi Mývatns, þar sem bændur funduðu, að það yrði að finna leið til þess að dýpka vatnið til að silungur gæti þrifist þar. Þegar Mývatn þornar upp hvað verður þá um silunginn?... eða kúluskítinn? Er hann ekki bara horfinn vegna grynnkunar vatnsins?...eða endurnar? Mývatn er sagt vagga flestallra andategunda í Evrópu! Það hefur verið helsta röksemdafærsla sumra, og þar á meðal starfsmanns Ramy, að flest sem aflaga fer í Mývatni megi rekja til Kísiliðjunnar sem starfrækt var frá 1967 til 2004.Hvert var upphaf dælingar kíslilgúrs úr Mývatni? Það voru aðalega þrír menn, Sigurður Þórarinnsson jarðfræðingur, Tómas Tryggvason jarðfræðingur og Baldur Líndal efnaverkfræðingur, sem voru upphafsmenn að því að dýpka Mývatn til þess að lengja líftíma þess þar sem vatnið væri að þorna upp eins og önnur vötn sem kísilþörungurinn er svo kröftugur í. Hugmyndin um að nýta kísligúrinn kom síðar. Einnig hefur því verið haldið fram af starfsmönnum Ramy, að það sem Kísliðjan hafi „sett í vatnið“ hafi mengað og eyðilagt silung og annað líf. Hvað var það sem kísiliðjan setti í vatnið? Það var ekkert!! Kísligúrnum var dælt í land og hann hreinsaður og unninn og skapaði mjög mikil verðmæti fyrir sveitina og þjóðfélagið. Starfsmenn Ramy hafa barist við að sanna að Kísiliðjan hafi mengað vatnið en það er ekkert sem styður það. Ein rannsóknin var sögð sanna að allt æti í vatninu væri nú komið ofan í skurðina sem Kísiliðjan gerði í vatninu og þess vegna væri ekkert líf í vatninu. Mývatn skiptist í Ytri Flóa og Syðri Flóa, milli þeirra er Teigasund og þar streymir vatn úr Ytri Flóa yfir í Syðri Flóa. Kísliðjan dældi bara kísilgúr úr Ytri Flóa. En hvernig gat æti úr Syðri flóa komist á móti miklum straumi vatns, í gegnum Teigasund, yfir í Ytri Flóa og ofan í skurðina? Þess ber að geta að þetta var eini staðurinn í heimi þar sem kísilgúr var tekinn úr vatni, annarsstaðar þar sem kísilgúr er unninn er honum mokað upp með hjólaskóflu, þar sem vatnið sem þar var er þornað upp. Það er ýmsilegt sem hefur breyst í náttúrunni hér við Mývatn á síðustu áratugum Eldsumbrot 1975 til 1984. Þá lyftist landið við austurbakka Mývatns um 70 cm. Verulega hitnaði í lindunum sem streyma í Mývatn og mynda það. Hafði það ekkert áhrif á silunginn og lífríkið í vatninu? Hvað segja aðrir líffræðingar um það?Varðandi silungsveiðina i Mývatni Ramy hefur haldið því fram að hrun silungsstofna í Mývatni megi rekja til Kísiliðjunnar. Má nefna að þar sem áður var landfastur ís á vetrum við Geiteyjarströnd og bílum var ekið yfir Vatnið á ís er nú autt við landið vegna aukins hita i jörðinni. En þarna eru hrygningarstöðvar bleikjunnar og þar sem áður var ís eru nú endur og álftir allan veturinn. Nú eru fuglarnir að háma í sig hrognin og ekki verða nú silungar úr því! Til dæmis voru tæplega tvö kíló af hrognum í maga álftar sem felld var í rannsóknarskyni fyrir nokkrum árum. Hvergi er talað um þetta, eða það að á árum áður var sleppt ógrynni af seiðum í Mývatn, td. var 723 þúsund seiðum sleppt árið 1940, 715 þúsundum árið 1941, 420 þúsundum árið 1942 og þannig mætti áfram telja. Ekki hefur verið sleppt bleikjuseiðum í Mývatn síðustu áratugina. Einnig er það þekkt að þegar vötn eru gerð að jafnrennslisvötnum, eins og gert var við Mývatn um 1960, þá fer veiði niður eins og sannast hefur í vötnum í Svíþjóð. Nýjasta útspil frá rannsóknarstöðinni við Mývatn Ramy ,var að hér væri allt að fara til fjandans vegna frárennslismála og aukningar ferðamanna. Það er sjálfsagt rétt að ýmislegt mætti lagfæra í frárennslismálum hér eins og víða annarstaðar á landinu. En mér, sem bý hér við vatnsbakkann, og er með frárennslismál eins og reglur segja til um, finnst óþolandi að talað sé til okkar eins og við hér séum að eyðileggja Mývatn! Benda má á að þar sem Mývatn er friðlýst og í umsjá ríkisins ætti ríkið og þá umhverfisstofnun að sjá sóma sinn í því að lagfæra frárennslismálin. Ég held að það sé löngu kominn tími til þess að það séu fengnir aðrir fræðimenn til að rannsaka Mývatn en þeir sem áratugum saman hafa reynt að að sanna að allt sem hefur misfarist í Mývatni sé Kísiliðjunni að kenna , þótt svo að það séu mörg ár síðan henni var lokað! Illu heilli því hvað á nú að bjarga Mývatni frá því að þorna upp? Sigurður Þórarinsson, Tómas Tryggvason og Baldur Líndal lögðu upp með það að dæla þyrfti kísilgúr úr Mývatni til þess að lengja líftíma þess!! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Það er óumdeilanlegt að Mývatn er að þorna upp. Eða er starfsmaður Náttúrurannsóknastöðvarinnar við Mývatn, Ramy, ósammála því? Skel kísliþörungsins fellur til botns í vatninu og vatnið grynnkar stöðugt. Vatnið grynnkar hraðar og hraðar. Í Ferðabók Eggerts og Bjarna, en þeir voru við Mývatn 1752, stendur að Mývatn sé fimm faðma djúpt eða um níu metrar; nú er Mývatn um tveir til þrír metrar á dýpt. Rétt eftir aldamótin 1900 var fjallað um það í Veiðifélagi Mývatns, þar sem bændur funduðu, að það yrði að finna leið til þess að dýpka vatnið til að silungur gæti þrifist þar. Þegar Mývatn þornar upp hvað verður þá um silunginn?... eða kúluskítinn? Er hann ekki bara horfinn vegna grynnkunar vatnsins?...eða endurnar? Mývatn er sagt vagga flestallra andategunda í Evrópu! Það hefur verið helsta röksemdafærsla sumra, og þar á meðal starfsmanns Ramy, að flest sem aflaga fer í Mývatni megi rekja til Kísiliðjunnar sem starfrækt var frá 1967 til 2004.Hvert var upphaf dælingar kíslilgúrs úr Mývatni? Það voru aðalega þrír menn, Sigurður Þórarinnsson jarðfræðingur, Tómas Tryggvason jarðfræðingur og Baldur Líndal efnaverkfræðingur, sem voru upphafsmenn að því að dýpka Mývatn til þess að lengja líftíma þess þar sem vatnið væri að þorna upp eins og önnur vötn sem kísilþörungurinn er svo kröftugur í. Hugmyndin um að nýta kísligúrinn kom síðar. Einnig hefur því verið haldið fram af starfsmönnum Ramy, að það sem Kísliðjan hafi „sett í vatnið“ hafi mengað og eyðilagt silung og annað líf. Hvað var það sem kísiliðjan setti í vatnið? Það var ekkert!! Kísligúrnum var dælt í land og hann hreinsaður og unninn og skapaði mjög mikil verðmæti fyrir sveitina og þjóðfélagið. Starfsmenn Ramy hafa barist við að sanna að Kísiliðjan hafi mengað vatnið en það er ekkert sem styður það. Ein rannsóknin var sögð sanna að allt æti í vatninu væri nú komið ofan í skurðina sem Kísiliðjan gerði í vatninu og þess vegna væri ekkert líf í vatninu. Mývatn skiptist í Ytri Flóa og Syðri Flóa, milli þeirra er Teigasund og þar streymir vatn úr Ytri Flóa yfir í Syðri Flóa. Kísliðjan dældi bara kísilgúr úr Ytri Flóa. En hvernig gat æti úr Syðri flóa komist á móti miklum straumi vatns, í gegnum Teigasund, yfir í Ytri Flóa og ofan í skurðina? Þess ber að geta að þetta var eini staðurinn í heimi þar sem kísilgúr var tekinn úr vatni, annarsstaðar þar sem kísilgúr er unninn er honum mokað upp með hjólaskóflu, þar sem vatnið sem þar var er þornað upp. Það er ýmsilegt sem hefur breyst í náttúrunni hér við Mývatn á síðustu áratugum Eldsumbrot 1975 til 1984. Þá lyftist landið við austurbakka Mývatns um 70 cm. Verulega hitnaði í lindunum sem streyma í Mývatn og mynda það. Hafði það ekkert áhrif á silunginn og lífríkið í vatninu? Hvað segja aðrir líffræðingar um það?Varðandi silungsveiðina i Mývatni Ramy hefur haldið því fram að hrun silungsstofna í Mývatni megi rekja til Kísiliðjunnar. Má nefna að þar sem áður var landfastur ís á vetrum við Geiteyjarströnd og bílum var ekið yfir Vatnið á ís er nú autt við landið vegna aukins hita i jörðinni. En þarna eru hrygningarstöðvar bleikjunnar og þar sem áður var ís eru nú endur og álftir allan veturinn. Nú eru fuglarnir að háma í sig hrognin og ekki verða nú silungar úr því! Til dæmis voru tæplega tvö kíló af hrognum í maga álftar sem felld var í rannsóknarskyni fyrir nokkrum árum. Hvergi er talað um þetta, eða það að á árum áður var sleppt ógrynni af seiðum í Mývatn, td. var 723 þúsund seiðum sleppt árið 1940, 715 þúsundum árið 1941, 420 þúsundum árið 1942 og þannig mætti áfram telja. Ekki hefur verið sleppt bleikjuseiðum í Mývatn síðustu áratugina. Einnig er það þekkt að þegar vötn eru gerð að jafnrennslisvötnum, eins og gert var við Mývatn um 1960, þá fer veiði niður eins og sannast hefur í vötnum í Svíþjóð. Nýjasta útspil frá rannsóknarstöðinni við Mývatn Ramy ,var að hér væri allt að fara til fjandans vegna frárennslismála og aukningar ferðamanna. Það er sjálfsagt rétt að ýmislegt mætti lagfæra í frárennslismálum hér eins og víða annarstaðar á landinu. En mér, sem bý hér við vatnsbakkann, og er með frárennslismál eins og reglur segja til um, finnst óþolandi að talað sé til okkar eins og við hér séum að eyðileggja Mývatn! Benda má á að þar sem Mývatn er friðlýst og í umsjá ríkisins ætti ríkið og þá umhverfisstofnun að sjá sóma sinn í því að lagfæra frárennslismálin. Ég held að það sé löngu kominn tími til þess að það séu fengnir aðrir fræðimenn til að rannsaka Mývatn en þeir sem áratugum saman hafa reynt að að sanna að allt sem hefur misfarist í Mývatni sé Kísiliðjunni að kenna , þótt svo að það séu mörg ár síðan henni var lokað! Illu heilli því hvað á nú að bjarga Mývatni frá því að þorna upp? Sigurður Þórarinsson, Tómas Tryggvason og Baldur Líndal lögðu upp með það að dæla þyrfti kísilgúr úr Mývatni til þess að lengja líftíma þess!!
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar