Leikarinn Johnny Galecki er staddur hér á landi en hann fer með eitt af aðalhlutverkunum í þáttunum vinsælu Big Bang Theory.
Galecki er 39 ára en þættirnir hafa verið gríðarlega vinsælir síðastliðin sjö ár. Leikarinn sást ganga niður Skólavörustíginn fyrr í kvöld og einnig inni á Grillmarkaðnum.
Galecki fer með hlutverk Leonard Hofstadter í þáttunum vinsælu en þeir eru sýndir á Stöð 2.
Johnny Galecki í Reykjavík
Stefán Árni Pálsson skrifar
